Sveitarstjórn

291. fundur 12. apríl 2017 kl. 14:00 - 14:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar, Íris Hauksdóttir, mætti í hennar stað.
Varaforseti, Valdamer Þór Viðarsson, stýrði fundi.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816, frá 03.03.2017

Málsnúmer 1703009FVakta málsnúmer

Þeir liðir fundargerðinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.Til afgreiðslu:6. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

    Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var samþykkt samhljóða samkomulag um stofnun samráðsvettvangs á milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa eldri borgara. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara. Jafnframt var óskað eftir að fulltrúar Félags eldri borgara kæmu á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.


    Kolbrún, Þorgerður og Eyrún viku af fundi kl. 13:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 voru til umfjöllunar og afgreiðslu samningsdrög vegna beitilands í tengslum við kauptilboð í Árskóg lóð 1. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi leigusamninga með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði við leigutaka.


    Upplýst var á fundinum um stöðu mála.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýstu um fyrirliggjandi kauptilboð í íbúðina við Lokastíg 1, 0102. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

    Á 23. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 4. janúar 2017 samþykkti ráðið að fela upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 20. -31. janúar 2017. Könnuninni var dreift á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og facebook og var öllum frjálst að taka þátt. Alls bárust 211 svör af öllu landinu.

    Upplýsingafulltrúi kynnti helstu niðurstöður úr ofangreindri könnun sem endurspegla að ímynd Dalvíkurbyggðar er almennt mjög jákvæð og einkennist helst af fjölskylduvænu, friðsælu og öruggu umhverfi þar sem kraftur og náttúrufegurð umvefur samfélagið.

    Margrét vék af fundi kl. 14:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 14:40.

    Til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd.

    Á fundinum var lagt fram erindi frá Sigfríð Valdimarsdóttur, móttekið þann 29. mars 2017, er varðar ofangreint.

    Bjarni Th.Bjarnason vék af fundi kl. 15:06 til annarra starfa.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 15:13.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dagsett þann 28. mars 2017, frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir hönd UT-teymis sveitarfélagsins þar sem lagt er til að samið verði við Advania um nýtt tíma- og viðveruskráningarkerfi, Vinnustund, á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir.

    Gert er ráð fyrir í starfs- og fjárhagsáætlun 2017 endurnýjun á tíma- og viðveruskráningarkerfi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Advania um innleiðingu á Vinnustund. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni fyrir hönd Karlakórs Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 17. mars 2017, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki á móti gestum kórsins í Bergi í tengslum við Heklumót 2017 sem verður haldið á Dalvík 22. apríl n.k. Einnig er óskað eftir að fulltrúi sveitarfélagsins haldi ræðu með kynningu á sveitarfélaginu.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við erindinu og felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð í næstu viku tillögu að útfærslu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bjarni Th. Bjarnason kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:35.

    Tekið fyrir svarbréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 13. mars 2017, þar sem fram kemur að umsóknum Dalvíkurbyggðar um framlag vegna sölu á félagslegu leiguíbúðarhúsnæði vegna 9 eigna er hafnað með vísun í skilyrði samkvæmt reglum nefndarinnar um að félagslegt húsnæði þurfi að hafa staðið autt og að lítil eftirspurn sé eftir því til leigu í sveitarfélaginu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.9 201703092 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816
  • Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, ódagsett en móttekið þann 27. mars 2017, þar sem fram kemur að eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra er að skoða möguleika á sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum. Þar kemur fram að ef greina eigi möguleika smávirkjana í landshlutanum þá skuli það verkefni vera í höndum AFE í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð. AFE óskar hér því eftir heimild sveitarfélaganna í Eyjafirði til að hafa milligöngu um að leita tilboða í verkið. Fram kemur einnig að Dalvíkurbyggð lét gera úttekt árið 2015 á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Til kynningar 293. fundargerð stjórnar Eyþings frá 15. mars s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir lagðir fram til kynningr.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817, frá 06.04.2017.

Málsnúmer 1704002FVakta málsnúmer

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.Til afgreiðslu:2.liður.3. liður.4. liður.5. liður.6. liður.10. liður.
  • Undir þessum lið komu á fundinn stjórn Skíðafélags Dalvíkur; Snæþór Arnþórsson, formaður, Elísa Rán Ingvarsdóttir, gjaldkeri, Óskar Óskarsson, ritari, og Gerður Ólafsson, varamaður. Einnig komu á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 13:00.

    Til umræðu málefni Skíðafélags Dalvíkur.


