Sameining heilsugæslustöðvanna á Dalvík og í Fjallabyggð

Málsnúmer 202503115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Fréttatilkynning um sameiningu heilsugæslustöðvanna á Dalvík og í Fjallabyggð frá 19. mars sl.
b) Tölvupóstur frá bæjarstjóra Fjallabyggðar, dagsettur þann 21. mars sl., þar sem upplýst er um eftirfarandi bókun bæjarráðs Fjallabyggaðr um ofangreint:
"Fyrir liggur fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem fram kemur að heilsugæslustöð HSN á Dalvík og starfsstöðu HSN í Fjallabyggð verði sameinaðar frá og með 1.september n.k.

Í tilkynningunni kemur fram að megintilgangurinn með sameiningunni sé að búa til öflugri einingu sem auðveldar að manna stöður fagfólks. Þá auki stærri rekstrareining sveigjanleika í starfseminni með flæði starfsfólks á milli
starfsstöðva í sveitarfélögunum tveimur. Einnig er sameiningunni ætlað að styðja við forsendur til teymisvinnu sem ætti að efla samvinnu og miðlun þekkingar meðal starfsfólks.


Bæjarráð Fjallabyggðar leggur áherslu á að frekari upplýsingar fáist frá HSN varðandi sameininguna og að það verði tryggt að við fyrirhugaðar breytingar verði ekki um skerðingu þjónustu að ræða fyrir íbúa svæðisins."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til HSN varðandi sameininguna að það verði tryggt að fyrirhugaðar breytingar skerði ekki þjónustu og öryggi íbúa svæðisins.
Byggðaráð óskar jafnframt eftir því að sveitarfélagið fái upplýsingar frá HSN um gang mála og hvernig til hefur tekist varðandi sameininguna.