Goðabraut 3 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 202503008

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 27.febrúar 2025 þar sem Grzegorz Tomasz Maniakowski sækir um breytta notkun neðri hæðar húss á lóð nr. 3 við Goðabraut á Dalvík.
Fyrirhugað er að breyta notkun úr veitingastað í íbúðarhúsnæði.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er húsið á landnotkunarreit 306-M, þar sem gert er ráð fyrir stofnunum, verslunum, þjónustu og íbúðum.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áform um breytta notkun skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 2A, 2B, Sognstúni 2 og 4 auk þess sem samþykki annarra lóðarhafa á Goðabraut 3 skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.