Sjávarstígur 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur fyrir jarðsjó

Málsnúmer 202503010

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 27.febrúar 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun þriggja borhola á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Meðfylgjandi er yfirlitsmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.