Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra: samstarfsyfirlýsing, öruggara Norðurland.

Málsnúmer 202409128

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1123. fundur - 03.10.2024

Tekinn fyrir rafpóstur frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 26. september sl., þar sem meðfylgjandi eru drög að samstarfsyfirlýsingu um "Öruggara Norðurland eystra" . Fram kemur að Lögreglan á Norðurlandi eystra vill taka þátt í því að samræma svæðisbundið samráð og formbinda samstarfið undir merkinu "Öruggara umdæmi" eða Öruggara Norðurland eystra. Um er að ræða svæðisundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra. Gert er ráð fyrir að samstarfsaðilar verði, auk Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, HSN, SAK, Háskólinn á Akureyri, framhaldsskólarnir á svæðinu og Bjarmahlíð. Gert er ráð fyrir að gildistími samstarfsyfirlýsingarinnar verði tvö á frá og með 16.10.2024 og verði þá endurskoðuð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindu samstarfi.