Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson, sem tók til máls um 5. lið í fundargerðinni og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar J listans lýsa furðu sinni á því að í fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 21.03.2016, kemur fram að fjármunir sem sveitarfélagið hafði lagt til viðhalds á húsnæðinu hafi verið notaðir í rekstur Dalbæjar.
Rekstur Dalbæjar er samkvæmt lögum verkefni ríkisins en ekki sveitarfélagsins. Fulltrúar J listans vara við því að stjórnendur Dalbæjar seilist án heimilda í það fé sem sveitarfélagið hefur ætlað til viðhalds á húsnæði Dalbæjar. Hallarekstur Dalbæjar er á ábyrgð stjórnenda og honum verður ekki varpað á sveitarfélagið.
Fulltrúar J listans kalla eftir því að það komi ótvírætt fram að sveitarfélagið sé ekki að taka að sér skyldur ríkisins og að þeir fjármunir sem ætlaðir voru til viðhalds á húsnæðinu verði nýttir til þess.
Einnig er kallað eftir upplýsingum um það hvort stjórn Dalbæjar hafi verið upplýst um þessa ráðstöfun fjármuna."
Einnig tóku til máls:
Bjarni Th. Bjarnason
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.