Málsnúmer 201606128Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 29. júní 2016, þar sem lagt er til að sveitarfélagið gefi út eftirfarandi yfirlýsingu til að bregðast við að þess hefur orðið vart í auknu mæli í sveitarfélaginu að ferðamenn eru að setja niður íveruhýsi, vagna og/eða -bíla sína á svæðum án heimilda, bæði í þéttbýli og þess utan:
Yfirlýsing vegna gistingar á almannafæri í Dalvíkurbyggð
Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða, sbr. 9. gr., 4. mgr. lögreglusamþykktar fyrir Dalvíkurbyggð nr. 734/2008.
Ofangreint á einnig almennt við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins.
Óheimilt er að hafa gistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldstæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda eða rétthafa lands komi þar til, sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013 með síðari breytingum.
Til umræðu ofangreint.