Málsnúmer 202206075Vakta málsnúmer
Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Valdísi Guðbrandsdóttur, starfsmanni við Dalvíkurskóla, móttekið 19. júní sl., þar sem Valdís óskar eftir að tekið verði til umræðu að setja inn í fjárhagsáætlun 2023 lið fyrir hverja deild/stofnun sveitarfélagsins sem hljóðar upp á kr. 10.000 á hvern starfsmann, sama í hvaða starfshlutfalli hann er, til þess stjórnendur geti gert eitthvað fyrir starfsfólkið sitt til að auka starfsánægju og starfsanda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafa erindið til hliðsjónar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026."