Félagsmálaráð - 207, frá 14.03.2017
Málsnúmer 1703006
Vakta málsnúmer
-
Félagsmálaráð - 207
Félagsmálaráð hvetur þingmenn til að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum (86/2011) um verslun með áfengi og tóbak. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á aukna forvarnarfræðslu barna og unglinga í sveitarfélaginu. Rannsóknir benda til að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu meðal barna og unglinga. Alþingi hefur nýlega lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er þversagnarkennt að auðvelda aðgengi að áfengi sem ætla má að gæti haft neikvæð áhrif á líf og uppvöxt barna og ungmenna.
Bókun fundar
Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun félagsmálaráðs.
Guðmundur St. Jónsson.
Valdemar Þór Viðarsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Valdísar Guðbrandsdóttur, Bjarni Th. Bjarnason greiðir atkvæði á móti.
-
Félagsmálaráð - 207
Lagt fram til kynningar.
-
Félagsmálaráð - 207
Bókað í trúnaðarmálabók
-
Félagsmálaráð - 207
Bókað í trúnaðarmálabók
-
Félagsmálaráð - 207
Bókun fundar
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.