Ocean Eco Farm - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagnaleið

Málsnúmer 202503034

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 5.mars 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til lagningar um 70 m lagnaleiðar á milli Sjávarstígs 2 og Hafnargötu 4 á Hauganesi.
Fyrirhugað er að leggja lagnir í jörðu fyrir rafmagn, borholusjó og hugsanlega framtíðarsjótöku.
Meðfylgjandi er greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.