    Snæþór, Elísa Rán, Óskar, Gerður, Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:21.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs á fundinn kl. 14:22.

    Á 60. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 816. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 30. mars 2017, var til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd. Niðurstaða þess fundar að „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.“ Fyrir fundi veitu- og hafnaráðs liggur fyrir tillaga frá sviðsstjóra að koma fyrir tækjabúnaði sem á að tryggja gæði neysluvatns sem aflað er á vatnstökusvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Krossafjalli. Þær tillögur sem fram eru lagðar hafa verið kynntar heilbrigðiseftirliti. Áætlaður kostnaður er um kr. 6.500.000,-.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs og breytingar á framkvæmdaáætlun málaflokks 42 í fjárhagsáætlun 2017, viðauki 4/2017. Um er að ræða innbyrðis tilfærslur á verkefnum og því ekki þörf á ráðstöfun á móti. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Á 60. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Með rafpósti sem barst 6. nóvember 2016 óskaði Arctic Sea Tours eftir aðstöðu við flotbryggju fyrir 13 metra langan og 3,2 m breiðan rib bát sem mun koma til Dalvíkur í apríl 2017. Einnig hefur komið fram í viðtölum við Frey Antonsson að til stendur að kaupa þriðja bátinn sem gerður verður út til hvalaskoðunar með vorinu. Fyrir þessum fundi liggur tilboð frá KrÓla ehf um 20m flotbryggju til afhendingar í maí 2017. Heildarverð verður um kr. 10.000.000,- tilbúin til notkunar.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað er eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-. "

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:52.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur veitu- og hafnaráðs um breytingar á fjárfestingaráætlun 2017 hvað varðar málaflokk 42, viðauki 5/2017, alls kr. 4.800.000. Um innbyrðis tilfærslur er um að ræða og því ekki þörf á ráðstöfun á móti.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, kr. 5.200.000 vegna fjárfestinga í málaflokki 42.
    Hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé. Viðauki 5/2017.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu veitu- og hafnaráðs um að gengið verði til samninga við KrÓla ehf á grundvelli tilboðs.

    Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 3. apríl 2017, þar sem fram kemur ósk um tilflutning á fjármunum á milli málaflokka. Óskað er eftir að kr. 450.000 verði fluttar af snjómokstri og hálkueyðingu, deild 10600, og yfir á gatna- og lóðarhreinsun, liður 08240-4947, þar sem götur sveitarfélagsins eru meira og minna þaktar hálkuvarnarefni eftir veturinn. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á fjárhagsáætlun, kr. 450.000 tilfærslu af málaflokki 10 og yfir á málaflokk 08. Ekki er þörf á ráðstöfun á móti. Viðauki 6/2017. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Á 816. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni fyrir hönd Karlakórs Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 17. mars 2017, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki á móti gestum kórsins í Bergi í tengslum við Heklumót 2017 sem verður haldið á Dalvík 22. apríl n.k. Einnig er óskað eftir að fulltrúi sveitarfélagsins haldi ræðu með kynningu á sveitarfélaginu. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við erindinu og felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð í næstu viku tillögu að útfærslu. "

    Með fundarboði fylgdi tillaga frá upplýsingafulltrúa að útfærslu.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu upplýsingafulltrúa að útfærslu og að tekið verði tilboði 2 frá Basalt. Kostnaði allt að kr. 447.000 vísað á lið 21500. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu um verkefni sem á að sækja um styrk fyrir. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að sótt verði um styrk vegna verkefnisins "Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð". Verkefnið felst í að klára uppsetningu á skiltum á merktum gönguleiðum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með þátttöku í flugklasanum Air 66N til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í árí í 2 ár, árin 2018-2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, rafpóstur dagsettur þann 29. mars 2017, þar sem meðfylgjandi eru skýrslur um starf flugklasans Air 66N frá því í september 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Brú lífeyrissjóði, dagsett þann 31. mars 2017, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997 með setningu laga nr. 127/2016. Breytingarnar taka gildi 1. júní n.k. Við vinnslu laganna var áætlað að heildarframlag launagreiðenda vegna A- deildar Brúar næmi um 36,5 ma.kr. og varúðarsjóðurinn 2,6 ma.kr. Hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjörum launagreiðanda á lífeyrisaukasjóði og varúðarsjóði. Til að vinna uppgjörið hefur sjóðurinn tekið saman gögn úr iðgjaldabókhaldi sjóðsins en auk sveitarfélagsins hafa fyrirtæki / stofnanir sem fram koma í meðfylgjandi skjali greitt í A-deild sjóðsins á árabilinu 1998-2016 og eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Óskað er eftir svari eigi síðar en 30. apríl 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari skýringum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ofangreindum breytingum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 17. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar vegna Hrísarhöfða, flokkur II. Umsækjandi er L&J ehf., kt. 660117-1990.
    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 28. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál, eigi síðar en 18. apríl n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 15. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál, eigi síðar en 29. mars s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 176. mál, eigi síðar en 19. apríl n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Lagt fram til kynningaar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Teknar fyrir fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 847 og 848. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar.

3.Íþrótta- og æskulýðsráð - 88, frá 04.04.2017.

Málsnúmer 1703011FVakta málsnúmer

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðuna á framkvæmdum við sundlaugina á Dalvík. Áætluð verklok eru 19. júlí 2017. Framkvæmdir ganga vel og enn hefur ekkert óvænt komið í ljós. Bókun fundar Lgt fram til kynningar.
  • 3.2 201610012 Golfvöllur
    Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun.

    "Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli?'
    Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna."

    Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi:

    386 manns tóku þátt.

    "Já" sögðu 99 eða 25,65%.

    "Nei" sögðu 287 eða 74,35%

    Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Íþrótta- og æskulýðsráð telur að með þessari könnun hefði verið hægt að kanna áhugann á öðrum valkostum og auðvelda þar með framtíðaskipulagsvinnu við fólkvanginn. Íþrótta og æskulýðsráð lagði til á 83. fundi ráðsins þann 1. nóvember 2016 að kannaður yrði hugur íbúa varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins og telur ráðið að þeim spurningum sé enn ósvarað. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.3 201703111 Viðhald sparkvallar
    Tekið fyrir rafbréf frá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar UMFS frá 21. mars 2017.

    Þar kemur fram að börnum stafi beinlínis hætta af ástandi vallarins og þurfi að bregðast við því strax. Fótboltaiðkendur stundi sínar æfingar þarna og grunnskólanemendur leiki sér í sinni útiveru. Nú sé kominn tími á að taka ákvörðun um framhaldið. Þessi staða sé ekki boðleg.

    Íþrótta- og æskulýðsráð og embættismenn Dalvíkurbyggðar höfðu ekki vitneskju um að ástand vallarins væri með þessum hætti. Ráðið harmar jafnframt að hafa fyrst fengið vitneskju um ástand vallarins á samfélagsmiðlum.

    Íþrótta- og æskulýðsráð telur að ef börnum stafar hætta á iðkun á vellinum þurfi að loka honum þar til úrbætur hafa farið fram. Íþrótta- og æskulýðfulltrúa er falið að meta aðstæður og leiðir til úrbóta í samráði við Barna- og unglingaráð og skólastjóra Dalvíkurskóla.
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Farið var yfir stöðu mála er varðar sameiginlegan starfsmann skíðasvæðis og golfvallar. Einnig rætt um framtíðarstöðu skíðasvæðisins í ljósi dóms Héraðsdóms Noðurlands eystra frá 3. apríl 2017. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu. Eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Umhverfisráð - 289, frá 05.04.2017

Málsnúmer 1703010FVakta málsnúmer

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.Til afgreiðslu:1. liður.2. liður.3. liður.5. liður.6. liður.7. liður.8. liður.10. liður.11. liður.12. liður.13. liður.
  • Með innsendu erindi dags. 9. mars 2017 óskar Bjarki Jóhannesson fyrir hönd Akureyrarbæjar eftir umsögn um tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 ásamt fylgiskjölum. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytinguna en vill þó koma á framfæri áhyggjum sínum af fyrirhuguðum þrengingum á þjóðvegi 1 milli Strandgötu og Kaupvangsstrætis.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Með rafpósti dags. 30.mars 2017 óskar Jón Ö Bendsen fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar eftir umsögn um verk- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða verk- og matslýsingu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Tekið fyrir bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 3. mars 2017, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 1. júní n.k. kl.14:00 á Akureyri um málefni þjóðlendna.
    Á 814. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfisráðs.
    Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • 4.4 201703070 Fundargerðir 2017
    Fundargerð frá 189. fundi HNE lögð fram til kynningar. Umhverfisráð - 289 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 30. mars 2017 óska eigendur að Ytra-Hvarfi eftir leyfi til malartöku samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Með innsendu erindi dags. 22. mars 2017 óskar Friðrik Þórarinsson bóndi á Grund eftir framkvæmdarleyfi til malartöku samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • 4.7 201610012 Golfvöllur
    Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
    'Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:02. Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun. 'Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna.' Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi: 386 manns tóku þátt. 'Já' sögðu 99 eða 25,65%. 'Nei' sögðu 287 eða 74,35%
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum niðurstaðan verði kynnt á vefmiðlum sveitarfélagsins.'
    Umhverfisráð - 289 Með tilliti til afgerandi niðurstöðu íbúakönnunar vegna deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli leggur umhverfisráð Dalvíkurbyggðar til að ekki verði gert ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli og leggur áherslu á að fólkvangurinn verði deiliskipulagður eins og gert er ráð fyrir í starfsáætlun 2017.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan varðar lið og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 14:11.

    Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    ,,Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins.''

    Með innsendur erindi dags. 22. febrúar 2017 óskar Elvar Reykjalín fyrir hönd Ektafisks ehf eftir lóð fyrir tjaldsvæði á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Gögn málsins voru send í grendarkynningu 22. febrúar og bárust þrjár ábendingar.
    Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar sem fram komu eftir grenndarkynningu á verkefninu. Ráðið leggur til að svæðið fyrir húsabíla að norðan verði minnkað eins og fram kemur í tillögu ráðsins og einnig svæðið vestan við Aðalgötu 3.
    Umhverfisráð samþykkir að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt breyttri afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Umsækjanda er bent á að ef deiliskipuleggja þurfi svæðið vegna starfseminnar beri hann allan kostnað af því.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn að nýju kl. 14:12.
  • Með innsendu erindi dags. 3. apríl 2017 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir breyttri staðsetningu fyrir seiðaeldisstöð.

    Tillaga 1. 17.830 m2 landfylling sunnan ferjubryggju. Tillaga 2. 6.750 m2 landfylling og lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði við Öldugötu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Einnig óskar Guðmundur Valur eftir heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins.
    Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í fyrirhugaðar breytingartillögur á staðsetningu og gerir ekki athugasemd við að veita heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins. Líkt og við gerð fyrri tillagna ber umsækjandi allan deiliskipulagskostnað.
    Ráðið leggur áherslu á að íbúar svæðisins verði hafðir með í ráðum frá upphafi málsmeðferðar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.



    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 27. mars 2017 óskar Gunnar Guðmundsson fyrir hönd Göngustaða ehf eftir byggingarleyfi fyrir nýtt fjós að Göngustöðum. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Með innsendu erindi dags. 29.mars 2017 óskar Fanney Hauksdóttir eftir byggingarleyfi við Kirkjuveg 1-2 fyrir hönd Tréverk ehf. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Með innsendu erindi dags. 29.mars 2017 óskar Fanney Hauksdóttir eftir byggingarleyfi við Kirkjuveg 3-5 fyrir hönd Tréverk ehf. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
  • Með innsendu erindi dags. 29.mars 2017 óskar Fanney Hauksdóttir eftir byggingarleyfi við Kirkjuveg 7-8 fyrir hönd Tréverk ehf. Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar,eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60, frá 05.04.2017

