Á seinasta hafnasambandsþingi var töluvert rætt um kynningu á starfsemi hafna og hvernig megi auka jákvæða ímynd þeirra. Þingið samþykkti svo ályktun um að mikilvægt væri að kynna starfsemi hafna með jákvæðum hætti gagnvart almenningi og fyrirtækjum.
Stjórn Hafnasambands Íslands hefur tekið málið fyrir og ákveðið að óska eftir upplýsingum frá aðildarhöfnum til að kortleggja það sem nú þegar er verið að gera. Því er óskað eftir upplýsingum um öll þau verkefni sem hafnasjóður kemur að og snýr að kynningu á höfninni, eða því að bæta jákvæða ímynd hafna og sem og annað þessu tengdu. Sem dæmi er nefnt kynnisferðir fyrir nemendur, kynningarfundir fyrir íbúa, opið hús, hafnardagar og fleira.