Á 362. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi netöryggismála sveitarfélagsins til UT-teymis Dalvíkurbyggðar í kjölfar netárásar sem sveitarfélagið varð fyrir í maí sl. Með fundarboði fylgdi minnisblað innanhúss er varðar högun netöryggismála sveitarfélagsins og gert er ráð fyrir þeim tillögum í starfs- og fjárhagsáætlun 2024.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
Niðurstaða : Enginn tók til máls. Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf Persónuverndar, dagsett þann 17. mars sl, er varðar ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 202502065, áður 2024061085. Ákvörðunin varðar frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga hjá Dalvíkurbyggð - nánar tiltekið var til athugunar hvort sveitarfélagið hefði tryggt viðeigandi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga þegar öryggisbrestur varð í tölvukerfi sveitarfélagsins 14. maí 2023.
Niðurstaða Persónuverndar er að Dalvíkurbyggð er veitt áminning fyrir að verða fyrir netárás þann 14. maí 2023 en ekki þykir nægilegt tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Dalvíkurbyggð.Lagt er fyrir Dalvíkurbyggð að endurmeta áhættu á aðgangi óviðkomandi að persónuupplýsingum í tölvukerfi sveitarfélagsins. Skal sveitarfélagið jafnframt gera viðeigandi skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir til að mæta þeim áhættuþætti í samræmi við lög og reglugerðir sem vísað er í . Loks skal sveitarfélagið tilgreina þær ráðstafanir í áhættumati sínu i´samhengi við áhættuþáttinn. Skjal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 21. apríl nk.
https://island.is/s/personuvernd/urskurdir-akvardanir-og-alit/frumkvaedisathugun-a-vinnslu-personuupplysinga-hja-dalvikurbyggd
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samning við SecureIT um marglaga öryggissvítuna Heimdal, ásamt tölvupóstvörn E-mail security Advanced og E-mail Fraud Prevention. Samningurinn er til þriggja ára án uppsagnar. Samningstíminn framlengist sjálfkrafa um annað þjónustutímabil nema að honum sé sagt upp með 3ja mánaða fyrirvara fyrir lok samningstímans.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samning við SecureIT til 12 mánaða fyrir SIEM og SOC fyrir vöktun fyrir 200 tæki. Samningstíminn er bundinn frá þeirri dagsetningu sem samningurinn tekur gildi.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela byggðaráði að fara yfir framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins.