Sveitarstjórn

278. fundur 15. mars 2016 kl. 16:15 - 17:18 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768, frá 18.02.2016.

Málsnúmer 1602010FVakta málsnúmer

  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi áskorun af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal, 18 manns úr dölunum mættu. Fundurinn var haldinn sunnudaginn 7. febrúar s.l. að Rimum. Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs sóttu fundinn ásamt umhverfisstjóra sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar.

    a) Fundarfólk skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að beita sér fyrir því að vegir í fram-Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag.

    b) Fundarfólk skorar ennfremur á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum.

    c) Að lokum skorar fundarfólk á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar.

    Á 273. fundi umhverfisráðs þann 11. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Pálmi Þorsteinsson frá Vegagerðinni og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu á fundinn kl 09:00 undir þessum lið.
    1. 201301032 - Samningur við Vegargerðina. Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í Dalvíkurbyggð.
    Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016.
    Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar.
    Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund.

    Pálmi og Valur viku af fundi kl 09:55"

    Til umræðu ofangreint.

    Valur Þór vék af fundi kl. 13:30.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Vegagerðarinnar sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglur Dalvíkurbyggðar um heimreiðamokstur verði óbreyttar.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Íslandspósts vegna póstþjónustu, sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.
    Bókun fundar 1. liður b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 273. fundi umhverfisráðs þann 12. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Til umræðu tillaga slökkviliðsstjóra á leiðum til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa.
    Umhverfisráð þakkar Vilhelmi Antoni fyrir greinargóðar skýringar og leggur til við byggðarráð að framlögð gjaldtaka verði innleidd vegna vöktunar á brunaviðvörunarkerfum stofnana."

    Til umræðu ofangreint og framlögð tillaga að gjaldtöku.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu slökkviliðsstjóra og umhverfisráð til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017-2020.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að slökkviliðsstjóri hafi heimild til að senda reikninga á stofnanir Dalvíkurbyggðar vegna útkalla í samræmi við raunkostnað.
    Bókun fundar 2. liður a): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    2. liður b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • 1.3 201602045 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagmálasviðs, kl. 13:44.

    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Eyrún og Börkur Þór viku af fundi kl. 14:02.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tilboð frá Erninum um endurnýjun líkamsræktartækja. Tilboðið hljóðar upp á að fá búnað á endurnýjunaráætlun árið 2016 og 2017 afhentan strax en greiða sem nemur 3.100.000.- í ár, sem er í fjárhagsáætlun og 3.000.000.- í byrjun árs 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði veitt heimild til kaupana á þessu ári og þessar þrjár milljónir verði settar á áætlun og greiddar árið 2017." Á starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 4.000.000 á lið 06500-2810 vegna endurnýjunar á líkamsræktartækjum og búnaði. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:17.
    Afgreiðslu frestað."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. febrúar 2016 um ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
  • a) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., dagsett þann 2. febrúar 2016, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta Akureyrarkaupstaðar og sveitarfélagið hefur tekið tilboðinu.

    Dalvíkurbyggð er hér með boðið að nýta forkaupsrétt sinn í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu. Frestur til að ganga inn í tilboðið er til 1. apríl 2016.

    b) Tekið fyrir erindi frá KEA svf., bréf dagsett þann 2. febrúar 2016, þar sem meðfylgjandi er kauptilboð í hlut Dalvíkurbyggðar í Tækifæri á sömu kjörum og viðskipti við Akureyrarkaupstað eru byggð á.

    Samkvæmt ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 var eignarhluti Dalvíkurbyggðar í Tækifæri hf. 1,1% að nafnvirði kr. 6.897.000 en bókfært verð kr. 12.178.000.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýtir sér ekki forkaupsréttinn.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna tilboðinu.
    Bókun fundar 5. liður a): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    5. liður b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:40.

    Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 10. febrúar 2016, er varðar ósk Golfklúbbsins Hamars um við ræður við Dalvíkurbyggð um framtíð golfvallamála í Dalvíkurbyggð.

    Fram kemur að nú í byrjun ársins 2016 kom út skýrsla þar sem bornir eru saman möguleikar á áframhaldandi uppbyggingu golfvallar í Arnarholti, Svarfaðardal, á móti þeim möguleika að ráðast í byggingu nýs golfvallar í fólkvangi Dalvíkurbyggðar út frá skíðaskálanum Brekkuseli. Skýrslan var unnin af Edwin Roald, golfvallahönnuði.

    Golfklúbburinn Hamar óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að ræða helstu niðurstöður skýrslunnar og hver séu næstu skref í golfvallamálum félagsins.

    Fram kemur einnig að félagið telur æskilegt að þessi fundur verði haldinn sem fyrst og í framhaldi verði skýrslan gerð opinber.

    Fram kom á fundi byggðaráðs að umbeðinn fundur var haldinn kl. 17:30 mánudaginn 15. febrúar s.l.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að heimila að ofangreind skýrsla verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins að ósk Golfklúbbsins. Vísað til upplýsingafulltrúa.

