Sveitarstjórn

276. fundur 19. janúar 2016 kl. 16:15 - 16:48 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar Íris Hauksdóttir mætti á fundinn í hennar stað.
1. varaforseti, Valdimar Viðarsson, stýrði fundi.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762, frá 17.12.2015.

Málsnúmer 1512009Vakta málsnúmer

  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.

    Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja má gera ráð fyrir að þeir fjármunir sem eftir eru á fjárhagsáætlun 2015 til snjómoksturs séu nánast uppurnir. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.000.000 á 10600-4948 vegna snjómoksturs í desember.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofagreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 10.000.000, vísað á lið 10600-4948 og til lækkunar á handbæru fé. Byggðaráð óskar eftir greiningu og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs fyrir næsta fund byggðaráðs. "

    Á fundinum fóru sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóri yfir greiningu þeirra og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs og hálkuvarna.

    Til umræðu ofangreint.

    Valur vék af fundi kl. 13:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762 Lagt fram til kynningar.
  • 1.2 201408038 Málefni Húsabakka
    Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf., Sigurjóna Ólöf Högnadóttir, og Elín Gísladóttir, stjórnarmaður í Húsabakka ehf., kl. 16:20, Á 756. fundi byggðaráðs þann 29. október 2015 var eftirfarandi bókað: "Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var minnisblað sveitarstjóra og framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. dagsett þann 8. júlí 2015 lagt fram til kynningar. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn erindi til ríkisins er varðar eignarhluta þess í byggingum á Húsabakka. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hefur verið aflað á milli funda. Lagt fram til kynningar. " Til umræðu ofangreint. Framkvæmdastjóri Húsabakka ehf. lagði fram samantekt til byggðaráðs, dagsett þann 5. nóvember 2015. Auðunn Bjarni, Sigurjóna og Elín viku af fundi kl. 16:56.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda hluthafafundi Húsabakka ehf. erindi fyrir hönd byggðaráðs í samræmi við umræður á fundinum."

    Hugmynd að samkomulagi við Húsabakka ehf. var send til stjórnar Húsabakka í bréfi dagsettu þann 18. nóvember 2015.
    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafbréf dagsett þann 14. desember 2015 sem er svar Húsabakka ehf. við ofangreindu erindi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur meðal annars að almennur hluthafafundur Húsabakka ehf. samþykkti að fela stjórn og framkvæmdarstjóra að ganga til samninga við Dalvíkurbyggð á grundvelli erindis frá 18/11 2015.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 13:58.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að vinna drög að samkomulagi við Húsabakka ehf. Stefnt skuli að því að drögin verði tekin fyrir á fundi byggðaráðs 7. janúar 2016.
  • 1.3 201512026 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762
  • 1.4 201512059 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763, frá 07.01.2016

Málsnúmer 1601003Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður a)

2. liður b)

3. liður b)

4. liður

5. liður

6. liður

  • 2.1 201408038 Málefni Húsabakka
    Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

    Á 762. fundi byggðaráðs þann 17. desember 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Hugmynd að samkomulagi við Húsabakka ehf. var send til stjórnar Húsabakka í bréfi dagsettu þann 18. nóvember 2015. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafbréf dagsett þann 14. desember 2015 sem er svar Húsabakka ehf. við ofangreindu erindi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur meðal annars að almennur hluthafafundur Húsabakka ehf. samþykkti að fela stjórn og framkvæmdarstjóra að ganga til samninga við Dalvíkurbyggð á grundvelli erindis frá 18/11 2015. Börkur Þór vék af fundi kl. 13:58. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að vinna drög að samkomulagi við Húsabakka ehf. Stefnt skuli að því að drögin verði tekin fyrir á fundi byggðaráðs 7. janúar 2016."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samkomulagi við Húsabakka ehf. um lok leigusamnings um húsnæði að Húsabakka, Svarfaðardal.

