Áfangastaðaáætlun og framkvæmdasjóður ferðamanna.

Málsnúmer 202410025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1123. fundur - 03.10.2024

Á 371. fundi sveitarstjórnar þann 17. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 359. fundi Sveitarsjórnar, þann 6. júní 2023 var samþykkt að fela Framkvæmdasviði að undirbúa umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2024 í samstarfi við byggðaráð, umhverfis- og dreifbýlisráð, skipulagsráð og veitu- og hafnaráð. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði og upplýsingafulltrúa að undirbúa umsóknir og sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir hugmyndasamkeppnum, deiliskipulagi og hönnun útsýnisstðar við Mígindisfoss í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins á Dalvík. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa, dagsett þann 3. október 2024, þar sem fjallað er um 5 verkefni sem mögulegar tillögur í tengslum við áfangastaðaáæltun fyrir Norðurland, sbr. rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, og umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamanna.
Verkefnin eru:
Útsýnispallur í Múla.
Hönnun á útivistarsvæði - strandlengja innan þéttbýlis á Dalvík.
Gamla bryggjan á Hauganesi.
Göngubrú í Friðlandi Svarfdæla.
Hafnarbakkinn neðan við Kaupfélagið á Dalvík.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lögð verði áhersla á að sækja um vegna eftirfarandi verkefna:
Útsýnispallur í Mula
Hönnun á útivistarsvæði - standlengja unnan þéttbýlis á Dalvík.
Gamla bryggjan á Hauganesi.