  • Guðmundur St. Jónsson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 15:03.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 5. febrúar 2016, þar sem fram kemur að nú sé komið að því að staðfesta aðild sveitarfélaga að rammasamningakerfi ríksins 2016. Ef Dalvíkurbyggð hefur hug á að nýta sér áfram rammasamninga ríksins þá þarf að tilkynna það til Ríkiskaupa í allra síðasta lagi fyrir 24. febrúar 2016.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi aðild Dalvíkurbyggðar að rammasamningum ríksins.
  • Tekið fyrir afrit af bréfi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Varasjóðs húsnæðismála, bréf dagsett þann 3. febrúar 2016, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. janúar 2016 var lögð fram bókun byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 3. desember 2015 vegna afgreiðslu á umsókn ráðgjafarnefndar Varasjóðs húsnæðismála frá 11. nóvember 2015 á umsókn um framlag vegna sölu á félagslegri eignaríbúð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar beinir því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir lausn á þessu máli, því um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Dalvíkurbyggð og fleiri sveitarfélög í sömu stöðu.

    Eftirfarandi var samþykki af stjórn Sambandsins:
    "Framkvæmdastjóra falið að ræða við stjórn Varasjóðs húsnæðismála með það markmiði að fundin verði lausn á vanda Dalvíkurbyggðar."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
  • Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 9. febrúar 2015, þar sem meðfylgjandi er staðgreiðsluuppgjör fyrir árið 2015. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 768 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgeiðslu.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769, frá 25.02.2016

Málsnúmer 1602011FVakta málsnúmer

  • 2.1 201405189 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

    Umfjöllun og afgreiðslu byggðaráðs bókuð í trúnaðarmálabók.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769
  • Á 44. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Tengir hf. hefur hug á að ljósleiðaravæða þéttbýlið á Dalvík með samningi þar um. Í fyrstu grein samningsins segir: "Dalvíkurbyggð og Tengir hf. gera með sér samning um að Tengir hf. taki að sér þær verklegar framkvæmir á næstu mánuðum og árum sem hafa það að leiðarljósi að heimilum og fyrirtækjum á Dalvík verði gefinn kostur á aðgengi að ljósleiðaraneti Tengis hf. Þessi framkvæmd verður gerð út frá fjárhagslegum forsendum Tengis hf.." Farið er fram á að aðkoma Dalvíkurbyggðar verði með þeim hætti að kynna verkefnið fyrir íbúum en í 6. gr. samningins segir: "Dalvíkurbyggð tekur að sér að kynna verkefnið í samstarfi við Tengir hf. fyrir íbúum Dalvíkur. T.d. með upplýsingarfundum í hverfum bæjarins eða íbúafundi þar sem framkvæmdir koma til með að fara fyrst í gang."
    Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samstarfssamning og beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta samþykkt ráðsins. "

    Til umfjöllunar ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:00.

    Á 768. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tilboð frá Erninum um endurnýjun líkamsræktartækja. Tilboðið hljóðar upp á að fá búnað á endurnýjunaráætlun árið 2016 og 2017 afhentan strax en greiða sem nemur 3.100.000.- í ár, sem er í fjárhagsáætlun og 3.000.000.- í byrjun árs 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði veitt heimild til kaupana á þessu ári og þessar þrjár milljónir verði settar á áætlun og greiddar árið 2017." Á starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 4.000.000 á lið 06500-2810 vegna endurnýjunar á líkamsræktartækjum og búnaði. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:17. Afgreiðslu frestað." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. febrúar 2016 um ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra í samræmi við umræður á fundinum."

    Til umræðu ofangreint. Fram koma að áætlaður sparnaður við að kaupa allt í einu er um kr. 260.000 - kr. 280.000.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi um að bæta við kr. 3.000.000 viðauka. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 16. febrúar 2016 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsangar um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál, eigi síðar en 1. mars 2016.

    Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    "5. 201509187 - Endurnýjun á Gúmmíi sparkvallar
    Samkvæmt upplýsingum sem Umhverfisstofnun hefur fengið frá hinum löndunum á Norðurlöndum þykja rannsóknir benda til þess að ekki sé ástæða til að banna dekkjakurl. Lagt fram til upplýsinga. "

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:26.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Lagt fram til kynningar.
  • Á 768. fundi byggðaráðs þann 18. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi áskorun af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal, 18 manns úr dölunum mættu. Fundurinn var haldinn sunnudaginn 7. febrúar s.l. að Rimum. Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs sóttu fundinn ásamt umhverfisstjóra sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar. a) Fundarfólk skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að beita sér fyrir því að vegir í fram-Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag. b) Fundarfólk skorar ennfremur á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum. c) Að lokum skorar fundarfólk á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar. Á 273. fundi umhverfisráðs þann 11. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað: "Pálmi Þorsteinsson frá Vegagerðinni og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu á fundinn kl 09:00 undir þessum lið. 1. 201301032 - Samningur við Vegargerðina. Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í Dalvíkurbyggð. Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016. Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar. Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund. Pálmi og Valur viku af fundi kl 09:55" Til umræðu ofangreint. Valur Þór vék af fundi kl. 13:30.
    a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Vegagerðarinnar sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglur Dalvíkurbyggðar um heimreiðamokstur verði óbreyttar. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Íslandspósts vegna póstþjónustu, sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur sveitarstjóra að áskorun til Vegagerðarinnar og til Íslandspóst vegna póstþjónustu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur sveitarstjóra að ofangreindum áskorunum. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Á 764. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2016 var eftirfarandi samþykkt:
    "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leita eftir því við viðskiptabanka sveitarfélagsins, sem er nú Landsbankinn á Dalvík, hvaða ávöxtun sveitarfélaginu stendur nú til boða. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð tillögu að verkferli sem tekur meðal annars á umboði sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar ávöxtun á innistæðum sveitarfélagsins. Horfa þarf til 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna og laga nr. 55 frá 31. maí 2011, um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að innanhúss verkferli í samræmi við ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar innanhús verkreglur með smávægilegum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 22. febrúar 2016 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög ( fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 8. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 22. febrúar 2016 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 8. mars 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, bréf dagsett þann 22. febrúar 2016, þar sem fram kemur að kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, í síðasta lagi á hádegi, kl. 12:00, mánudaginn 7. mars n.k.

