Frá íþróttafulltrúa; Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025

Málsnúmer 202503110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Tekið fyrir minnisblað frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 21. mars sl., þar sem lagt er til að Lagt er til að gera breytingu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar vegna ársins 2025. Boðið verði upp á 35% afslátt af verði ef salurinn er leigður oftar en fjórum sinnum innan mánaðar. Ástæða breytingarinnar er sú að töluvert ásókn er í að leigja salinn til að halda einkatíma í honum á borð við Booty sculpt, Jóga, Mömmuþrek og fleira. Slíkt er afar jákvætt í afþreyingar og heilsuflóru íbúa sveitarfélagsins.
Byggðaráð frestar afgreiðslu þessa erindis með vísan í önnur sambærileg mál sem eru í skoðun.