Frá Markaðsstofu ferðamála; Þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og Markaðsstofu ferðamála

Málsnúmer 201606078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 782. fundur - 30.06.2016

Tekið fyrir rafbréf frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 21. júní 2016, er varðar þjónustusamning á milli Dalvíkurbyggðar og Markaðsstofu Norðurlands. Meðfylgjaandi eru drög samningi með gildistíma 1. janúar 2016 - 31. desember 2018. Samningurinn er uppsegjanlegur árlega, uppsögn miðast við áramót með þriggja mánaða fyrirvara.



Til umræðu ofangreint.



Margrét vék af fundi kl.14:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.

Atvinnumála- og kynningarráð - 21. fundur - 14.09.2016

Á 782. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:

,,Tekið fyrir rafbréf frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 21. júní 2016, er varðar þjónustusamning á milli Dalvíkurbyggðar og Markaðsstofu Norðurlands. Meðfylgjandi eru drög samningi með gildistíma 1. janúar 2016 - 31. desember 2018. Samningurinn er uppsegjanlegur árlega, uppsögn miðast við áramót með þriggja mánaða fyrirvara.



Til umræðu ofangreint.



Margrét vék af fundi kl.14:20.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.
Til kynningar.