    Upplýst var á fundinum að búið er að senda ofangreint erindi á alla aðal- og varamenn í sveitarstjórn.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 769 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770, frá 10.03.2016.

Málsnúmer 1603005FVakta málsnúmer

  • Á 274. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Til afgreiðslu gjaldskrá vegna markaðar á Fiskidaginn mikla 2016.
    Ráðið leggur til við byggðarráð að framlögð uppfærsla á gjaldskrá Fiskidagsins mikla verði samþykkt. "


    Lagt er til að gjaldið sem hefur verið óbreytt frá árinu 2013, kr. 5.000, hækki um kr. 500 og verði kr. 5.500.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2016. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Á 274. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Til umræðu tillaga Karls Inga Atlasonar vegna viðmiðunarreglna um heimreiðamokstur í Dalvíkurbyggð.
    Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að framlagðar breytingar Karls Inga á viðmiðunarreglum snjómoksturs verði breytt á þá leið að þátttaka sveitarfélagsins í heimreiðamokstri verði eftirfarandi: Þátttaka sveitarfélagsins er ein klukkustund. Helmingamokstur er fyrstu tvo klukkutímana en eftir það er kostnaður greiddur af eiganda. Þetta þýddi það að ef það tæki hálftíma að moka heimreið þá greiddi sveitarfélagið 15 mín og eigandi 15 mín."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kostnaðarmat á heimareiðamokstri, dagsett þann 9. mars 2016, frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra. Miðað við gefnar forsendur þá er áætlaður kostnaðarauki um 1,1 m.kr. á ársgrundvelli.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í umhverfisráði í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020. Byggðaráð óskar eftir að umhverfisráð fari nánar yfir kostnaðarútreikninga og rökstyðji tillöguna.
  • Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 samþykkti byggðaráð að fela sveitarstjórn að hefja undirbúning á sölu húseignanna að Húsabakka og sú afgreiðsla var staðfest í sveitarstjórn 17. febrúar s.l.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 8. mars 2016, er varðar söluferli á húseignunum Húsabakka. Sveitarstjóri leggur til að gengið verði til samninga við fasteignasöluna Hvamm á Akureyri og Fasteignamiðstöðina í Kópavogi, um að hafa með höndum sölu á skólabyggingunum á Húsabakka.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Afgreiðslu frestað, byggðaráð óskar eftir útfærðri tillögu á næsta fundi ráðsins.
  • 3.4 201507012 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770
  • 3.5 201603055 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðamálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770
  • Tekið fyrir erindi frá Laufeyju Eiríkisdóttur, rafbréf dagsett þann 8. mars 2016, þar fram kemur að þau íbúar í Árskógi lóð 1, Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson, munu ekki nýta sér forkaupsrétt samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar þar um.

    Óska þau eftir að hafa húsið til leigu allt að næstu áramótu, þ.e. 2016-2017 eða þar til þau hafa náð að gera ráðstafanir til að finna annað húsnæði.

    Á fundi byggðaráðs þann 8. maí 2014 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
    "Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2014, þar sem Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson óska eftir að leigusamningur um íbúðina í Árskógi lóð 1 verði framlengdur til 1. júní 2016 en samningurinn rennur út um næstu áramót.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi á þeim forsendum að sambærilegum erindum hefur verið nýlega hafnað. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, bréf dagsett þann 22. febrúar 2016, þar sem auglýst er eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og umsóknarfresturinn rennur út í lok apríl. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögu um eitt verkefni sem ætti að sækja um.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 2. mars 2016, þar sem fram kemur að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. má. Óskað er umsagnar eigi síðar en 10. mars n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 1. mars 2016, þar sem fram kemur að boðað er til XXIX. landsþings sambandsins föstudaginn 8. apríl n.k.

    Aðalfulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Valdís Guðbrandsdóttir.
    Varafulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:
    Heiða Hilmarsdóttir og Kristján Guðmundsson.

    Seturétt á landsþingi eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum.
    Að auki eiga seturétt með málfrelsi og tillögurétti stjórnarmenn sambandsins sem eigi eru kjörnir fulltrúar síns sveitarfélags, framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, og formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 835. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir 277. fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. febrúar 2016, fundargerð sameiginlegs fundar stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis þann 9. febrúar 2016, og fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 28. janúar 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 770 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 17, frá 02.03.2016.

Málsnúmer 1602013FVakta málsnúmer

  • Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

    Að þessu sinni var fyrirtækjum starfandi í landbúnaði boðið í heimsókn ráðsins.

    Gestir fundarins voru:
    Gunnhildur Gylfadóttir, Guðmundur Jónsson, Karl Ingi Atlason og Kristján Hjartarson.

    Til umræðu m.a. sýn sveitarstjórnar, búvörusamningur, tollamál, bændur í ferðaþjónustu, Beint frá býli, sérstaða landbúnaðar í Dalvíkurbyggð, ný reglugerð um aðbúnað, gagnrýni á landbúnað.


    Ofangreindir gestir viku af fundi kl. 14:24.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að bæta við landbúnaðar/matvælaklasa í fundaröð sína;
    "Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman"
  • Með fundarboði atvinnumála- og kynningaráðs fylgdi starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2016, sem er hluti af starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.

    Farið var á fundinum yfir helstu verkefni er snúa að atvinnu- og kynningarmálum.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar.
  • Samkvæmt starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2016, og sbr. undanfarin ár, þá hefur kynningarbréf verið sent út til nýrra íbúa í sveitarfélaginu þar sem helsta þjónusta sveitarfélagsins er kynnt ásamt íþrótta- og æskulýðsstarfi og fleiru.

    Farið yfir möguleika á að koma upplýsingum til nýrra íbúa í sveitarfélaginu.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar.
  • Formaður ráðsins upplýsti um stöðu og þróun mála vegna Flugklasans Air66. Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar.
  • Á 10. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

    "Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.

    Elva víkur af fundi kl. 14:38.

    Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvu fyrir komuna. Elva mun skoða, í samráði við annað starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hvernig aðkoma AFE að þessu máli gæti verið og senda tillögur á atvinnumála- og kynningarráð.

    Upplýsingafulltrúi upplýsti um tölvupóst, sem barst frá Elvu 30. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að líklega verði myndaður starfshópur um heildar úttekt á húsnæðismarkaðnum í Eyjafirði."

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. febrúar 2016 frá framkvæmdastjóra AFE þá hefur Valtýr Sigurbjarnarson verið ráðinn í það verkefni hjá AFE að taka saman upplýsingar um stöðu á fasteignamarkaði í Eyjafirði og horfur á næstu misserum. Niðurstaðan á geta gagnast sveitarstjórnarmönnum við að meta stöðuna á fasteignamarkaði gagnvart íbúum og atvinnulífi, bæði á sínum nærsvæðum og í Eyjafirði öllum. Reiknað er með að verkefnið taki mánuð í vinnslu.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

5.Félagsmálaráð - 197, frá 08.03.2016.

Málsnúmer 1603002FVakta málsnúmer

  • 5.1 201602153 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201602153 Félagsmálaráð - 197 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.2 201602125 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201602125 Félagsmálaráð - 197 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.3 201603039 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201603039 Félagsmálaráð - 197 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Velferðarnefnd Alþingis dags. 17. febrúar 2016 þar sem óskað er umsagnar frumvarps til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga 458. mál. Félagsmálaráð - 197 Lagt fram til kynningar
  • Félagsmálastjóri lagði fram drög af Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar en þessu erindi var frestað frá síðasta fundi félagsmálráðs þann 9. febrúar. Félagsmálaráð - 197 Starfsmönnum félagsþjónustu falið að endurskoða drögin út frá samræðum á fundi.
  • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.01.2016 til upplýsingar um stöðuna á yfirfærslu atvinnumála fatlaðs fólks til ríkisins. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að taka við atvinnumálum fatlaðs fólks frá sveitarfélögum samkvæmt samkomulagi þar um. Þessu erindi var frestað á síðasta fundi félagsmálaráðs þann 9. febrúar s.l. Félagsmálaráð - 197 Lagt fram til kynningar
  • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 22.01.2016 um drög að tveimur reglugerðum um kröfur til búsetuþjónustu og kröfur til húsnæðis í málaflokki fatlaðs fólks. Þessu erindi var frestað á síðasta fundi félagsmálaráðs þann 9. febrúar 2016 Félagsmálaráð - 197 Lagt fram til kynningar
  • Félagsmálastjóri lagði fram og kynnti hagstofuskýrslu félagsþjónustunnar fyrir árið 2015. Félagsmálaráð - 197 Lagt fram til kynningar
  • Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. febrúar 2016. Þar er verið að kynna málþing og námskeið sem ber yfirskriftina Jafnrétti í sveitarfélögum. Þessir viðburðir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018 þar sem segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd. Sérfræðingar frá sænska sveitarfélagasambandinu, SALAR, munu kynna áætlanir í Svíðþjóð þar sem áhersla er á að kynjasjónarmið séu samþætt inn í starfsemi sveitarfélaga og aðferðir kynjasamþættingar nýttar til að veita íbúum betri og skilvirkari þjónustu. Félagsmálaráð - 197 Lagt fram Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

6.Fræðsluráð - 202, frá 09.03.2016

Málsnúmer 1603001FVakta málsnúmer

  • Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, lagði fram beiðni um að mega auglýsa eftir sérkennslustjóra að Krílakoti frá og með 1.ágúst n.k. Fræðsluráð - 202 Fræðsluráð samþykkir beiðnina svo styrkja megi stoðþjónustu á leikskólanum. Í Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er gert ráð fyrir að bæta stöðu nemenda af erlendum uppruna sem nú eru 25% af nemendafjölda leikskólans. Ráðningin mun kosta 3.500.000 á ársgrundvelli, svo að á þessu ári yrði kostnaðurinn u.þ.b. 1.460.000. Fræðsluráð óskar eftir því við byggðaráð að gerður verði viðauki sem þessu nemur við fjárhagsáætlun ársins 2016 á deild 04-120.



