Landsnet - Verk- og matslýsing vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034

Málsnúmer 202502106

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Lagt fram erindi Landsnets hf. dagsett 20.febrúar 2025 þar sem vakin er athygli á verk- og matslýsingu vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034. Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um stöðu aðalskipulags og fyrirhugaðað landnotkun sem getur haft áhrif á mótun kerfisáætlunar.
Matslýsingin er í kynningu til 7.mars nk. en óskað hefur verið eftir fresti til 19.mars til að skila inn umsögn af hálfu Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnis- og matslýsingu.
Skipulagsfulltrúa er falið að koma upplýsingum um stöðu aðalskipulags og landnotkun til Landsnets.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.