Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf 2022

Málsnúmer 202206047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. júní sl., þar sem boðað er til aðalfundar Greiðar leiðar ehf., þriðjudaginn 28. júní nk. kl. 13:00 á TEAMS.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins, ef hann hefur tök á. Til vara sækir forseti sveitarstjórnar fundinn.

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. júní sl., þar sem boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf., þriðjudaginn 28. júní nk. kl. 13:00 á TEAMS. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins, ef hann hefur tök á. Til vara sækir forseti sveitarstjórnar fundinn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri framkvæmdasviðs sæki aðalfund Greiðrar leiðar ehf. og fari með umboð sveitarfélagsins, eða forseti sveitarstjórnar til vara.