Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um sölu og kaup á búnaði

Málsnúmer 202410007

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1123. fundur - 03.10.2024

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 17. september sl., þar sem óskað er eftir að kaupa búnað í staðinn fyrir hlið, áætlað kr. 800.000, inn á ganginn á nýjustu byggingunni þar sem það var leyst með öðrum hætti. Óskað er eftir að kaupa rafdrifið borð, IKEA hillur einingar á deildir (2), skrifborðsstól, stóla (3) og lítið borð, alls kr. 365.135.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingar á búnaðarkaupum á fjárhagsáætlun 2024 innan deildadr 04140.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 17. september sl., þar sem óskað er eftir að kaupa búnað í staðinn fyrir hlið, áætlað kr. 800.000, inn á ganginn á nýjustu byggingunni þar sem það var leyst með öðrum hætti.Óskað er eftir að kaupa rafdrifið borð, IKEA hillur einingar á deildir (2), skrifborðsstól, stóla (3) og lítið borð, alls kr.365.135.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingar á búnaðarkaupum á fjárhagsáætlun 2024 innan deildadr 04140.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að heimila leikskólastjóra Krílakots að kaupa tilgreindan búnað í staðinn fyrir hlið sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2024, deild 04140.