Skíðabraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun götu að tjaldsvæði

Málsnúmer 202503024

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun götu sem liggur frá Skíðabraut að tjaldsvæði Dalvíkur. Fyrirhugað er að endurnýja yfirborð götu, gangstétt og götulýsingu.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurnýjun götu. Áform um tilfærslu á innkeyrslu á lóð Vegamóta skulu grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skíðabraut 18 og forsvarsmönnum Dalvíkurskóla ásamt því að leita skal umsagnar Vegagerðarinnar.
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og niðurstaða grenndarkynningar liggur fyrir.
Skipulagsráð leggur til að umrædd gata frá Skíðabraut að tjaldsvæði fá heitið Skólavegur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.