Atvinnumála- og kynningarráð - 15, 13.01.2016
Málsnúmer 1601005
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu:
1. liður
2. liður
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 15
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum eftirfarandi tillögu við sveitarstjórn:
Að fallið verði frá öllum tillögum ráðsins sem fyrir sveitarstjórn liggja og var fjallað um á síðasta fundi hennar nr. 275 sbr. neðangreint:
3.4 201508086 - Upplýsingamiðstöð - framtíðarskipulag
"a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.
b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."
Atvinnumála- og kynningarráð samþykktir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipulag upplýsingamiðstöðvar árið 2016 verði óbreytt og í samræmi við samþykkta starfs- og fjárhagsáætlun.
Bókun fundar
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Bjarna Th. Bjarnason.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 15
Atvinnumála og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að samstarfssamingur milli Markaðsstofu Norðurlands og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur.
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 15
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að halda opinn fund í byrjun mars á þessu ári þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar ásamt vinnu við atvinnu- og auðlindastefnu.
Bókun fundar
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.