Frá verkefnastjóra þvert á svið; Skrifstofurými til leigu á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur; afgreiðsla umsókna.

Málsnúmer 202502002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1140. fundur - 13.02.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað verkefnastjóra þvert á svið um uppsögn á leigusamningi leigjanda á rými á 2. hæð á gangi Norður- Suður og umsókn um leigu á rýminu í kjölfar auglýsingar. Umsóknarfrestur var til og með 10. febrúar sl. og ein umsókn barst.

Til umræðu einnig framtíðarsýn varðandi eignarhald sveitarfélagsins á þessu húsnæði sem hefur verið leigt út síðustu árin fyrir ýmsa starfsemi, m.a. Sýslumanni á Norðurlandi eystra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigja Unnari Birni Eíassyni umrætt rými frá og með 1. mars nk. í síðasta lagi og samningstíminn er til eins árs vegna reksturs á kírópraktor. Jafnframt er samþykkt að uppsögn Annels Helga Daly Finnbogasonar á sama rými taki gildi þegar ofangreind vistaskipti verða.