Á 20. fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl., var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 26. apríl 2024 þar sem Sveinn Valdimar Ríkarðsson sækir um leyfi til breytingar á bílgeymslu á lóð nr. 28 við Svarfaðarbraut.
Umrædd breyting felst í því að setja lágt risþak á núverandi bílgeymslu. Hækkun á þakhæð er um 0,5 m í hæsta punkti.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Svarfaðarbraut 26 og Sunnubraut 7 og 9.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Svarfaðarbraut 26 og Sunnubraut 7 og 9.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.