Fræðsluráð

202. fundur 09. mars 2016 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á fræðslusviði
Dagskrá
Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri Krílakots og Kátakots og Silvia Grettisdóttir fulltrúi starfsmanna á leikskólum sátu fundinn undir liðum 1 og 2. Gunnþór E. Gunnþórsson sat fundinn undir lið 2. Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sat fundinn undir liðum 2 og 3. Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sat fundinn undir liðum 2-9. Guðríður Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskóla sat fundinn undir lið 2.

1.Ráðning sérkennslustjóra á Krílakot

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, lagði fram beiðni um að mega auglýsa eftir sérkennslustjóra að Krílakoti frá og með 1.ágúst n.k.
Fræðsluráð samþykkir beiðnina svo styrkja megi stoðþjónustu á leikskólanum. Í Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er gert ráð fyrir að bæta stöðu nemenda af erlendum uppruna sem nú eru 25% af nemendafjölda leikskólans. Ráðningin mun kosta 3.500.000 á ársgrundvelli, svo að á þessu ári yrði kostnaðurinn u.þ.b. 1.460.000. Fræðsluráð óskar eftir því við byggðaráð að gerður verði viðauki sem þessu nemur við fjárhagsáætlun ársins 2016 á deild 04-120.







Gísli, Gunnþór, Magnús og Guðríður komu til fundar klukkan 8:40

2.Skóladagatöl 2016-2017

Málsnúmer 201603020Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að skóladagatölum Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fyrir skólaárið 2016-2017.
Gögn lögð fram til kynningar og umræðna. Endanleg afgreiðsla fer fram á næsta fundi ráðsins.
Drífa, Silvia, Gunnþór og Guðríður fóru af fundi klukkan 9:05

3.Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar-upplýsingar

Málsnúmer 201603027Vakta málsnúmer

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir því helsta sem hefur verið á döfinni í skólanum að undanförnu og því sem til stendur á næstunni. Þar ber hæst þátttöku skólans í Nótunni, uppskeruhátið tónlistarskólanna, sem haldin verður fyrir Norðurland í Hofi n.k. föstudag. Þangað verða send fjögur atriði frá skólanum til að keppa um sæti í lokakeppni Nótunnar sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík.
Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar.
Magnús vék af fundi klukkan 9:10

4.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 16. og 17. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar. Gísli Bjarnason gerði nánari grein fyrir vinnu hópsins og einnig þeim breytingum sem eru að verða á námsmati í grunnskólum.

5.Morgunhressing í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201603021Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert á möguleikum þess að á morgnana verði boðið upp á hafragraut í Dalvíkurskóla sem og ávaxtahressingu. Einnig hvað slíkt muni kosta. Gísli áætlar að gera tilraun með að bjóða upp á hafragraut í tvo mánuði fram á vor án þess að til viðbótarfjárveitingar komi og verði það foreldrum að kostnaðarlausu. Einnig verður gerð tilraun með að bjóða upp ávaxtaáskrift sem foreldrar greiða fyrir.
Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir og fagnar því að tilraunin verði gerð.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201603033Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201603028Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók
Gísli Bjarnason óskaði eftir að mega sitja undir þessum dagskrárlið og var það leyfi veitt.

9.Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 201602028Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi áskorun og áminning frá Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmanni barna, til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefndum um að setja málefni barna í forgang. Tilefni áskorunarinnar er sá niðurskurður sem fyrirhugaður er hjá Fræðslusviði Reykjavíkurborgar. Umboðsmaður skorar m.a. á sveitarfélög að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Gísli fór af fundi klukkan 10:35.

10.Innleiðing rafrænna prófa

Málsnúmer 201602105Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Menntamálastofnun þar sem kynnt er innleiðing rafrænna samræmdra prófa á næsta skólaári. Jafnfram er óskað eftir að tilnefndur verði tengiliður við stofnunina vegna innleiðingarinnar.
Lagt fram til kynningar og jafnframt ákveðið að Dóróþea Reimarsdóttir, starfsmaður á fræðslusviði, verði tengiliður við Menntamálastofnun.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á fræðslusviði