Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. otkóber sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var til umfjöllunar erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni og Atla Þór Friðrikssyni, rafpóstur dagsettur þann 20. september sl. þar sem óskað er svara við nokkrum spurningum og athugasemdum. Byggðaráð frestaði málinu til næsta fundar og fól sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindu. Umhverfis- og dreifbýlisráð og veitu-og hafnaráð tóku einnig erindið til umfjöllunar eftir því sem við á. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að svarbréfi sveitarstjóra.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi svör við þeim spurningum sem fram eru bornar, sbr. svarbréf sveitarstjóra: 1. Hvað hefur verið gert til að tryggja 5 daga mokstursþjónustu í dreifbýli þegar þörf krefur eins og núverandi meirihluti lofaði ? Svar: Í málefna- og samstarfssamningi núverandi meirihluta undir kaflanum Umhverfis- og dreifbýlisráð segir; framkvæmda- og snjómokstursáætlanir verði aðgengilegar íbúum. Þá er að finna á vef Dalvíkurbyggðar viðmiðunarreglur snjómoksturs í Dalvíkurbyggð sem samþykktar voru í sveitarstjórn 19.01.2022 þar segir m.a.: (hér kemur kafli úr viðmiðunarreglunum).Þessar viðmiðunarreglur eru í endurskoðun og einnig verður farið yfir verklagsreglur Vegagerðarinnar sem voru í gildi á tímabilinu 1.október 2021 ? 30.apríl 2022. Haldinn verður fundur með Vegagerðinni og verktökum sem sinna snjómokstri utan þéttbýlis. Það stendur til að halda þann fund sem allra fyrst þar sem m.a. verður rædd sú ákvörðun að Skíðadalur og framdalur Svarfaðardals verði mokaðir samtímis þá þrjá daga vikunnar sem helmingsmokstur er, en ekki hvor á eftir öðrum eins og nú er. Þá þarf að meta hver kostnaðurinn fyrir sveitarfélagið er af því að bæta í þessa þjónustu þ.e. ef hún fer úr þrem dögum í fimm. Ákvörðun verður tekin þegar mat á kostnaði liggur fyrir.Mikilvægt er að bæta upplýsingaflæði varðandi snjómokstur og því er verið að skoða þann möguleika að geta sent upplýsingar í smáskilaboðum (SMS) til íbúa. 2. Vatnsöflun utan þjónustusvæðis Dalvíkur er knýjandi verkefni sem þarf skjóta lausn og nú bendum við á að tæki til borunar eftir volgu vatni virðist vera á leiðinni til Dalvíkur nú í haust. Fram í Skíðadal og Svarfaðardal er knýjandi þörf nánast á hverjum bæ eftir betra neysluvatni, bæði fyrir menn og skepnur og þörfum fyrir góðu neysluvatni mun meiri en einhverjum volgum dropum upp á yfirborðið. Að okkar mati er þetta verkefni skylda sveitarfélagsins að vinna nú þegar að úrbótum. Svar: Það er rétt að unnið er að tilraunaborunum með því að bora hitastigulsholur eftir heitu vatni í Skíðadal. Það er jafnframt staðreynd að Dalvíkurbyggð rekur ekki vatnsveitu fram í Skíðadal og framdal Svarfaðardals. Samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga þá skulu sveitarfélög starfrækja vatnsveitu í þéttbýli í þeim tilgangi að fullnægja vatnsþörf almennings, heimila og atvinnufyrirtækja, þar á meðal hafna, eftir því sem kostur er. Samkvæmt sömu lögum er sveitarstjórn heimilt að starfrækja vatnsveitu í dreifbýli og leggja í framkvæmdir við gerð hennar enda sýni rannsóknir og kostnaðaráætlanir að hagkvæmt sé að leggja veituna og reka hana. 3. Fundargerðir innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar þar með taldar nefndir og ráð eru óboðlegar og nánast óskiljanlegar, allir eiga rétt á skýrum og skiljanlegum fundargerðum. Svar: Í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar kemur eftirfarandi fram í 16. gr., II um ritun fundargerða:"Fundargerðir sveitarstjórnar eru skráðar í tölvu. Í fundargerð skal getið hvar og hvenær fundur er haldinn og hverjir sitji fundinn. Skrá skal þau mál sem tekin eru fyrir, dagsetningu þeirra, aðila máls og meginefni og hvernig mál er afgreitt. Sé mál ekki afgreitt samhljóða skal greina í fundargerð hvernig atkvæði hafa skipst. Þegar lagðar eru fram fundargerðir nefnda nægir að skrá í fundargerð sveitarstjórnar um hvaða nefndir er að ræða, dagsetningu fundargerða og fjöldatöluliða. Um ritun fundargerða sveitarstjórnar skal að öðru leyti farið eftir leiðbeiningum ráðuneytis sveitarstjórnarmála um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 1181/2021, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga. Fundargerðir sveitarstjórnar skulu birtar á vefsíðu Dalvíkurbyggðar, ásamt fylgigögnum samkvæmt reglum og heimildum þar um, að fundi loknum enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi."Leiðbeiningar ráðuneytisins samkvæmt ofangreindu eru aðgengilegar á vef Stjórnartíðinda (sjá hlekk hér að neðan):
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=94df4746-24e4-4b4a-b34b-791ff6a2ccaf Ritun fundargerða sveitarstjórna, ráða og nefnda sveitarfélaga þurfa að vera eftir ákveðnu formi og er stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar þar ekki undanskilið, sbr. það sem fram kemur hér að ofan. Forsetar sveitarstjórna, formenn byggðaráðs, ráða og nefnda sem og starfsmenn sem rita fundargerðir Dalvíkurbyggðar fá reglulega ábendingar um það sem betur má fara. Þá er í vinnslu að hefja beina útsendingu eða taka upp fundi sveitarstjórna."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.