Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 16. september 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætun vegna kostnaðar við greiðslu hvatastyrkja út árið 2022. Eftir að styrkir sumarsins komu inn þá er ljóst að potturinn fyrir allt árið er búinn - ástæðan er sú að meira er notað en áður af hvatastyrknum. Einnig hefur lækkun aldurs í 4 ára þarna áhrif. Einnig er aukið framboð tómstunda. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.846.567 við deild 06800 - lið 9149 þannig að áætlun ársins verði kr. 9.500.000. Ekki er metið svigrúm til að mæta þessum viðauka innan fjárhagsramma. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 2.637.613 við deild 06800, lið 9149. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."