Efnisnáma við Hálsá - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202502142

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Lögð fram umsókn Arnfríðar Friðriksdóttur, dagsett 28.febrúar 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir efnisnámi allt að 49.000 m3 á 2,4 ha svæði við Hálsá í landi Háls.
Gera þurfti breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við áformin og er umrædd breyting nú í staðfestingarferli hjá Skipulagsstofnun.
Fyrir liggur heimild Fiskistofu fyrir framkvæmdinni.
Meðfylgjandi eru framkvæmdaáætlun og afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar staðfesting Skipulagsstofnunar á aðalskipulagsbreytingu liggur fyrir og öll tilskilin gögn hafa borist varðandi útgáfu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.