Íþrótta- og æskulýðsráð

76. fundur 01. mars 2016 kl. 16:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Zbigniew Kolodziejczyk mætti ekki á fundinn.

1.Yfirferð og endurskoðun á erindisbréfum fagráða

Málsnúmer 201511132Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á 8.gr. í gildandi erindisbréfi. Ráðið samþykkir erindisbréfið eins og það var lagt fyrir á fundinum.

2.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar - gamla rækt

Málsnúmer 201602159Vakta málsnúmer

Samkvæmt núgildandi gjaldskrá er litli salurinn (gamla ræktin) ekki inn í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Ekki hefur reynt á slíkt fyrr en nú þar sem ekki hefur verið eftirspurn eftir salnum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur nú leigt út salinn fram að vori og þarf að meta hvort salurinn eigi að vera til útleigu eða eingöngu ætlaður fyrir starfsemi á vegum íþróttamiðstöðvarinnar eins og verið hefur undanfarin ár.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjald pr. klst. fyrir salinn verði kr. 4.300 og mun taka gildi frá og með 1. september 2016.



3.Aðsóknartölur 2015 í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201602160Vakta málsnúmer

Gestir íþróttamiðstöðvar voru ríflega 55.000 árið 2015, samanborið við ríflega 53.000 gesti árið 2014. Aukin aðsókn skýrist fyrst og fremst í líkamsrækt og skóla- og íþróttaæfingum. Gestum í sund fækkaði um tæp 2.000 á milli ára sem skýrist að mestu vegna veðurs.

Lagt fram til kynningar.

4.Aðsóknartölur á Tjaldsvæði 2015

Málsnúmer 201602161Vakta málsnúmer

Fjöldi gistieininga árið 2015 var 851 samanborið við 701 árið 2014. Fjöldi tjalda stendur nánast í stað, á meðan stærri einingar s.s. tjaldsvögnum og fellihýsum fækkar á milli ára. Skýrist það að mestu vegna veðurs.

Lagt fram til kynningar.

5.Skrifstofa UMSE

Málsnúmer 201512086Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu fulltrúar UMSE til að ræða skrifstofumál UMSE. Fulltrúar UMSE voru Þorstseinn Marinósson, Bjarnveig Ingvadóttir og Einar Hafliðason. Fram kom á formannafundi hjá UMSE í janúar sl. að það sé vilji formanna að halda óbreyttu fyrirkomulagi að svo stöddu. Ef aðstæður breytast munu aðilar ræða frekar saman.

Einnig kynnti Þorteinn Marinónsson Hreyfiviku UMFÍ.



Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi