Menningarráð - 61, frá 02.03.2017

Málsnúmer 1702012

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 290. fundur - 21.03.2017



  • Jóhann Antonsson mætti undir þessum dagskrárlið og gaf munnlega stöðuskýrslu á framvindu verkefnisins. Fram kom að Jóhann hefur verið að skrifa undanfarið um Aðalstein Loftsson, útgerðarfélagið Röðul og Bjarma útgerðina sem nýtast munu sem heimildir í verkið. Jóhann hefur hafið undirbúning m.a. með því að ræða við fólk og undirbúa það með frekari viðtöl. Jóhann metur það svo að frekari gagnaöflun muni standa út árið 2017.
    Menningarráð - 61 Mennnigarráð þakkar Jóhanni Antonssyni fyrir komuna og upplýsingarnar. Jóhann Antonnsson mun koma aftur á fund ráðsins í apríl með skriflega verk og kostnaðaráætlun.
  • Árlegar styrkveitingar úr Menningarsjóði til umræðu. Menningarráð - 61 Samþykkt var að setja auglýsingu um styrkumsóknir í Menningarsjóð Dalvíkurbyggðar sem fyrst og mun umsóknarfrestur renna út 3. apríl. Sviðsstjóra falið að ganga frá því.
  • Undir þessum lið kom inn á fundinn Hjörleifur Hjartarson, kl 09:25. Tekið fyrir innsent erindi frá Hjörleifi um aðkomu sveitarfélagsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna.
    Hjörleifur óskar eftir framtíðarsýn hvað varðar fuglasýninguna og öll þau verkefni sem eru í gangi vegna Friðlands Svarfdæla.
    Menningarráð - 61 Menningarráð þakkar Hjörleifi Hjartarsyni fyrir komuna. Menningarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið leiti leiða um mótun og framtíðarsýn fyrir sýninguna Friðland fuglanna.
  • Lagt fram til kynningar. Menningarráð - 61 Menningarráð fagnar því að sveitarfélagið hefur hafið vinnu við mótun heildar stefnu sveitarfélagsins í fjölmenningarmálum.
  • Fyrir liggur að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar hefur sent umbeðin gögn til Minjastofnunar og að auki hefur Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvoll sent Minjastofnun gögn er lúta að skráningu á húsum byggðum fyrir 1950 í Dalvíkurbyggð. Menningarráð - 61 Lagt fram til kynningar bréf frá Minjastofnun.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.