  • Með fundarboði fylgdu drög að skóladagatölum Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fyrir skólaárið 2016-2017. Fræðsluráð - 202 Gögn lögð fram til kynningar og umræðna. Endanleg afgreiðsla fer fram á næsta fundi ráðsins.
  • Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir því helsta sem hefur verið á döfinni í skólanum að undanförnu og því sem til stendur á næstunni. Þar ber hæst þátttöku skólans í Nótunni, uppskeruhátið tónlistarskólanna, sem haldin verður fyrir Norðurland í Hofi n.k. föstudag. Þangað verða send fjögur atriði frá skólanum til að keppa um sæti í lokakeppni Nótunnar sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík. Fræðsluráð - 202 Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar.
  • 6.4 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 16. og 17. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 202 Lagt fram til kynningar. Gísli Bjarnason gerði nánari grein fyrir vinnu hópsins og einnig þeim breytingum sem eru að verða á námsmati í grunnskólum.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert á möguleikum þess að á morgnana verði boðið upp á hafragraut í Dalvíkurskóla sem og ávaxtahressingu. Einnig hvað slíkt muni kosta. Gísli áætlar að gera tilraun með að bjóða upp á hafragraut í tvo mánuði fram á vor án þess að til viðbótarfjárveitingar komi og verði það foreldrum að kostnaðarlausu. Einnig verður gerð tilraun með að bjóða upp ávaxtaáskrift sem foreldrar greiða fyrir. Fræðsluráð - 202 Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir og fagnar því að tilraunin verði gerð.
  • 6.6 201304091 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 202
  • 6.7 201603033 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 202
  • 6.8 201603028 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 202
  • Með fundarboði fylgdi áskorun og áminning frá Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmanni barna, til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefndum um að setja málefni barna í forgang. Tilefni áskorunarinnar er sá niðurskurður sem fyrirhugaður er hjá Fræðslusviði Reykjavíkurborgar. Umboðsmaður skorar m.a. á sveitarfélög að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga. Fræðsluráð - 202 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Menntamálastofnun þar sem kynnt er innleiðing rafrænna samræmdra prófa á næsta skólaári. Jafnfram er óskað eftir að tilnefndur verði tengiliður við stofnunina vegna innleiðingarinnar. Fræðsluráð - 202 Lagt fram til kynningar og jafnframt ákveðið að Dóróþea Reimarsdóttir, starfsmaður á fræðslusviði, verði tengiliður við Menntamálastofnun. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 76, frá 01.03.2016.

Málsnúmer 1602014FVakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Tillaga að breytingu á 8.gr. í gildandi erindisbréfi. Ráðið samþykkir erindisbréfið eins og það var lagt fyrir á fundinum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Samkvæmt núgildandi gjaldskrá er litli salurinn (gamla ræktin) ekki inn í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Ekki hefur reynt á slíkt fyrr en nú þar sem ekki hefur verið eftirspurn eftir salnum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur nú leigt út salinn fram að vori og þarf að meta hvort salurinn eigi að vera til útleigu eða eingöngu ætlaður fyrir starfsemi á vegum íþróttamiðstöðvarinnar eins og verið hefur undanfarin ár.

    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjald pr. klst. fyrir salinn verði kr. 4.300 og mun taka gildi frá og með 1. september 2016.

    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs Bókun fundar Til máls tóku:
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Guðmundur St. Jónsson.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Gestir íþróttamiðstöðvar voru ríflega 55.000 árið 2015, samanborið við ríflega 53.000 gesti árið 2014. Aukin aðsókn skýrist fyrst og fremst í líkamsrækt og skóla- og íþróttaæfingum. Gestum í sund fækkaði um tæp 2.000 á milli ára sem skýrist að mestu vegna veðurs.
    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Fjöldi gistieininga árið 2015 var 851 samanborið við 701 árið 2014. Fjöldi tjalda stendur nánast í stað, á meðan stærri einingar s.s. tjaldsvögnum og fellihýsum fækkar á milli ára. Skýrist það að mestu vegna veðurs.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson
    Bjarni Th. Bjarnason.
  • 7.5 201512086 Skrifstofa UMSE
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Á fundinn mættu fulltrúar UMSE til að ræða skrifstofumál UMSE. Fulltrúar UMSE voru Þorstseinn Marinósson, Bjarnveig Ingvadóttir og Einar Hafliðason. Fram kom á formannafundi hjá UMSE í janúar sl. að það sé vilji formanna að halda óbreyttu fyrirkomulagi að svo stöddu. Ef aðstæður breytast munu aðilar ræða frekar saman.
    Einnig kynnti Þorteinn Marinónsson Hreyfiviku UMFÍ.

    Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

8.Landbúnaðarráð - 103, frá 10.03.2016.

Málsnúmer 1603004FVakta málsnúmer

  • Til umræðu refaeyðing og greiðslur fyrir grenjavinnslu.
    Landbúnaðarráð - 103 Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður.
    Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt.
    Vetrarveitt dýr kr. 9.000
    Grenjadýr kr. 14.000
    Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500
    Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar.



  • Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2016. Landbúnaðarráð - 103 Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 9. til 11. september og seinni göngur í öllum deildum tveimur vikum síðar eða um helgina 23. til 25 september.

    Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 30. september og 1. október
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Með rafpósti dags. 8. mars 2016 óskar Zophonías Jónmundsson eftir leyfi til að fara í fyrstu göngur vikur fyrr eða 3.-4. september 2016. Landbúnaðarráð - 103 Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 3. og 4. september 2016, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þá beiðni með þeim skilyrðum að Zophonías hafi samráð við næstliggjandi gangnasvæði um fyrirkomulag á göngum 3.-4. og 9.-11. september.
    Tekið skal fram að seinni göngur eru á sama tíma á öllum gangnsvæðum helgina 23.-25. september 2016.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til afgreiðslu tillaga að stofnun fjallgirðingasjóðs fyrir Árskógsdeild. Landbúnaðarráð - 103 Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum.
    Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins.
  • Til afgreiðslu innsent erindi frá forsvarmönnum landeigenda á Árskógsströnd vegna endurnýjunar á fjallgirðingu. Landbúnaðarráð - 103 Á fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir um kr. 500.000 til viðhalds á umræddri girðingu.
    Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að veitt verði aukafjárveiting kr. 2.500.000 á málaflokk 13210 á árinu 2016 og við gerð fjárhagsáætlunar í haust verði verkefnið metið eftir sumarið og áætlun gerð til þriggja ára líkt og venja er.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

9.Menningarráð - 56, frá 18.02.2016.

Málsnúmer 1602009FVakta málsnúmer

  • Menningarráð - 56 Samþykkt að setja auglýsingu um styrkveitingar Mennigarráðs í lok febrúar og var sviðsstjóra falið að ganga frá því.




  • Menningarráð - 56 Á síðasta ári var auglýst eftir aðila til að afla gagna vegna verkefnisins og kom fram ein fyrirspurn undir lok árs 2015.

    Sviðsstjóra var falið að hafa samband við umræddan aðila og málið tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.
  • Menningarráð - 56 Eins og fram hefur komið var Sigtún auglýst til sölu og kom eitt tilboð í eignina sem gengið var að. Lagt fram til kynningar.

    Sviðsstjóra er falið að ræða við aðila um samstarfs- og afnotasamning milli Leikfélags Dalvíkur og Bakkabræðraseturs.
  • Menningarráð - 56 Tillaga að breytingu á 9.gr. í gildandi erindisbréfi. Ráðið samykkir erindisbréfið eins og það var lagt fyrir á fundinum.

    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu menningarráðs Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

10.Umhverfisráð - 274, frá 04.03.2016.

Málsnúmer 1602012FVakta málsnúmer

  • Með innsendu erindi dags. 8. febrúar 2016 óskar Gunnar Björn Þórhallsson fyrir hönd Tengis hf eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningar ljósleiðaralagna um Dalvík sumarið 2016. Umhverfisráð - 274 Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Til kynningar byggingaráform að Hofsárkoti, Svarfaðardal. Umhverfisráð - 274 Ráðið tekur vel í áformin.
  • 10.3 201602073 Fundargerðir 2016
    Til kynningar erindi og fundargerðir frá HNE. Umhverfisráð - 274 Ráðið gerir ekki athugasemdir.
  • Til afgreiðslu gjaldskrá vegna markaðar á Fiskidaginn mikla 2016. Umhverfisráð - 274 Ráðið leggur til við byggðarráð að framlögð uppfærsla á gjaldskrá Fiskidagsins mikla verði samþykkt.
  • Til kynningar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. mars nk.
    Umhverfisráð - 274 Ráðið gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur.
  • Til kynningar ný samþykkt um skilti og auglýsingar í Dalvíkurbyggð Umhverfisráð - 274 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að samþykkt um skilti og auglýsingar í Dalvíkurbyggð og vísar samþykktinni til afgreiðslu í byggðarráði. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Til umræðu áskorun frá íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal Umhverfisráð - 274 Lagt fram til kynningar.
  • 10.8 201603024 Heimreiðamokstur
    Til umræðu tillaga Karls Inga Atlasonar vegna viðmiðunarreglna um heimreiðamokstur í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 274 Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að framlagðar breytingar Karls Inga á viðmiðunarreglum snjómoksturs verði breytt á þá leið að þátttaka sveitarfélagsins í heimreiðamokstri verði eftirfarandi:
    Þátttaka sveitarfélagsins er ein klukkustund. Helmingamokstur er fyrstu tvo klukkutímana en eftir það er kostnaður greiddur af eiganda.

    Þetta þýddi það að ef það tæki hálftíma að moka heimreið þá greiddi sveitarfélagið 15 mín og eigandi 15 mín.


