Sveitarstjórn

290. fundur 21. mars 2017 kl. 16:15 - 16:54 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812, frá 23.02.2017

Málsnúmer 1702010Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður.

  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00.

    Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
    Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs."

    Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land.

    Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49.
    Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:02.

    Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi m.a. samþykkt:
    "c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð áætlun um opnun á Íþróttamiðstöð á framkvæmdatíma og opnun á Sundskála Svarfdæla á framkvæmdatíma."

    Til umræðu tilaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

    Lagt er til eftirfarandi opnun vegna endurbóta á sundlauginni á Dalvík vorið 2017:

    Íþróttamiðstöðin á Dalvík (ræktin):
    Mánudaga-fimmtudaga: 6:15-20:00
    Föstudaga: 6:15-19:00
    Laugardaga og sunnudag: 9:00-12:00
    Hér er nánast sami opnunartími og verið hefur, nema aðeins styttri opnun um helgar. Einnig verður starfsmaður áfram eins og verið hefur fram á kvöld þegar þarf vegna notkunar á íþróttasal.

    Sundskáli Svarfdæla:
    Mánudaga og miðvikudaga: 7:00-11:00
    Fimmtudaga: 17:00-21:00
    Laugardaga og sunnudaga: 13:00-17:00
    Það mun koma til einhver aksturskostnaður vegna opnunar sundskála, en hann er óverulegur á þessu stutta tímabili (gæti verið á bilinu 30-50.000).

    Núverandi launaáætlun getur staðið undir þessari opnun, sem og að áætlun íþróttamiðstöðvar ráði við þennan aksturskostnað.

    Vinnuskylda allra starfsmanna er ekki að fullu nýttur með þessari opnun og er hugmyndin sú að það sem upp á vantar fari í vinnu í íþróttamiðstöðinni á Dalvík við ýmsar endurbætur og aðstoð á viðhaldstíma Einnig eru verkefni sem farið er í í hefðbundinni lokun á vorin.

    Á fjárhagsáætlun sundskálans (06570) er gert ráð fyrir heitu vatni og rafmagnskostnaði. Einnig minniháttar viðhaldi. Er ljóst að einhver kostnaður mun myndast við að reka skálann. Það má teljast líklegt að þessi áætlun dugi langt varðandi þann rekstrarkostnað sem til fellur vegna opnunar í 2 mánuði.

    Lagt er til að ekki verði rukkaður aðgangseyrir í sundskálann á meðan á lokun sundlaugarinnar stendur.

    Gísli Rúnar og Hlynur viku af fundi kl. 14:32.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sem taki gildi þegar framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur hefjast.
  • Tekinn fyrir rafpóstur þann 14. febrúar 2017 frá Eyþingi þar sem fram kemur að föstudaginn 24. febrúar nk. er boðað til samráðsfundar á vegum verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea, Akureyri, og hefst kl. 9:00.


    Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.


    Samkvæmt verkefnaáætlun eru megin markmið verkefnisins að leggja fram tillögur sem stuðla að :

    - stærri, öflugri og sjálfbærum sveitarfélögum

    - breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,

    - markvissari samskiptum ríkis og sveitarfélaga,

    - nýtingu rafrænnar tækni við stjórnsýslu og

    - lýðræðislegri þátttaka íbúa í stefnumörkun og ákvarðanatöku á öllum sviðum.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. febrúar 2017, þar sem fram kemur að þann 24. mars nk. verður XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Rétt til setu á landsþinginu eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum. Að auki eiga seturétt á landsþinginu með málfrelsi og tillögurétti bæjar- og sveitarstjórar, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og þeir stjórnarmenn í sambandinu sem ekki eru kjörnir landsþingsfulltrúar fyrir sitt sveitarfélag.

    Fulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:
    6400 Dalvíkurbyggð 1.867 íb. 2 fltr.

    Aðalfulltrúar:

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðarráðs

    Valdís Guðbrandsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi


    Varafulltrúar:
    Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar.
    Kristján Guðmundsson, sveitarstjórnarfulltrúi
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fundargerðir stjórnar Eyþings, 291. fundur og 292. fundur. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Lagt fram til kynningar.
  • 1.6 201602102 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitartjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813, frá 02.03.2017

Málsnúmer 1702013Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

3. liður.

  • Byggðaráð ásamt sveitarstjóra, sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fóru í heimsókn í Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg kl. 13:00.

    Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:50.

    Kristján Guðmundsson kom á fundinn kl. 13:55 vegna annarra starfa.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813 Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 14:30.

    Til umræðu staða mála hvað varðar íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar, leiga og sala.


    Íris vék af fundi kl.15:16.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813 Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu greiðsla á launatengdum gjöldum af launum til kjörinna fulltrúa í endurhæfingarsjóð og mótframlag í séreignarlífeyrissjóð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áfram verði greitt framlag í endurhæfingarsjóð og mótframlag í séreignarlífeyrissjóð.
  • Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús.

    Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist.

    Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund.
  • Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu um verkefni sem á að sækja um styrk fyrir.
  • Tekið fyrir bréf frá UMSE, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem fram kemur að 96. ársþing UMSE verður haldið í félagsheimilinu Árskógi 9. mars n.k. og hefst kl. 18:00. UMSE býður fulltrúa frá Dalvíkurbyggð að sitja þingið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813 Byggðaráð leggur til að fulltrúi úr íþrótta- og æskulýðsráði mæti á þingið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og felur formanni íþrótta- og æskulýðsráðs að hlutast til um það.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 28. febrúar 2017, þar sem fram kemur að þriðjudaginn 7. mars n.k. er boðað til tveggja samráðsfunda á vegum verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, kl. 9 - 11

    Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.

    Samkvæmt verkefnaáætlun eru megin markmið verkefnisins að leggja fram tillögur sem stuðla að :
    - stærri, öflugri og sjálfbærum sveitarfélögum
    - breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,
    - markvissari samskiptum ríkis og sveitarfélaga,
    - nýtingu rafrænnar tækni við stjórnsýslu og
    - lýðræðislegri þátttaka íbúa í stefnumörkun og ákvarðanatöku á öllum sviðum.

    Boðaðir eru fulltrúar í sveitarstjórn og framkvæmdastjóri.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 813 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Eginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 814, frá 09.03.2017

Málsnúmer 1703003Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

5. liður.
  • Undir þessum lið kom á fund Atli Þór Friðriksson fyrir hönd Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar, kl. 13:00.

    Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús. Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund."

    Til umræðu ofangreint.

    Atli Þór vék af fundi kl. 13:16.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 814 Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum frá Gangnamannafélaginu.
  • Tekið fyrir bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 3. mars 2017, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 1. júní n.k. kl.14:00 á Akureyri um málefni þjóðlendna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 814 Vísað til umhverfisráðs.
  • Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:

    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00. Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs." Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land. Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.
    Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs drög að leigusamningum um beitiland úr landi Árskógsstrandar, annars vegar 13.364,2 m2 og hins vegar 51.336,7 m2.

    Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:27.


    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 13:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 814 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera breytingar á ofangreindum drögum að leigusamningum í samræmi við umræður á fundinum. Samningarnir kæmu síðan aftur fyrir byggðaráð.
  • Tekið fyrir erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 7. mars 2017 þar sem fram kemur að meðfylgjandi sendist slóð á fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytis með niðurstöðum úrvinnslu á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um kennslustundafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum fyrir skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/rettur-nemenda-til-kennslu-i-list-og-verkgreinum-ekki-naegilega-virtur

    Í ljósi niðurstaðna þeirrar úrvinnslu leggur ráðuneytið áherslu á að sveitarstjórnir sjái til þess að framvegis fái allir nemendur þann lágmarkskennslumínútnafjölda á skólaári sem þeim ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og vísast í því sambandi til ákvæða 5. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ábyrgð sveitarfélaga á skólahaldi í grunnskólum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 814 Vísað til fræðsluráðs.
  • Á 214. fundi fræðsluráðs þann 8. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Með fundarboði fylgdi greinargerð Hlyns Sigursveinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem gerð er grein fyrir aukinni sérkennsluþörf í leikskólanum sem nemur einu stöðugildi. Auk þess vantar, vegna fyrirséðra langtímaveikinda og aðstæðna á leikskólanum, starfsmann í 100% stöðu fram að sumarlokun leikskólans og annan í 100% stöðu til áramóta.
    Fræðsluráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum og felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja það síðan fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar."

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:49.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 814 Með vísan í erindi frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsvis, dagsett þann 8. mars 2017, samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 3 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017, deild 04140, að upphæð kr. 8.800.000. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 3/2017 við fjárhagsáætlun 2017, deild 04140, að upphæð kr. 8.800.000. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Sundskála Svarfdæla þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðstjóri fræðslu- og menningarsvið tóku á móti byggðaráði. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 814 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815, frá 16.03.2017

Málsnúmer 1703007Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður.

3. liður.

5. liður.

9. liður.

11. sérliður á dagskrá.
  • Á 814. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund Atli Þór Friðriksson fyrir hönd Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar, kl. 13:00. Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús. Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund." Til umræðu ofangreint. Atli Þór vék af fundi kl. 13:16.
    Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum frá Gangnamannafélaginu. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársuppgjör Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar fyrir árið 2016.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018 og 2019-2021.
    Byggðaráð tekur jákvætt í málið en vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
  • Á 802. fundi byggðaráðs þann 27. október 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 17. október 2016, þar sem fram kemur að á haustfundi félagsins þann 14. október s.l. var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að annast samskipti hvað varðar samstarf Félags eldri borgara við Dalvíkurbyggð í stað þess að stofna sérstakt Öldungaráð. Eftirtaldir voru kosnir í nefndina: Kolbrún Pálsdóttir. Helgi Björnsson. Þorgerður Sveinbjarnardóttir. Til vara: Helga Mattína Björnsdóttir.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Félag eldri borgara hvað varðar samráðsvettvang með byggðaráði ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs. Fyrsti fundur yrði haldinn fyrir jól. "

    Með fundarboð byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi um stofnun samráðsvettvangs á milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa eldri borgara, undirritað af formanni Félags eldri borgara.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag og óskar eftir að fulltrúar Félags eldri borgara komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.
  • Á 814. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2017 var til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1 og drög að samningum um beitiland. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera breytingar á drögum að leigusamningum í samræmi við umræður á fundinum.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
    a) Drög að leigusamningi um beitiland, 13.364,2 m2.
    b) Drög að leigusamningi um beitiland, 15.336,7 m2.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leigusamninga eins og þeir liggja fyrir með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði vð leigutaka.
  • Til umfjöllunar endurskoðun á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar en gildandi samþykkt er frá júlí 2008. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögur að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
    Einnig er óskað eftir umsögn frá lögreglu.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur að breytingum á fjárhagsáætlunferli Dalvíkurbyggðar en í megin atriðum er um uppfærslu að ræða í samræmi við breytingar sem hafa orðið.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingar og vísar til umræðu í framkvæmdastjórn.
  • Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þannn 10. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um orlof húsmæðra, eigi síðar en 24. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 14. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, eigi síðar en 30. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun fyrir janúar - febrúar 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Lagt fram til kynningar.
  • Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsett þann 1. febrúar 2017, þar sem fram kemur að stjórn AFE mun leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga á aðalfundi félagsins í apríl n.k. og mun hækkunin gilda afturvirkt frá áramótum. Framlag Dalvíkurbyggðar árið 2017 yrði þá kr. 3.065.440 en var árið 2016 kr. 2.553.920. Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 2.581.462.
    Byggðaráð hefur skilning á því að hækka þurfi framlög sveitarfélaga til AFE vegna uppsafnaðs misgengis launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára. Hækkunin er nokkuð mikil eða sem nemur 20% og ekki gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og gildir það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög. Finna þarf leið til þess að hækkanir á framlögum sveitarfélaga til AFE verði ákveðnar áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga fer fram að hausti. Byggðaráð vonast til þess að á aðalfundi AFE í apríl n.k. verði umræður um ofangreint og að jafnframt verði umræður um sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Byggðaráð fagnar því að stjórn Eyþings hafi ákveðið á fundi sínum þann 23. nóvember sl. að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða við forsvarsmenn RHA um að gera úttekt varðandi sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Ljóst er að með slíkri sameiningu og/eða með jafnvel enn víðari sameiningu á samstarfsverkefnum sveitarfélaga verði hægt að mynda miklu sterkara hagsmunaafl á Eyþingssvæðinu gagnvart ríkisvaldinu. Nýting fjármagns og mannauðs ætti að batna með sameiningu auk þess sem leiða má líkur til þess að öll stjórnsýsla og skjalavarsla verði agaðri og í samræmi við þau lög sem sveitarfélög þurfa að vinna eftir."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra umboð til að samþykkja ofangreinda tillögu um hækkun framlaga til AFE um 20% á aðalfundi félagsins.
    Ef af verður þá er hækkun framlaga frá Dalvíkurbyggð áætluð um kr. 516.000.
  • 4.10 201611047 Austurgarður
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 15:30.

    Til kynningar framkvæmdir við Austurgarð við Dalvíkurhöfn.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 16:01.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:02.

    Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun.

    "Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna."

    Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi:
    386 manns tóku þátt.
    "Já" sögðu 99 eða 25,65%.
    "Nei" sögðu 287 eða 74,35%

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 815 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum niðurstaðan verði kynnt á vefmiðlum sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðini þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar,11. liður er sérliður á dagskrá, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 207, frá 14.03.2017

Málsnúmer 1703006Vakta málsnúmer

  • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 3. mars 2017. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. Óskað er umsagnar sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 207 Félagsmálaráð hvetur þingmenn til að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum (86/2011) um verslun með áfengi og tóbak. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á aukna forvarnarfræðslu barna og unglinga í sveitarfélaginu. Rannsóknir benda til að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu meðal barna og unglinga. Alþingi hefur nýlega lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er þversagnarkennt að auðvelda aðgengi að áfengi sem ætla má að gæti haft neikvæð áhrif á líf og uppvöxt barna og ungmenna. Bókun fundar Til máls tóku:
    Valdís Guðbrandsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun félagsmálaráðs.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Valdemar Þór Viðarsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Valdísar Guðbrandsdóttur, Bjarni Th. Bjarnason greiðir atkvæði á móti.
  • Farið var yfir fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2016. Einnig var farið yfir frávikagreiningu vegna fjárhagsáætlunar ársins 2016. Félagsmálaráð - 207 Lagt fram til kynningar.
  • 5.3 201702089 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201702089 Félagsmálaráð - 207 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.4 201702101 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201702101 Félagsmálaráð - 207 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Farið var í heimsókn í Iðjuna á Siglufirði. Félagsmálaráð - 207 Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Fræðsluráð - 214, frá 08.03.2017

Málsnúmer 1703001Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður.

  • Með fundarboði fylgdi greinargerð Hlyns Sigursveinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem gerð er grein fyrir aukinni sérkennsluþörf í leikskólanum sem nemur einu stöðugildi. Auk þess vantar, vegna fyrirséðra langtímaveikinda og aðstæðna á leikskólanum, starfsmann í 100% stöðu fram að sumarlokun leikskólans og annan í 100% stöðu til áramóta.

    Fræðsluráð - 214 Fræðsluráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum og felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja það síðan fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.


  • Með fundarboði fylgdu tillögur að skóladagatali Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2017-2018. Tillaga að skóladagatali Krílakots fyrir skólaárið 2017-2018 var lagt fram á fundinum. Fræðsluráð - 214 Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með 5 atkvæðum. Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:26.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Í ljósi erfiðrar stöðu sem getur skapast þegar árlegur flensufaraldur gengur yfir leitaði Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, álits fræðsluráðs á því hvort bjóða ætti starfsmönnum skólanna í Dalvíkurbyggð flensusprautur þeim að kostnaðarlausu. Fræðsluráð - 214 Fræðsluráð mælir samhljóða með að starfsmönnum allra skólanna standi slíkt til boða og gert verði ráð fyrir þessu við gerð næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn kl. 16:27.
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 7. febrúar 2017 þar sem áréttað er að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla. Fræðsluráð - 214 Gísli Bjarnason gerði grein fyrir stöðunni í Dalvíkurskóla en þar var s.l. vor unnið samkvæmt þessu kerfi við útskrift 10. bekkjar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti vinnu sem farin er af stað í samstarfi Dalvíkurbyggðar og kennara við grunnskólana í að uppfylla ákvæði bókunar 1 í kjarasamningi grunnskólakennara. Með fundarboði fylgdi Vegvísir samstarfsnefdnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans og spurningalisti sem hafður er til hliðsjónar við að greina vinnuumhverfið í grunnskólanum. Fyrir 1. maí 2017 skulu fulltrúar sveitarfélags og fulltrúar kennara ásamt skólastjóra kynna kennurum umbótaáætlun sveitarfélagsins fyrir skólann. Fyrir 1. júní 2017 skal skila lokaskýrslu til samstarfsnefndarinnar. Fræðsluráð - 214 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi 34. og 35. fundargerð stýrihóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 214 Gísli og Dóróþea gerðu nánari grein fyrir því sem verið er að gera. Fræðsluráð fagnar öflugu starfi vinnuhópsins og starfsfólks Dalvíkurskóla. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Menningarráð - 61, frá 02.03.2017

