a) Frá 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl.; Framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins.
Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela byggðaráði að fara yfir framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins."
b) Viðaukabeiðni.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28. júní 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með vísan í 3. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga vegna netárásar og kostnað vegna endurreisn kerfa. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 30.747.900.
c) Viðaukabeiðni - trúnaðarmál.
Bókað í trúnaðarmálabók.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samning við SecureIT um marglaga öryggissvítuna Heimdal, ásamt tölvupóstvörn E-mail security Advanced og E-mail Fraud Prevention. Samningurinn er til þriggja ára án uppsagnar. Samningstíminn framlengist sjálfkrafa um annað þjónustutímabil nema að honum sé sagt upp með 3ja mánaða fyrirvara fyrir lok samningstímans.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samning við SecureIT til 12 mánaða fyrir SIEM og SOC fyrir vöktun fyrir 200 tæki. Samningstíminn er bundinn frá þeirri dagsetningu sem samningurinn tekur gildi.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela byggðaráði að fara yfir framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins.