Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun, bréf dagsett þann 20. júní 2016, þar sem kynnt er að þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026 var samþykkt á Alþingi 16. mars s.l. Kveðið er á um gerð landsskipulagsstefnu í skipulagsslögum, en hún felur í sér samræmda stefnu ríksisns um skipulagsmál.
Fram kemur m.a. að skipulagslög mæla fyrir um að samræma skuli skipulagsáætlanir sveitarfélaga landssskipulagsstefnu innan fjögurra ára frá samþykkt hennar. Jafnframt þarf að taka mið af landsskipulagsstefnu þegar gerðar eru breytingar á aðal- og svæðisskipulagi. Í haust er fyrirhugaðir kynningarfundir í öllum landsfjórðungum. Til að stuðla að góðri upplýsingamiðlun og samráði við framfylgd stefnunnar mun Skipulagsstofnun mynda samráðsvettvang. Skipulagsstofnun óskar eftir skráningu tengiliða á samráðsvettvanginn.
Til umræðu ofangreint.
Börkur vék af fundi kl. 14:45.