Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 2. október 2022, þar sem óskað er eftir launaviðauka á deildir 21010 og 21400.
Varðandi deild 21010 þá er um að ræða hækkun að upphæð kr. 471.905 þar sem áætlað er að fundir sveitarstjórnar verði 13 á árinu í stað 11 vegna aukafunda sem haldnir hafa verið.
Varðandi deild 21400 er um að ræða lækkun/leiðrétting á viðauka nr. 14 vegna uppgjörs við fyrrvarandi sveitarstjóra og á móti hækkun á launakostnaði vegna afleysinga á fjármála- og stjórnsýslusviði. Breytingin er nettó kr. 15.843.
Heildarbreytingin er nettó kr. 487.748 -
Ekki er metið svigrúm til að mæta þessum viðauka með öðrum hætti en lækkun á handbæru fé.