    Í 5. gr. samkomulagsins kemur fram að samhliða lokum leigusamnings þessa skal fara fram uppgjör milli aðila á grundvelli 4. gr. leigusamningsins vegna varanlegra breytinga innandyra sem gerðar hafa verið með samþykki leigusala og leigutaki hefur greitt fyrir, sem og vegna lausafjár sbr. 10. gr. leigusamningsins, ef við á. Gert er ráð fyrir að með samkomulaginu fylgi skjal sem er tæmandi yfirlit yfir breytingar og endurbætur sem leigusali greiðir leigutaka fyrir, ásamt sundurliðun.

    Börkur Þór og Þorsteinn kynntu yfirferð þeirra á þeim breytingum og endurbótum sem gerðar hafa verið á húsnæði Húsabakka á leigutíma og í drögum að fylgiskjali kemur fram mat þeirra á hvaða viðhaldsframkvæmdir falla undir skilgreiningu 4. gr. leigusamningsins og fjárhæðir.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:22
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við stjórn Húsabakka ehf. á grundvelli draga að samkomulagi um lok leigusamningsins og á grundvelli greinargerðar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs.
    Stefnt skuli að því að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.
  • Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2011 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Kristínu A. Símonardóttir um ofangreint erindi með tilliti til gildandi leigusamnings um Sigtún. Það er vilji byggðaráðs að auglýsa eignina til sölu og óskar eftir verðmati á Sigtúni."

    a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samkomulagi um riftun leigusamnings, dagsett þann 21. desember 2015, sem Kristín Aðalheiður Símonardóttir hefur undirritað f.h. Gísla, Eiríks og Helga ehf.

    b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig tillaga að auglýsingu vegna sölu á Sigtúni, Grundargötu 1, sem og að fasteignasölunni Hvammi verði falið að auglýsa eignina til sölu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samkomulagi um riftun leigusamnings á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um húsnæðið við Grundargötu 1, eins og það liggur fyrir.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir en án allra kvaða, ásamt því að fela fasteignasölunni Hvammi að auglýsa eignina til sölu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilboðsfrestur verði til og með 31. janúar 2016.
    Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 759. fundi byggðaráðs þann 20. nóvember 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í áfanga 1 í samræmi við það sem fram kemur í drögum að lýsingu frá KPMG. Áfanga 2 og frekari vinnu er vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar 2015 fyrir áfanga 1. Upplýst var á fundinum að fyrir liggja frumdrög frá KPMG. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi:
    a) Skýrsla KPMG um greiningu og samanburð á tekjum og kostnaði sveitarfélaga, skil desember 2015, áfangi #1.
    b) Tillaga frá KPMG um næstu skref hvað varðar áfanga #2.
    Áfangi 2


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 a) Rætt var um ferli kynningar á skýrslunni.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að áfanga #2 eins og hann liggur fyrir.
    c) Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna næstu skref, áfanga #2, í framkvæmdastjórn.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar 3. lið b).
  • Undir þessum lið véku sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og formaður byggðaráðs af fundi vegna vanhæfis kl. 14:13. Varaformaður Kristján Guðmundsson tók við fundarstjórn.

    Á 757. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember 2011 var eftirfarandi bókað undir máli 201511012 Uppsögn á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
    "Tekið fyrir erindi frá Hildi Ösp Gylfadóttur, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, rafpóstur dagsettur þann 19. október 2015, þar sem hún segir starfi sínu lausu.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs laust til umsóknar.
    Byggðaráð þakkar Hildi Ösp fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar."

    Starfið var auglýst laust til umsóknar í gegnum Capacent. Umsóknarfrestur var til og með 7. desember eftir framlengingu og sóttu 17 aðilar um starfið.

    Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sátu sveitarstjóri og formaður fræðsluráðs, Lilja Björk Ólafsdóttir, þau viðtöl sem tekin voru við þá umsækjendur sem ákveðið var að boða í viðtöl.

    Sveitarstjóri leggur til við byggðaráð að Hlynur Sigursveinsson verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Hlynur Sigurveinsson verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:17.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl. 14:31.

    Á 760. fundi byggðaráðs þann 3. desember 2015 samþykkt sú tillaga að ganga til samninga við Nýherja um Rent-A -Prent prentlausn.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Nýherja um ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með þeirri breytingu að sett verði inn uppsagnarákvæði eftir 3 ár. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:18.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016 voru laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir fyrir árið 2016 ekki ákveðin þar sem ekki lágu fyrir forsendur kjarasamninga en laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir hafa fylgt breytingum samkvæmt kjarasamningi KJALAR og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu útreikningar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á launum kjörinna fulltrúa og fundaþóknunum út frá nokkrum forsendum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Byggðaráð samþykkir samhljóða 3 atkvæðum að leggja til eftirfarandi tillögu:
    Laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir hækki um 9,17% 1.1.2016 og svo um 5,5% þann 1.6.2016 skv.kjarasamningi KJALAR við Samband íslenskra sveitarfélaga.
    Laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir verða tengdar við launaflokk 133, grunnlaun, skrifstofumaður IV.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 16. desember 2015, þar sem óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna við Eyjafjörð um hvernig rétt þyki að standa að tilnefningu fulltrúa þeirra í stjórn Legatsjóðs Jón Sigurðssonar. Sjóðurinn starfar á grundvelli skipulagskrár og er markmið og tilgangur sjóðsins að styðja bágstadda á Eyjafjarðarsvæðinu á grundvelli ávöxtunar eigna sjóðsins og fjármagnstekna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til stjórnar Eyþings.
  • Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, bréf dagsett þann 17. desember 2015, þar sem fram kemur að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga í sinni núverandi mynd tók til starfa 1. janúar 19990 í kjölfar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn annast allar greiðslur framlaga til sveitarfélaga, bókun fylgiskjala og ársuppgjör.

    Þann 1. janúar s.l. urðu þær breytingar á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að framangreindir verkþættir, þ.e. greiðslur framlaga til sveitarfélaga, bókun fylgiskjala og uppgjör sjóðsins, munu alfarið flytjast til Fjársýslu ríkisins.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, bréf dagsett þann 17. desember 2015, þar sem fram kemur að á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í lok september s.l. kom fram að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefði frá yfirfærslu grunnskólans verið gerður upp bæði á rekstrar- og greiðslugrunni. Á rekstrargrunni hafa verið gerð upp þau framlög sjóðsins er byggja á lögbundnum framlögum frá ríki. Á greiðslugrunni hafa hins vegar verið gerð upp þau framlög sjóðsins er byggja á hlutdeild sjóðsins á álagningarstofni útsvars, þ.e. framlög vegna yfirfærsku grunnskólans og framlög vegna þjónustu við fatlað fólk þegar þau koma til.

    Fram kemur að ákveðið var að færa uppgjör þeirra framlaga sjóðsins er tengjst yfirfærslunum báðum á rekstrargrunn til samræmis við færslu sveitarfélaganna á tekjum af staðgreiðslunni. Þetta hefur í för með sér að uppgjör framlaga sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ársins 2015 mun ekki liggja fyrir hjá sjóðnum fyrr enn um mánaðarmótin janúar/febrúar 2016.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 21. desember 2015, þar sem fram kemur að velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almennar íbúðar, nr. 435. Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. janúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 21. desember 2015, þar sem fram kemur að velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigulög, 399. mál.

    Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. janúar n.k.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 21. desember 2015, þar sem velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um húsnæðisbætur, 407. mál.

    Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. janúar 2016.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 23. desember 2015, þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds.

    Þessi lagabreyting skiptir eingöngu máli fyrir þau sveitarfélög sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti frá Eyþingi dagsettum þann 21. desember 2015 fylgir fundargerð stjórnar Eyþings frá 8. desember s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2015 fylgja með fundargerðir stjórnar Sambandsins nr. 833 og nr. 834.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 763 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 764, frá 14.01.2015

Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

4. liður.

5. liður a)

5. liður b)
  • 3.1 201408038 Málefni Húsabakka
    Á 763. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við stjórn Húsabakka ehf. á grundvelli draga að samkomulagi um lok leigusamningsins og á grundvelli greinargerðar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs. Stefnt skuli að því að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins."

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir símafundi með framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. þann 12. janúar s.l. en þann fund sátu einnig sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs, en framkvæmdastjóri og stjórn Húsabakka ehf. hafa fengið til sín drög að samkomulagi um lok á leigusamningi sem og yfirferð sviðsstjóranna á þeim viðhaldsframkvæmdum sem gerðar hafa verið á leigutímanum, byggt á gögnum frá Húsabakka ehf. annars vegar og hins vegar úr bókhaldi Dalvíkurbyggðar, málakerfi sveitarfélagsins og upplýsingum frá starfsmönnum.

    Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir samskiptum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. eftir símafundinn sem og að gert er ráð fyrir fundi í næstu viku með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. til að ræða ofangreint með því markmiði að ná samkomulagi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 764 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs og Guðmundur St. Jónsson sitji ofangreindan fund ásamt sveitarstjóra.
  • 3.2 201601049 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 764
  • 3.3 201601051 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 764
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:06 og varaformaður tók við fundarstjórn.

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kom inn á fundinn undir þessum lið, kl. 14:07.

    "Á 200. fundi fræðsluráðs þann 11. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins.
    Gunnþór kom inn á fundinn 8:25 Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24. "

    Til umræðu staða mála hvað varðar skólastarf í Árskógarskóla.

    Gunnþór vék af fundi kl. 14:27.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 764 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka og felur skólastjóra Árskógarskóla að finna svigrúm innan ramma skólans, vísað á deild 04240. Bókun fundar Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:21.

    Valdís Guðbrandsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Gunnþór kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:29 og tók við fundarstjórn.

    Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:
    "Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar, sbr. 723. fundur og sbr. 736. fundur. Til umræðu ofangreint."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 764 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leita eftir því við viðskiptabanka sveitarfélagsins, sem er nú Landsbankinn á Dalvík, hvaða ávöxtun sveitarfélaginu stendur nú til boða.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð tillögu að verkferli sem tekur meðal annars á umboði sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar ávöxtun á innistæðum sveitarfélagsins. Horfa þarf til 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna og laga nr. 55 frá 31. maí 2011, um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum.
    Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 16:23.

    a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Byggðaráð fór, ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, í heimsókn í Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafn Svarfdæla. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 764 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 15, 13.01.2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður

2. liður
  • Mættir á fundinn kl. 13:10 eru Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson.

    Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar. Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi samþykkt:

    "a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.

    b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.

    c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."

    Sveitarstjórn fjallað síðan um málið á síðasta fundi sínum og bókaði eftirfarandi:

    "a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta um að þessum lið verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar og að upplýsingafulltrúa verði falið á milli funda að kanna hug ferðaþjónustuaðila og koma með tillögu að útfærslu.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs.
    c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs."

    Á fund ráðsins hafa verið boðaðir ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð með það að markmiði að fá fram þeirra sjónarmið varðandi framtíðarskipulag og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Dalvíkurbyggð.

    Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson yfirgefa fund kl. 14:15.



    Atvinnumála- og kynningarráð - 15 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum eftirfarandi tillögu við sveitarstjórn:

    Að fallið verði frá öllum tillögum ráðsins sem fyrir sveitarstjórn liggja og var fjallað um á síðasta fundi hennar nr. 275 sbr. neðangreint:

    3.4 201508086 - Upplýsingamiðstöð - framtíðarskipulag
    "a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.
    b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
    c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykktir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipulag upplýsingamiðstöðvar árið 2016 verði óbreytt og í samræmi við samþykkta starfs- og fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarna Th. Bjarnason.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  • Tekið fyrir erindi dagsett 9. desember 2015 frá Markaðsstofu Norðurlands(MN) þar sem hún fer þess á leit að samstarfssamningur á milli MN og Dalvíkurbyggðar verði endurnýjaður en fyrri samningur rann út nú um áramótin. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir helstu þætti í starfi MN á síðasta ári. Atvinnumála- og kynningarráð - 15 Atvinnumála og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að samstarfssamingur milli Markaðsstofu Norðurlands og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur.
  • Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningaráðs samþykkti ráðið að auðlindastefna yrði hluti af vinnu við atvinnustefnu sveitarfélagsins og upplýsingafulltrúa var falið að boða til fyrsta vinnufundar. Sá fundur fór fram 12. janúar og fór upplýsingafulltrúi yfir umræður þess fundar. Upplýsingafulltrúi fer einnig yfir helstu niðurstöður atvinnulífskönnunar ársins 2015 en drög að skýrslu með niðurstöðum er nú að verða tilbúin.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 15 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að halda opinn fund í byrjun mars á þessu ári þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar ásamt vinnu við atvinnu- og auðlindastefnu. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

5.Félagsmálaráð - 194, frá 15.12.2015

Málsnúmer 1512005Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

9. liður
  • 5.1 201512018 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201512018 Félagsmálaráð - 194 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.2 201511090 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201511090 Félagsmálaráð - 194 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.3 201512061 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201512061 Félagsmálaráð - 194 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.4 201512060 Trúnaðarmál
    Skráð í trúnaðarmálabók Félagsmálaráð - 194 Skráð í trúnaðarmálabók
  • 5.5 201512025 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201512025 Félagsmálaráð - 194 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.6 201512062 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Félagsmálaráð - 194
  • Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 18. nóvember 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis, en óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Félagsmálaráð - 194 Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri lagði fram rafbréf dags. 8. desember 2015 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, hag- og upplýsingasviði þar sem kynnt er upplýsingahefti um helstu lykiltölur við rekstur sveitarfélaga. Félagsmálaráð - 194 Lagt fram til kynningar.
  • 5.9 201509140 Gjaldskrár 2016
    Félagsmálastjóri fór yfir gjaldskrár sviðsins fyrir árið 2016. Gert er ráð fyrir 3% hækkun. Félagsmálaráð - 194 Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrárnar eins og þær liggja fyrir. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

6.Félagsmálaráð - 195, frá 12.01.2016

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

  • 6.1 201512088 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201512088 Félagsmálaráð - 195 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 6.2 201601035 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201601035 Félagsmálaráð - 195 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 6.3 201601034 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201601034 Félagsmálaráð - 195 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 6.4 201601036 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201601036 Félagsmálaráð - 195 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 21.desember 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis, en óskað er umsagnar um frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407.mál. Félagsmálaráð - 195 Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 21.desember 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis, en óskað er umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399.mál. Félagsmálaráð - 195 Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 21.desember 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis, en óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435.mál. Félagsmálaráð - 195 Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri fór yfir hvar vinnan er stödd með Mannréttindastefnuna og leggur til að þær sem eftir eru í starfshópnum sem skipaður var á sínum tíma, Hildur Birna Jónsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir, haldi áfram þeirri vinnu. Félagsmálaráð - 195 Félagsmálaráð samþykkir að Hildur og Þórhalla haldi áfram vinnunni og verði komin með ný drög á næsta fund ráðsins. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

7.Fræðsluráð - 200, frá 11.01.2016

Málsnúmer 1512010Vakta málsnúmer

  • Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins. Fræðsluráð - 200 Gunnþór kom inn á fundinn 8:25
    Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

    Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24.
  • Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Kátakots, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla gerðu grein fyrir stöðu innleiðingar Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í sínum skólum. Staðan í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar verður tekin á næsta fundi ráðsins. Með fundarboði fylgdu upplýsingar um gang innleiðingar hvers skóla. Fræðsluráð - 200 Fræðsluráð þakkar skólunum fyrir gott starf, skólastjórunum fyrir upplýsingarnar og hvetur skólana til áframhaldandi innleiðingar.
  • 7.3 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 12. og 13. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 200 Gísli Bjarnason skólastjóri fór yfir helstu verkefni hópsins en næsti fundur hópsins er í dag.

    Fræðsluráð þakkar kærlega fyrir upplýsingarnar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir fjölda leyfisveitinga í Dalvíkurskóla á þessu skólaári og hvernig hefur gengið að framfylgja gildandi reglum þar um. Fræðsluráð - 200 Fræðsluráð óskar eftir nánari upplýsingar um leyfisveitingar haustsins og verður það tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
  • 7.5 201601016 Önnur mál
    Hildur Ösp Gylfadóttir fráfarandi sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar fór yfir það helsta sem er á döfinni og huga þarf að á næstu mánuðum varðandi fræðslumálin í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð - 200 Fræðsluráð þakkar Hildi Ösp fyrir upplýsingarnar og ítrekar þakkir sínar til hennar fyrir vel unnin störf í þágu fræðslumála í Dalvíkurbyggð á undanförnum árum. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 74, frá 05.01.2016.

Málsnúmer 1601001Vakta málsnúmer

  • 8.1 201512086 Skrifstofa UMSE
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 74 Rætt um staðsetningu á skrifstofu UMSE. Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í þær hugmyndir að skrifstofa UMSE verði á Dalvík en finnst mikilvægt að allar hliðar á því máli verði ræddar og yfirfarnar áður en ákvörðun um slíkt yrði tekin, þar sem kostir og gallar verði skoðaðir. Íþrótta- og æskulýðsráð felur því íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að boða stjórn UMSE ásamt framkvæmdarstjóra á næsta fund íþrótta- og æskulýðsráðs þar sem þessi mál verði rædd. Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 74 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 17:10.
    Afhentir voru styrkir úr afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2015. Eftirtaldir aðilar fengu styrk:


    Hjörleifur H. Sveinbjarnarson
    Viktor Hugi Júlíusson
    Helgi Halldórsson
    Arnór Snær Guðmundsson
    Ólöf María Einarsdóttir
    Guðni Berg Einarsson
    Amanda Guðrún Bjarnadóttir
    Guðfinna Eir Þorleifsdóttir
    Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
    Bríet Brá Bjarnadóttir

    Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS, Golklúbburinn Hamar, Skíðafélag Dalvíkur og Hestamannafélagið Hringur fengu styrk til að halda úti fræðsluakademíu fyrir ungt íþróttafólk í Dalvíkurbyggð.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 74 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 17:10. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

    Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð þeim að þiggja veitingar.
    Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson nemandi í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar flutti lag á harmonikku.
    Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.

    Að því loknu flutti Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, nemandi í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar annað lag.

    Að því loknu skrifaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi undir styrktarsamninga við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð til næstu 4 ára.

    Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar:

    Alls tilnefndu 4 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2015:
    Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur
    Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
    Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán
    Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar

    Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015 er Ólöf María Einarsdóttir kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.

    Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Ólöfu Maríu til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2015.

    Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og Hjörleifi Helga fyrir tónlistarflutning í athöfninni.

    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
    Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

9.Menningarráð - 55, frá 17.12.2015

Málsnúmer 1512008Vakta málsnúmer

  • Menningarráð - 55 Menningarráð færir Hildi Ösp bestu þakkir fyrir störf hennar að menningarmálum í Dalvíkurbyggð, þakkar henni samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
  • Á síðasta fundi fól Menningarráð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Dalvíkurbyggðar. Menningarráð - 55 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Guðmundur St. Jónsson.
  • Á síðasta fundi óskaði Menningarráð eftir því við forstöðumann Byggðasafnsins að skoða með hvaða hætti væri best að varðveita sýningarvélar sem staðsettar eru í Ungó.
    Forstöðumaður skoðaði aðstöðu og telur að um mikil menningarverðmæti sé að ræða. Leitaði hún eftir áliti frá Kvikmyndasafni Íslands. Þar kemur fram að í sögulegu tilliti sé best að hafa vélarnar á sínum upprunalega stað. Sýningarklefinn á Dalvík er sennilega einn elsti óbreytti sýningarklefi landsins.

    Ljósmynda þyrfti klefann betur til að varðveita heimildir um hann ef svo færi að hann yrði tekinn niður. Kvikmyndasafn Íslands hefur mikinn áhuga á að fá að fylgjast með framvindu þessa merkilega menningarmálefnis á Dalvík.
    Menningarráð - 55 Menningarráð tekur undir með því sem fram kemur í bréfi frá Kvikmyndasfni Íslands og vill skoða leiðir til að sýningarvélarnar getir verið áfram á upprunalegum stað.
  • Menningarráð - 55 Menningarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér vinnu við að afla munnlegra heimilda vegna undirbúnings við ritun sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.
    Í áætlun ársins 2015 er óráðstafað um 600.000 úr styrktarsjóði og vegna verkefna sem ekki verða á árinu og leggur til að þessir fjármunir verði notaðir vegna ofangreindrar heimildaröflunar.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  • Héraðsskjalavörður óskar eftir því að stöðuhlutfall það sem nýtt hefur verið í verkefnið "Vísnavefurinn Haraldur" þ.e. 30 % staða verði áfram til staðar og sérstaklega með skráningu á ljósmyndum og meðferð þeirra í huga. Menningarráð - 55 Stöðuhlutfallið er ekki inn í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og samþykkir Menningarráð að vísa þessu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
  • Farið var yfir núgildandi erindisbréf Menningarráðs. Menningarráð - 55 Afgreiðslu frestað
  • 9.7 201512067 jólasveinabúningar
    Menningarráð - 55 Bent hefur verið á að halda þurfi áfram að endurnýja jólasveinabúninga. Menningarráð samþykkir að keyptir verði 4 jólasveinabúningar. Kaupin rúmast innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Bókun fundar Vísað á lið 05810-9110 í fjárhagsáætlun 2015.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 42, frá 16.12.2015

Málsnúmer 1512007Vakta málsnúmer

  • Á seinasta hafnasambandsþingi var töluvert rætt um kynningu á starfsemi hafna og hvernig megi auka jákvæða ímynd þeirra. Þingið samþykkti svo ályktun um að mikilvægt væri að kynna starfsemi hafna með jákvæðum hætti gagnvart almenningi og fyrirtækjum.

    Stjórn Hafnasambands Íslands hefur tekið málið fyrir og ákveðið að óska eftir upplýsingum frá aðildarhöfnum til að kortleggja það sem nú þegar er verið að gera. Því er óskað eftir upplýsingum um öll þau verkefni sem hafnasjóður kemur að og snýr að kynningu á höfninni, eða því að bæta jákvæða ímynd hafna og sem og annað þessu tengdu. Sem dæmi er nefnt kynnisferðir fyrir nemendur, kynningarfundir fyrir íbúa, opið hús, hafnardagar og fleira.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 42 Sviðsstjóra falið að setja saman texta og senda á fundarmenn til staðfestingar áður en hann er áframsendur á Hafnasambandið. Einnig kom fram að nauðsynlegt er að uppfæra upplýsingar á heimasíðu Hafnasjóðs.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð 379. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 16. nóvember sl.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 42 Lögð fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu voru umsagnir á skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulag Dalvíkurhafnar. Ráðsmenn kynntu sér þær athugasemdir sem borist hafa. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 42 Lagt fram til kynningar.
  • Formaður veitu- og hafnaráðs kynnti fyrir ráðsmönnum þær viðræður sem átt hafa sér stað síðan þetta málefni var síðast til umræðu á fundi ráðsins. Lagt var fram á fundinum "Minnisblað vegna mögulegrar sameiningar Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkur". Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 42 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

11.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerð stjórnar frá 21.12.2015, til kynningar.

Málsnúmer 201502082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.



Enginn tók til máls um fundargerðina.

12.Sveitarstjórn - 275, frá 15.12.2015; til kynningar

Málsnúmer 1512006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:48.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs