Umhverfisráð - 288, frá 10.03.2017

Málsnúmer 1703004

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 290. fundur - 21.03.2017

Til afgreiðslu:

4.liður.

5. liður.

6. liður.

7. liður.

10. liður.

11. liður.

13. liður.

15. sérliður á dagskrá.

16. sérliður á dagskrá.
  • .1 201702026 Þjónustukannanir
    Margrét Víkingsdóttir mun kynna niðustöðu þjónustukönnunar umhverfis- og tæknisviðs. Umhverfisráð - 288
  • Til umræðu bréf dags. 16. desember frá HNE vegna meðferðar á úrgangi í námu neðan við Hringsholt ásamt tillögum að úrbótum frá húseigendafélaginu dags. 17. febrúar 2017.
    Einnig er á dagskrá samvinna HNE og Dalvíkurbyggðar.
    Umhverfisráð - 288 Ráðið þakkar þeim Alfred og Vali fyrir gagnlega umræðu og leggur til að fulltrúar frá húseigendafélags Hringsholts ásamt fulltrúum frá HNE verði boðaðir á fund sem fyrst vegna þessa máls.
  • Til kynningar mánaðarlega stöðuskýrsla. Umhverfisráð - 288 Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Gunnsteinn Þorgilsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós mhl 20 að Sökku Svarfaðardal samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Þorleifur Kristinn Karlsson eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós mhl 15 að Hóli samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 8. mars 2017 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir sturtuhús mhl 02 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar öll gögn vegna málsins hafa borist.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 7. mars 2017 óskar Þorsteinn K. Björnsson fyrir hönd Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar eftir leyfi til efnistöku í grjótnámu við Sauðanes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi til Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Til umræðu innsent erindi Hjörleifs Hjartarssonar frá 8. febrúar 2017 vegna aðkomu sveitarfélgsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna ásamt ársskýrslu 2016. Umhverfisráð - 288 Þar sem samningur Dalvíkurbyggðar við Umhverfisstofnun um Friðland Svarfdæla er í endurskoðun ásamt verndaráætlun fyrir svæðið eru ekki forsendur til að gera umsjónarsamning um Friðland Svarfdæla. Ráðið vill einnig benda á að samkomulagið við Náttúrusetrið á Húsabakka rann út 31.maí 2016 en var ekki sagt upp eins og fram kemur í innsendu erindi.
    Ráðið leggur áherslu á að gengið sé eftir því við Umhverfisstofnun að lokið sé við gerð samningsins svo hægt sé að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Friðlands Svarfdæla.
  • Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þakkar Orkusölunni fyrir sitt framlag. Ráðið leggur til að gert verði ráð fyrir að stöðinn verði sett upp á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Til kynningar viðbragðaáætlun frá Vegagerðinni dags. 21. febrúar 2017. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna Múlaganga.
  • Til afgreiðslu umsókn Norðurorku dags.18.02.2017 um framkvæmdarleyfi í landi Syðri-Haga. Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Til kynningar erindi frá Vegagerðinni dag. 23.febrúar 2017 vegna breytinga á fyrirkomulagi götulýsingar í þéttbýli. Umhverfisráð - 288 Sviðsstjóri upplýsir að engir misbrestir séu á greiðslum frá Vegagerðinni til handa sveitarfélagsins.
    Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 6. mars 2017 óskar Fjallabyggð eftir umsögn vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
  • Til kynningar fundargerð Svæðiskipulagsnefndar Eyjafjarðar Umhverfisráð - 288 Lagt fram til kynningar
  • Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar. Deiliskipulag í landi Snerru,Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.
    Lögð fram drög að deiliskipulagi í landi Snerru í Svarfaðardal ásamt greinagerð.

    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Deiliskipulag við Kirkjuveg á Dalvík

    Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. janúar 2017 með athugasemdafresti til 2. mars 2017. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umsagnir lagðar fram til kynningar.
    Umhverfisráð - 288 Umhverfisráð samþykkir tillöguna ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 15. og 16. eru sérliðir á dagskrár, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningr í sveitarstjórn.