Byggðaráð

1010. fundur 16. desember 2021 kl. 13:00 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112052Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112051Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Öflun heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga - minnisblað bæjarlögmanns.

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á 953.fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem vísað er í bréf til allra sveitarfélaga, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um alla samninga sveitarfélaga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög og starfað er eftir, ásamt afritum af þeim. Markmið verkefnisins var að afla heildstæðra upplýsinga um þá samninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga um land allt og leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum, einkum ákvæðum er varða framsal til töku stjórnvaldsákvarðana. Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að ýmsir annmarkar eru á meirihluta samninganna. Ráðuneytið gerir athugasemdir við nokkra samninga sem varða samvinnu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög. Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins að það yfirfari framangreinda samninga og aðra samninga sem fela í sér samvinnu við önnur sveitarfélög og fer fram á að verða upplýst um afrakstur framangreindrar vinnu eigi síðar en 15. nóvember n.k.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu.

Í upphaflegu erindi ráðuneytisins voru gerðar athugasemdir við fimm samninga. Þeir samningar eru eftirtaldir:
1. Samþykktir AFE. AFE hefur verið slitið þannig að athugasemdim á ekki lengur við.
2. Samning um kosningu og rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd, dagsettur þann 23. desember 2002. Til stendur að breyta barnaverndarlögum m.a. hvað varðar skipun barnaverndarnefnda þannig að athugasemdin á ekki lengur við.
3. Samstarfssamningur um sameiginlegt þjónustusvæði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um þjónustu við fólk með fötlun, dagsett 29. júní 2016. Þessi samningur er aðallega til umfjöllunar í meðfylgjandi minnisblaði bæjarlögmanns.
4. Samningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, dagsettur 21. desember 2011. Samningur vegna Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar hefur verið uppfærður þannig að athugasemdin á ekki lengur við.
5. Samningur um þátttöku í leigu á húsnæði fyrir kennslusaðstöðu Menntaskólans á Tröllaskaga dagsettur í júlí 2016. Samningurinn hefur runnið sitt skeið á enda þannig að athugasemdin á ekki lengur við.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað bæjarlögmanns, dagsett þann 26.11.2021, til Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um ofangreint. Fram kemur m.a. að það liggi beinast við að stofnað verði byggðasamlag um verkefni sem lúta að þjónustu við fatlað fólk sem þá um leið tryggir að búið sé að formfesta samstarf DB og FB hvað varðar þennan málaflokk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir samráðsfundi með Fjallabyggð um ofangreint málefni ásamt fleiri málefnum sem sveitarfélögin vinna að í sameiningu. Fundurinn verði haldinn sem fyrst á nýju ári.

4.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni vegna Baccalá bar frá SA339 ehf

Málsnúmer 202112036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 7. desember 2021, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Baccalá Bar frá SA339 ehf. Tegund leyfis er rekstur veitinga, Flokkur II, Tegund - A Veitingahús.
Byggðaráð gerir athugasemd við tímasetningu í umsókninni en gerir ekki aðrar athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um að fyrir liggi umsagnir slökkviliðs, byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

5.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - nóvember 2021

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar skýrslur er sýna eftirfarandi:

Staða bókhalds vs. heimildir í fjárhagsáætlun janúar - nóvember 2021.
Staða fjárveitinga og framkvæmda vs. heimildir í fjárhagsáætlun janúar - nóvember 2021.
Yfirlit yfir stöðu launakostnaðar vs. heimildir í fjárhagsáætlun janúar - nóvember 2021.
Yfirlit yfir stöðugildi vs. heimidir fyrir janúar - nóvember 2021.
Yfirlit yfir viðhald Eignasjóðs vs. heimildir í áætlun janúar - nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umsögn um frumvarp til fjárlaga 2022

Málsnúmer 202112060Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 10. desember sl., þar sem kynnt eru drög að umsögn Sambandsins um fjárlagafrumvarpið 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021; nr. 904

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 904 frá 10. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri