Ráðning sveitarstjóra, sbr. 49. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; ráðningarsamningur

Málsnúmer 202205179

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 347. fundur - 28.06.2022

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögu hvað varðar ráðningu sveitarstjóra:


Sveitarstjórn samþykkir að ráða Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, til heimils að Miðtúni 18, 460. Tálknafirði, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2022-2026. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra.

Einnig tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Helgi Einarsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um ráðningu sveitarstjóra,

Byggðaráð - 1032. fundur - 07.07.2022

Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögu hvað varðar ráðningu sveitarstjóra: Sveitarstjórn samþykkir að ráða Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, til heimils að Miðtúni 18, 460. Tálknafirði, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2022-2026. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra. Einnig tóku til máls: Katrín Sigurjónsdóttir. Helgi Einarsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um ráðningu sveitarstjóra, "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að starfs- og ráðningarsamningi við Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að starfs- og ráðningasamningi við sveitarstjóra og felur formanni byggðaráðs undirritun fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.