Málsnúmer 1704001FVakta málsnúmer

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
  • Siglingasvið Vegagerðar ríkisins hefur boðið út tvo verkþætti við gerð Austurgarðs, annars vegar innkaup á stálþili til niðurrekstrar og hins vegar verkþátt sem nefndur er Dalvík grjót og fyrirstöðugarður. Reiknað er með að síðara útboðið verði opnað miðvikudaginn 19. apríl með verklok 31. júlí en hið fyrra í maí með afhendingu efnis fyrir lok júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingasviðinu hafa verktakar sýnt síðari verkþættinum töluverðan áhuga.
    Einnig hefur verið sent til Umhverfisstofnunar erindi um leyfi til losunar á úrgangsefni í sjó.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Þegar tilboðin hafa verið opnuð verður nauðsynlegt að fara yfir fjárþörf verkefnisins og óska eftir viðauka í tíma svo hægt verði að ljúka þeim verkþáttum sem ljúka á á þessu ári. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem barst 6. nóvember 2016 óskaði Arctic Sea Tours eftir aðstöðu við flotbryggju fyrir 13 metra langan og 3,2 m breiðan rib bát sem mun koma til Dalvíkur í apríl 2017. Einnig hefur komið fram í viðtölum við Frey Antonsson að til stendur að kaupa þriðja bátinn sem gerður verður út til hvalaskoðunar með vorinu.
    Fyrir þessum fundi liggur tilboð frá KrÓla ehf um 20m flotbryggju til afhendingar í maí 2017. Heildarverð verður um kr. 10.000.000,- tilbúin til notkunar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á Hafnasambandsþingi sem haldið var á Ísafirði 13.-14. október 2016 voru kynntar hugmyndir um hvernig megi kynna starfsemi hafna. Ein af þeim hugmyndum var að láta útbúa stutta sjónvarpsþætti um hafnir í samvinnu við Hringbraut og Athygli.
    Ákveðið hefur verið að athuga hvort áhugi sé hjá aðildarhöfnum að taka þátt í slíku verkefni. Hafnasambandið mun þá láta útbúa einn yfirlitsþátt þar sem fjallað er almennt um starfsemi og umfang hafna. Síðan gætu aðildarhafnir verið með einn þátt fyrir sig eða nokkrar hafnir tekið sig saman um einn þátt.
    Framleiðslukostnaður Hringbrautar er 400.000 kr.án vsk og svo er vinna Athygli við dagskrárgerð 120-140.000 kr. án vsk. Við þetta gæti bæst ferðakostnaður. Hver þáttur er um 26 mínútur og stefnt er að því að þættirnir verði teknir upp í sumar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð samþykkir að undirbúa þátttöku í verkefninu og felur sviðsstjóra að hafa samband við hagsmunaaðila og bjóða þeim að vera aðilar í því. Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Lagt fram til kynningar.
  • Á 55. fundi ráðsins var fjallað um „Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.“ Þar kom eftirfarandi fram:
    „Umræður hafa verið innan veitu- og hafnaráðs hvernig upplýsingaskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta sér aðstöðu hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar er háttað.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir að frá og með áramótum skal ferðaþjónustuaðilum sem greiða farþegagjald til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar gert skylt að senda rafpóst við brottför skips þar sem fram kemur skipsnúmer ásamt fjölda farþega um borð.“
    Á 286. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 22.11.2016 var eftirfarandi fært til bókar: "Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
    „Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja í Dalvíkurbyggð hefur mótmælt samþykkt veitu- og hafnaráðs frá 9. nóvember sl. og telur að það fyrirkomulag sem lagt er til um upplýsingaskyldu sé illframkvæmanlegt þ.e. að senda inn tölur um farþegafjölda fyrir hverja ferð. Sveitarstjórn leggur til að veitu- og hafnaráð taki málið upp að nýju og leiti leiða til að koma á fyrirkomulagi sem jafnt hafnasjóður og ferðaþjónustuaðilar geta sætt sig við.“
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra."

    56. fundi veitu- og hafnaráðs sem haldinn var 7. desember 2016 undir 3. tl. var farþegagjaldið einnig til umræðu.
    Á framangreindum fundi var eftirfarandi samþykkt. „Veitu- og hafnaráð samþykkir að formaður og sviðsstjóri boði hagsmunaaðila til fundar um ofangreint málefni og leggi fram tillögu að lausn málsins á næsta fund ráðsins.“
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóstur, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.

    Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegafjölda.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Lagt fram til kynningar.
  • 5.5 201703101 Vatnssýni 2017
    Á 816. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 30. mars 2017, var til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd. Niðurstaða þess fundar var að „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.“
    Fyrir fundi veitu- og hafnaráðs liggur fyrir tillaga frá sviðsstjóra að koma fyrir tækjabúnaði sem á að tryggja gæði neysluvatns sem aflað er á vatnstökusvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Krossafjalli. Þær tillögur sem fram eru lagðar hafa verið kynntar heilbrigðiseftirliti. Áætlaður kostnaður er um kr. 6.500.000,-.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 23. mars 2017 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitustofnana Dalvíkurbyggðar fyrir 26. apríl 2016. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða deiliskipulagstillögu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2016. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201611121Vakta málsnúmer

Á 818. fundi byggðaráðs þann 12. apríl 2017 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016 lagður fram og honum vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Til máls tók:



Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2016.



Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2016 eru:



Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er jákvæð um kr. 249.298.000.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um kr. 139.616.000.

Breyting á lífeyrisskuldbindingu A- og B- hluta var kr. 44.538.000 en gert var ráð fyrir kr. 55.688.000.

Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 1.033.604.000 fyrir A- og B- hluta.

Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 327.966.000.

Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 272.881.000.

Söluverð rekstrarfjármuna A- og b-Hluta samstæða kr. 112.187.000.

Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 100.000.000.

Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 171.030.000.

Skuldaviðmið er 53,7% fyrir A- og B- hluta.

Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 566.936.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 32,13%.



Fleiri tóku ekki til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2016 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

7.Sveitarstjórn - 290, frá 21.03.2017.

Málsnúmer 1703008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs