Veitu- og hafnaráð

42. fundur 16. desember 2015 kl. 07:30 - 10:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um upplýsingar frá hafnasjóðum

Málsnúmer 201511106Vakta málsnúmer

Á seinasta hafnasambandsþingi var töluvert rætt um kynningu á starfsemi hafna og hvernig megi auka jákvæða ímynd þeirra. Þingið samþykkti svo ályktun um að mikilvægt væri að kynna starfsemi hafna með jákvæðum hætti gagnvart almenningi og fyrirtækjum.



Stjórn Hafnasambands Íslands hefur tekið málið fyrir og ákveðið að óska eftir upplýsingum frá aðildarhöfnum til að kortleggja það sem nú þegar er verið að gera. Því er óskað eftir upplýsingum um öll þau verkefni sem hafnasjóður kemur að og snýr að kynningu á höfninni, eða því að bæta jákvæða ímynd hafna og sem og annað þessu tengdu. Sem dæmi er nefnt kynnisferðir fyrir nemendur, kynningarfundir fyrir íbúa, opið hús, hafnardagar og fleira.



Sviðsstjóra falið að setja saman texta og senda á fundarmenn til staðfestingar áður en hann er áframsendur á Hafnasambandið. Einnig kom fram að nauðsynlegt er að uppfæra upplýsingar á heimasíðu Hafnasjóðs.

2.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 379. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 16. nóvember sl.



Lögð fram til kynningar.
Börkur Þór Ottósson kom til fundar kl. 8:57 og vék af fundi kl. 9:44.

3.Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 201511062Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu voru umsagnir á skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulag Dalvíkurhafnar. Ráðsmenn kynntu sér þær athugasemdir sem borist hafa.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Formaður veitu- og hafnaráðs kynnti fyrir ráðsmönnum þær viðræður sem átt hafa sér stað síðan þetta málefni var síðast til umræðu á fundi ráðsins. Lagt var fram á fundinum "Minnisblað vegna mögulegrar sameiningar Hafnasamlags Norðurlands og Hafnasjóðs Dalvíkur".
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs