Fræðsluráð - 214, frá 08.03.2017
Málsnúmer 1703001
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu:
2. liður.
-
Fræðsluráð - 214
Fræðsluráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum og felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja það síðan fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
-
Fræðsluráð - 214
Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með 5 atkvæðum.
Bókun fundar
Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:26.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
-
Fræðsluráð - 214
Fræðsluráð mælir samhljóða með að starfsmönnum allra skólanna standi slíkt til boða og gert verði ráð fyrir þessu við gerð næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn kl. 16:27.
-
Fræðsluráð - 214
Gísli Bjarnason gerði grein fyrir stöðunni í Dalvíkurskóla en þar var s.l. vor unnið samkvæmt þessu kerfi við útskrift 10. bekkjar.
-
Fræðsluráð - 214
Lagt fram til kynningar.
-
Fræðsluráð - 214
Gísli og Dóróþea gerðu nánari grein fyrir því sem verið er að gera. Fræðsluráð fagnar öflugu starfi vinnuhópsins og starfsfólks Dalvíkurskóla.
Bókun fundar
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.