Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; beiðni um viðauka vegna opins svæðis í Hringtúni

Málsnúmer 202410004

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1123. fundur - 03.10.2024

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. október 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna frágangs á lóðamörkum og á opnu svæði í Hringtúni.

Gert er ráð fyrir 2,0 m.kr. í fjárhagsáætlun vegna verksins Hringtún göngustígur., E2217. Áætlaður kostnaður við frágang á lóðmörkum við Miðtún 3, uppsetningu á lýsingu og færslu og jarðvegsskiptum á stíg er kr. 6.700.000. Því er óskað eftir viðauka að upphæð kr. 4.700.000 vegna verksins og að verkefni E2302, Hauganes, gatnagerð, verði lækkað á móti þar sem fyrirséð er að áætlað fjármagn i það verkefni verði ekki nýtt á árinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.700.000 við verkefni E2217, viðauki nr. 38 við fjárhagsáætlun 2024, og að verkefni E2302 verði lækkað á móti. Umræddar breytingar eru á lið 32200-11900; gatnakerfi- nýframkvæmdir.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. október 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna frágangs á lóðamörkum og á opnu svæði í Hringtúni.
Gert er ráð fyrir 2,0 m.kr. í fjárhagsáætlun vegna verksins Hringtún göngustígur., E2217. Áætlaður kostnaður við frágang á lóðmörkum við Miðtún 3, uppsetningu á lýsingu og færslu og jarðvegsskiptum á stíg er kr. 6.700.000. Því er óskað eftir viðauka að upphæð kr. 4.700.000 vegna verksins og að verkefni E2302, Hauganes, gatnagerð, verði lækkað á móti þar sem fyrirséð er að áætlað fjármagn i það verkefni verði ekki nýtt á árinu.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.700.000 við verkefni E2217, viðauki nr. 38 við fjárhagsáætlun 2024, og að verkefni E2302 verði lækkað á móti. Umræddar breytingar eru á lið 32200-11900; gatnakerfi- nýframkvæmdir.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að kr. 4.700.000 fari á lið 32200-11900 verknúmer E2217, framkvæmdir við opið svæði í Hringtúni, og á móti verði verkefni E2302, Hauganes - gatnagerð, lækkað á móti á sama bókhaldslið.