Landbúnaðarráð - 103, frá 10.03.2016.
Málsnúmer 1603004F
Vakta málsnúmer
-
Landbúnaðarráð - 103
Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður.
Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt.
Vetrarveitt dýr kr. 9.000
Grenjadýr kr. 14.000
Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500
Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar.
-
Landbúnaðarráð - 103
Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 9. til 11. september og seinni göngur í öllum deildum tveimur vikum síðar eða um helgina 23. til 25 september.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 30. september og 1. október
Niðurstaða þessa fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
-
Landbúnaðarráð - 103
Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 3. og 4. september 2016, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þá beiðni með þeim skilyrðum að Zophonías hafi samráð við næstliggjandi gangnasvæði um fyrirkomulag á göngum 3.-4. og 9.-11. september.
Tekið skal fram að seinni göngur eru á sama tíma á öllum gangnsvæðum helgina 23.-25. september 2016.
Niðurstaða þessa fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
-
Landbúnaðarráð - 103
Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum.
Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins.
-
Landbúnaðarráð - 103
Á fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir um kr. 500.000 til viðhalds á umræddri girðingu.
Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að veitt verði aukafjárveiting kr. 2.500.000 á málaflokk 13210 á árinu 2016 og við gerð fjárhagsáætlunar í haust verði verkefnið metið eftir sumarið og áætlun gerð til þriggja ára líkt og venja er.
Bókun fundar
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Bjarni Th. Bjarnason.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.