Málsnúmer 1702012Vakta málsnúmer



  • Jóhann Antonsson mætti undir þessum dagskrárlið og gaf munnlega stöðuskýrslu á framvindu verkefnisins. Fram kom að Jóhann hefur verið að skrifa undanfarið um Aðalstein Loftsson, útgerðarfélagið Röðul og Bjarma útgerðina sem nýtast munu sem heimildir í verkið. Jóhann hefur hafið undirbúning m.a. með því að ræða við fólk og undirbúa það með frekari viðtöl. Jóhann metur það svo að frekari gagnaöflun muni standa út árið 2017.
    Menningarráð - 61 Mennnigarráð þakkar Jóhanni Antonssyni fyrir komuna og upplýsingarnar. Jóhann Antonnsson mun koma aftur á fund ráðsins í apríl með skriflega verk og kostnaðaráætlun.
  • Árlegar styrkveitingar úr Menningarsjóði til umræðu. Menningarráð - 61 Samþykkt var að setja auglýsingu um styrkumsóknir í Menningarsjóð Dalvíkurbyggðar sem fyrst og mun umsóknarfrestur renna út 3. apríl. Sviðsstjóra falið að ganga frá því.
  • Undir þessum lið kom inn á fundinn Hjörleifur Hjartarson, kl 09:25. Tekið fyrir innsent erindi frá Hjörleifi um aðkomu sveitarfélagsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna.
    Hjörleifur óskar eftir framtíðarsýn hvað varðar fuglasýninguna og öll þau verkefni sem eru í gangi vegna Friðlands Svarfdæla.
    Menningarráð - 61 Menningarráð þakkar Hjörleifi Hjartarsyni fyrir komuna. Menningarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið leiti leiða um mótun og framtíðarsýn fyrir sýninguna Friðland fuglanna.
  • Lagt fram til kynningar. Menningarráð - 61 Menningarráð fagnar því að sveitarfélagið hefur hafið vinnu við mótun heildar stefnu sveitarfélagsins í fjölmenningarmálum.
  • Fyrir liggur að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar hefur sent umbeðin gögn til Minjastofnunar og að auki hefur Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvoll sent Minjastofnun gögn er lúta að skráningu á húsum byggðum fyrir 1950 í Dalvíkurbyggð. Menningarráð - 61 Lagt fram til kynningar bréf frá Minjastofnun.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Umhverfisráð - 288, frá 10.03.2017

Málsnúmer 1703004Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

4.liður.

5. liður.

6. liður.

7. liður.

10. liður.

11. liður.

13. liður.

15. sérliður á dagskrá.

16. sérliður á dagskrá.
  • 8.1 201702026 Þjónustukannanir
    Margrét Víkingsdóttir mun kynna niðustöðu þjónustukönnunar umhverfis- og tæknisviðs. Umhverfisráð - 288
  • Til umræðu bréf dags. 16. desember frá HNE vegna meðferðar á úrgangi í námu neðan við Hringsholt ásamt tillögum að úrbótum frá húseigendafélaginu dags. 17. febrúar 2017.
    Einnig er á dagskrá samvinna HNE og Dalvíkurbyggðar.
    Umhverfisráð - 288 Ráðið þakkar þeim Alfred og Vali fyrir gagnlega umræðu og leggur til að fulltrúar frá húseigendafélags Hringsholts ásamt fulltrúum frá HNE verði boðaðir á fund sem fyrst vegna þessa máls.
  • Til kynningar mánaðarlega stöðuskýrsla. Umhverfisráð - 288 Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Gunnsteinn Þorgilsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós mhl 20 að Sökku Svarfaðardal samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Þorleifur Kristinn Karlsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós mhl 15 að Hóli samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 8. mars 2017 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir sturtuhús mhl 02 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Þorsteinn K. Björnsson fyrir hönd Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar eftir leyfi til efnistöku í grjótnámu við Sauðanes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi til Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Til umræðu innsent erindi Hjörleifs Hjartarssonar frá 8. febrúar 2017 vegna aðkomu sveitarfélgsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna ásamt ársskýrslu 2016. Umhverfisráð - 288 Þar sem samningur Dalvíkurbyggðar við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla er í endurskoðun ásamt verndaráætlun fyrir svæðið eru ekki forsendur til að gera umsjónarsamning um Friðland Svarfdæla. Ráðið vill einnig benda á að samkomulagið við Náttúrusetrið á Húsabakka rann út 31.maí 2016 en var ekki sagt upp eins og fram kemur í innsendu erindi.
    Ráðið leggur áherslu á að gengið sé eftir því við Umhverfisstofnun að lokið sé við gerð samningsins svo hægt sé að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Friðlands Svarfdæla.
  • Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þakkar Orkusölunni fyrir sitt framlag. Ráðið leggur til að gert verði ráð fyrir að stöðinn verði sett upp á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Til kynningar viðbragðaáætlun frá Vegagerðinni dags. 21. febrúar 2017. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Múlaganga.
  • Til afgreiðslu umsókn Norðurorku dags.18.02.2017 um framkvæmdarleyfi í landi Syðri-Haga. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Til kynningar erindi frá Vegagerðinni dag. 23.febrúar 2017 vegna breytinga á fyrirkomulagi götulýsingar í þéttbýli. Umhverfisráð - 288 Sviðsstjóri upplýsir að engir misbrestir séu á greiðslum frá Vegagerðinni til handa sveitarfélagsins.
    Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 6. mars 2017 óskar Fjallabyggð eftir umsögn vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
  • Til kynningar fundargerð Svæðiskipulagsnefndar Eyjafjarðar Umhverfisráð - 288 Lagt fram til kynningar
  • Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar. Deiliskipulag í landi Snerru,Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.
    Lögð fram drög að deiliskipulagi í landi Snerru í Svarfaðardal ásamt greinagerð.

    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Deiliskipulag við Kirkjuveg á Dalvík

    Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. janúar 2017 með athugasemdafresti til 2. mars 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umsagnir lagðar fram til kynningar.
    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð samþykkir tillöguna ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 15. og 16. eru sérliðir á dagskrár, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningr í sveitarstjórn.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59, frá 10.03.2017

Málsnúmer 1702011Vakta málsnúmer

  • Í bréfi sem Hafnasamband Íslands sendi innanríkisráðherra þann 13. janúar sl. var óskað eftir staðfestingu á því hvert framlag ríkisins til framkvæmda í höfnum yrði árið 2017, en misvísandi upplýsingar höfðu fengist úr stjórnkerfinu.

    Þann 14. febrúar barst svar við ofangreindu erindi.

    Í kjölfar svarbréfsins var sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir væri að ræða í tölum ráðuneytisins.

    Svör Vegagerðarinnar voru eftirfarandi:

    "Eftirtalin verkefni er stefnt að farið verði í og að auki verkefni sem voru inn á samgönguáætlun árið 2016:

    Rifshöfn, endurbygging Norðurkants
    Siglufjörður, þekja og lagnir
    Hafnasamlag Norðurlands, dráttarbátur
    Vopnafjörður dýpkun innsiglingarrennu
    Þorlákshöfn dýpkun snúningssvæðis
    Grindavík, endurbygging Miðgarðs
    Hornafjörður o.fl. viðhaldsdýpkun"

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Lagt fram til kynningar.
  • Hönnun Austurgarðs er byrjuð og eru hér lagðar fram til kynningar teikningar af staðsetningu á þeim svæðum innan og utan hafnarinnar þar sem efnistaka mun eiga sér stað til fyllingar innan stálþils.
    Sveitarstjóri og sviðsstjóri eru búnir að funda með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála, á þeim fundum hefur komið fram að framkvæmdir við Austurgarð eru á samgönguáætlun 2015 - 2018.
    Vinna við Austurgarð hófst í árslok 2016 með hönnun og gerð útboðsgagna, 2017 er gert ráð fyrir niðurrekstri á stálþili, fylling undir þekju og flutningi á varnargarði og lok verksins verður á árinu 2018 með frágangi á þekju og lýsingu.
    Siglingasvið Vegagerðarinnar greiddi sinn hluta í kostnaði vegna þeirrar vinnu sem unnin var á árinu 2016 og er verkefnið því formlega hafið.
    Í þeim samtölum sem ofangreindir áttu við ráðherra kom fram að í fjárheimildum vegna hafnaframkvæmda á árinu 2018 mun verða gert ráð fyrir kostnaði vegna Austurgarðs og að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar muni þá fá greitt framlag ríkisins vegna framkvæmda á yfirstandandi ári.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að það feli byggðarráði að leita leiða til að tryggja að framkvæmdir við Austurgarð geti hafist sem fyrst.
  • Á fundinum var lagt fram minnisblað um aflagjald og álagningu þess sem Pacta lögmenn unnu fyrir Dalvíkurbyggð. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að fá álit stjórnar Hafnasambands Íslands á framlögðu minnisblaði frá Pacta og að stjórn sambandsins hlutist til um að hafnalögum verði breytt þannig að innheimta aflagjalds geti verið með sama hætti og verið hefur.
  • Með bréfi sem dagsett er 22. febrúar 2017 boðar Umhverfisstofnun að starfsmaður þess komi í reglubundið eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Fram kom einnig í bréfinu að slíkt eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum skal framkvæma að lágmarki á fimm ára fresti. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Lagt fram til kynningar.
  • 9.5 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 17. febrúar sl. í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Lögð fram til kynningar.
  • Ósk hefur komið um viðbótaraðstöðu vegna fjölgunar skipa sem gera út á ferðaþjónustu. Sú hugmynd hefur verið rædd að fjölga viðlegum í Dalvíkurhöfn með nýrri flotbryggju og "fingrum".
    Málefni um flotbryggjur er frestað til næsta fundar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð samþykkir að "fingur" verði komið fyrir á syðri flotbryggju samkvæmt tillögu yfirhafnavarðar og kostnaður færður á viðhaldslykil Hafnasjóðs. Sviðsstjóra falið að fá tilboð í "fingurinn".
  • Norðurorka, umsókn um leyfi til framkvæmda í landi Syðri-Haga, Dalvíkurbyggð. Um er að ræða borun eftir heitu vatni og lagfæring á mannvirkjum því tengdu. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemd við fram komna umsókn Norðurorku.
  • Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, óskar eftir umsögn veitna Dalvíkurbyggðar vegna lýsingar á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð skv 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Jörðin Snerra er í einkaeigu og hefur eigandi jarðarinnar áform um að vinna deiliskipulag innan skipulagsreitsins.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu á deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Svarfaðardal. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Frá 288. fundi umhverfisráðs; Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

Málsnúmer 201701034Vakta málsnúmer

Á 288. fundi umhverfisráðs þann 10. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar. Deiliskipulag í landi Snerru,Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Lögð fram drög að deiliskipulagi í landi Snerru í Svarfaðardal ásamt greinagerð.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

11.Frá 288. fundi umhverfisráðs þann 10.03.2017; Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalvík

Málsnúmer 201311291Vakta málsnúmer

Á 288. fundi umhverfisráðs þann 10. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Deiliskipulag við Kirkjuveg á Dalvík Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. janúar 2017 með athugasemdafresti til 2. mars 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umsagnir lagðar fram til kynningar.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

12.Rafræn íbúakönnun vegna golfvallar í fyrirhuguðu deiliskipulagi í fólkvangi Böggvisstaðafjalla - Niðurstaða úr könnun

Málsnúmer 201610012Vakta málsnúmer

Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:02. Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun. "Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna." Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi: 386 manns tóku þátt. "Já" sögðu 99 eða 25,65%. "Nei" sögðu 287 eða 74,35%

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum niðurstaðan verði kynnt á vefmiðlum sveitarfélagsins."



Til máls tóku:

Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:37.

Bjarni Th. Bjarnason.





Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis og Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá.

13.Sveitarstjórn - 289, frá 21.02.2017

Málsnúmer 1702008Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:42.

Fundi slitið - kl. 16:54.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs