Ektaböð - umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús

Málsnúmer 202407014

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 23. fundur - 07.08.2024

Erindi dagsett 2.júlí 2024 þar sem Jóhann Guðni Reynisson f.h. Ektabaða ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á lóð nr. 9 við Hafnargötu á Hauganesi.
Fyrirhugað þjónustuhús verður staðsett utan núverandi byggingarreits lóðarinnar.
Meðfylgjandi er afstöðuteikning.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

Á 23. fundi skipulagsráðs þann 7. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.júlí 2024 þar sem Jóhann Guðni Reynisson f.h. Ektabaða ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á lóð nr. 9 við Hafnargötu á Hauganesi. Fyrirhugað þjónustuhús verður staðsett utan núverandi byggingarreits lóðarinnar. Meðfylgjandi er afstöðuteikning. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir erindið um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á lóð nr. 9 við Hafnargötu á Hauganesi. Fyrirhugað þjónustuhús verður staðsett utan núverandi byggingarreits lóðarinnar. Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.