  • Til umræðu breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í tengslum við nýtt samkomulag við Vegagerðina um framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstri vega í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 274 Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða sveitarsstjórnar í máli nr. 201603024 liggur fyrir. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 43, frá 09.02.2016

Málsnúmer 1601009FVakta málsnúmer

  • Formaður kynnti fyrir gestum tilurð skipulagstillögunnar og útskýrði ýmsar þær tillögur sem skipulagið hefur uppá að bjóða fyrir hafnsækna starfsemi. Töluverðar umræður urðu um skipulagstillöguna. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 43 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44

Málsnúmer 1602007FVakta málsnúmer

  • Fyrir fundinum lá fundargerð 380. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 14. desember sl. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Lögð fram til kynningar.
  • 12.2 201601130 Fundargerðir 2016
    Fyrir fundinum lá fundargerð 381. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 18. janúar sl. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Lögð fam til kynningar.
  • Með bréfi frá 22. desember 2015 er vakin athygli á reglugerð nr. 1201/2014 um Gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum. Fram kemur að gjaldið skuli standa straum af kostnaði við móttöku,meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum og að aðstaðan skal miðast við þarfir skipa er jafnan koma í höfn og hafnarstjórn er heimilt að fela þjónustuaðila með samningi umsjón og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.
    Umhverfisstofnun hefur eftirlit með reglugerðinni um móttöku úrgangs og farmleifa og hefur stofnunin þegar hafið eftirlit með heimsóknum í hafnir landsins. Áætlað er að allar hafnir verði heimsóttar á næstu fimm árum.
    Því er beint til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar að sett verði ákvæði um gjaldtökuna í gjaldskrá Hafnasjóðs hafi það ekki þegar verið gert.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Ákvæði um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum er til staða í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hefur verið nú um nokkurra ára skeið.
  • Farið yfir erindisbréf veitu- og hafnaráðs. Meðal annars rætt um hlutverk ráðsins og ábyrgð kjörinna fulltrúa. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréf ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs
  • Á 39. fundi veitu- og hafnaráðs var umrætt mál tekið fyrir og var eftirfarandi fært til bókar:
    "Á 37. fundi veitu- og hafnaráðs var tekið fyrir erindi sem vísað var til ráðsins frá 744. fundi byggðarráðs. Á fundinum kynntu ráðsmenn sér erindið og var formlegri afgreiðslu erindisins frestað.
    Byggðarráð hefur ákveðið að fá KPMG til að framkvæma úttekt á tekjum Dalvíkurbyggðar og þeirri þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu í samanburði við önnur sveitafélög. Að framansögðu þá frestar veitu- og hafnaráð afgreiðslu erindisins þangað til ráðið hefur kynnt sér þann samanburð."

    Nú liggur fyrir sá samanburður á milli sveitafélaga sem um er rætt hér að ofan og er hann opinn öllum til skoðunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Auk þess var haldinn íbúafundur þar sem skýrsla KPMG var kynnt.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Veitu- og hafnaráð hvetur málsaðila til þess að kynna sér umrædda skýrslu KPMG og er það trú ráðsins að hún svari ýmsum þeim spurningum sem fram hafa komið frá málsaðila varðandi þetta mál.
  • Á 24. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. febrúar 2015 var eftirfarandi fært til bókar.
    "Samband íslenskra sveitarfélags sendi tilkynningu um að til stæði að breyta lögum um fráveitur. Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds sem fráveitur sveitarfélaga innheimta fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita. Frumvarpinu er enn fremur ætlað að skýra og styrkja gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna gagnvart viðskiptavinum þeirra."

    Nú er Alþingi að óska eftir umsögn um frumvarpið. Samorka hefur sent inn umsögn um frumvarpið og er inngangur umsagnarinnar hér að neðan. Til áréttingar þá er einnig fjallað um breytingar á lögum um vatnsveitur.

    "Samorka er fylgjandi því að ofangreind frumvörp verði bæði samþykkt og leggur mikla áherslu á að það gerist sem fyrst, í þeim tilgangi að vatns- og fráveitur fái vissu um framtíðarstarfsumhverfi sitt, til hagsbóta fyrir veiturnar, umbjóðendur þeirra og umhverfi. Samtökin leggja auk þess til eina breytingartillögu við hvort frumvarp. Frumvörpin eru flutt samhliða, hafa verið unnin í sameininginlegum starfshópi innanríkis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytanna og eru í eðli sínu svipaðs eðlis. Því sendir Samorka inn sameiginlega umsögn um málin."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Veitu- og hafnaráð gerir umsögn Samorku að sinni og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti það með samþykkt sinni. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs
  • Með vísan til 6. dagskrárlið hér að framan þá kynnti sviðstjóri einnig sambærilegar breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um Vatnsveitur.

    Nú er Alþingi að óska eftir umsögn um frumvarpið. Samorka hefur sent inn umsögn um frumvarpið og er inngangur umsagnarinnar hér að neðan.Til áréttingar þá er einnig fjallað um breytingar á lögum um fráveitur.

