Stígur að skógarreit við Bögg - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202503022

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu útivistarstígs frá SV horni Skógarhóla að inngangi í skógarreitinn Bögg.
Fyrirhuguð eru jarðvegsskipti, jöfnun og drenun, auk þess sem áformað er að breikka stíginn í allt að 2 m breidd og setja upp lýsingu.

Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.