Félagsmiðstöð fyrir börn á miðstigi

Málsnúmer 202409101

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 43. fundur - 19.09.2024

Tekið til umræðu.
Ungmennaráð leggur til að skoðuð verði opnun á félagsmiðstöð fyrir nemendur á miðstigi.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 43. fundi ungmennaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Ungmennaráð leggur til að skoðuð verði opnun á félagsmiðstöð fyrir nemendur á miðstigi."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Ungmennaráðs og Frístundafulltrúa er falið að leggja fyrir íþrótta- og æskulýðsráð og byggðaráð hugmynd að útfærslu sem fyrst.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 166. fundur - 05.11.2024

Frístundafulltrúi kynnir hugmyndir um félagsmiðstöðvastarf fyrir börn á miðstigi.
Lagt fram til kynningar