    "Samorka er fylgjandi því að ofangreind frumvörp verði bæði samþykkt og leggur mikla áherslu á að það gerist sem fyrst, í þeim tilgangi að vatns- og fráveitur fái vissu um framtíðarstarfsumhverfi sitt, til hagsbóta fyrir veiturnar, umbjóðendur þeirra og umhverfi. Samtökin leggja auk þess til eina breytingartillögu við hvort frumvarp. Frumvörpin eru flutt samhliða, hafa verið unnin í sameininginlegum starfshópi innanríkis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytanna og eru í eðli sínu svipaðs eðlis. Því sendir Samorka inn sameiginlega umsögn um málin."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Veitu- og hafnaráð gerir umsögn Samorku að sinni og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti það með samþykkt sinni. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs
  • Tengir hf. hefur hug á að ljósleiðaravæða þéttbýlið á Dalvík með samningi þar um. Í fyrstu grein samningsins segir:
    "Dalvíkurbyggð og Tengir hf. gera með sér samning um að Tengir hf. taki að sér þær verklegar framkvæmir á næstu mánuðum og árum sem hafa það að leiðarljósi að heimilum og fyrirtækjum á Dalvík verði gefinn kostur á aðgengi að ljósleiðaraneti Tengis hf. Þessi framkvæmd verður gerð út frá fjárhagslegum forsendum Tengis hf.."
    Farið er fram á að aðkoma Dalvíkurbyggðar verði með þeim hætti að kynna verkefnið fyrir íbúum en í 6. gr. samningins segir:
    "Dalvíkurbyggð tekur að sér að kynna verkefnið í samstarfi við Tengir hf. fyrir íbúum Dalvíkur. T.d. með upplýsingarfundum í hverfum bæjarins eða íbúafundi þar sem framkvæmdir koma til með að fara fyrst í gang."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 44 Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samstarfssamning og beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta samþykkt ráðsins. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

13.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 45, frá 09.03.2016.

Málsnúmer 1602015FVakta málsnúmer

  • Á 27. fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 25. mars. 2015, voru þeir Pétur Sigurðsson, formaður, og Óskar Óskarsson, varaformaður, tilnefndir í vinnuhóp til að taka saman gögn sem gæfi stjórnum félaganna glögga mynd að hugsanlegri samvinnu eða sameiningu HN og HD.
    Nú liggur fyrir fundi ráðsins minnisblað og ýmis önnur gögn sem hafa verið unnin í tengslum við þessar viðræður um samstarf eða sameiningu hafnasjóðanna.
    Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi. Hann fór yfir ýmis gögn og sýndi þær breytingar sem fyrirséðar framkvæmdir hafa á rekstur hafnasjóðs og sveitarsjóðs.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 45 Veitu- og hafnarráð frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.
  • 13.2 201601130 Fundargerðir 2016
    Fyrir fundinum lá fundargerð 382. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 24. febrúar s.l.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 45 Lögð fram til kynningar.
  • Á hverju ári koma fulltrúar frá Ísor og taka sýni til að kanna efnainnihald heita vatnsins að Hamri og Brimnesborgum. Niðurstöður eru síðan kynntar í skýrslu og liggur ein slík fyrir fundinum. Til frekari upplýsingar þá er vísað í umrædda skýrslu. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 45 Lögð fram til kynningar.
  • Orkuveita Húsavíkur hefur í nokkur ár staðið í mikilvægri baráttu sem lýtur að því að ná fram leiðréttingu á afnotagjaldi. Ágreiningurinn hefur ratað til dómstóla þar sem OH hefur verið stefnt. Liður í vinnu OH við þetta mál var öflun matsgerðar dómkvaddra manna en niðurstaða þeirra var afhent nú í sumar.
    OH fer þess nú á leit við aðrar hitaveitur að þau kaupi eintak af matsgerð þessari. Með því geta aðrar veitur notið góðs af þeim upplýsingum sem þar koma fram og þeirri úrvinnslu upplýsinga sem þar er gerð yfir verð afnotaréttar af heitu vatni á Íslandi. Þá nýtast upplýsingar þessar sérstaklega vel þegar hitaveitur koma til með að standa í samningagerð eða breytingum á samningum vegna afnotaréttar af heitu vatni. Með kaupum á eintaki af matsgerðinni styðja veiturnar OH í kostnaðarsamri baráttu sem hefur samt almenna og mikilvæga skýrskotun til allra hitaveitna. Við viljum þó mælast til þess að matsgerð þessi sé einungis nýtt af veitunum sjálfum og fari ekki í dreifingu út fyrir hitaveitur.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 45 Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að kanna málið frekar.
  • Fyrir hefur legið að endurskoða þurfi reglugeð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, sú vinna hefur verið í gangi nú um tíma. Um er að ræða að mestu orðalagsbreytingar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 45 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.
  • Fyrir hefur legið að endurskoða þurfi reglugeð um Hitaveitu Dalvíkurbyggðar, sú vinna hefur verið í gangi nú um tíma. Um er að ræða að mestu orðalagsbreytingar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 45 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

14.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir Dalbæjar 2016.

Málsnúmer 201602099Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls um fundargerðina.

Lagt fram til kynningar.

15.Frá Akureyrarkaupstað; Tilkynning um auglýsingu á skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.

Málsnúmer 201603043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar, bréf dagsett þann 2. mars 2016, þar sem fram kemur að á fundi bæjarstjórnar þann 16. febrúar 2016 samþykkti bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagsdeildar fyrir 17. mars 2016.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfis- og tæknisviðs.

16.Sveitarstjórn - 277, frá 16.02.2016. Til kynningar.

Málsnúmer 1602008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:18.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs