Málsnúmer 201611121Vakta málsnúmer
Á 818. fundi byggðaráðs þann 12. apríl 2017 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016 lagður fram og honum vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2016.
Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2016 eru:
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er jákvæð um kr. 249.298.000.
Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um kr. 139.616.000.
Breyting á lífeyrisskuldbindingu A- og B- hluta var kr. 44.538.000 en gert var ráð fyrir kr. 55.688.000.
Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 1.033.604.000 fyrir A- og B- hluta.
Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 327.966.000.
Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 272.881.000.
Söluverð rekstrarfjármuna A- og b-Hluta samstæða kr. 112.187.000.
Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 100.000.000.
Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 171.030.000.
Skuldaviðmið er 53,7% fyrir A- og B- hluta.
Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 566.936.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 32,13%.
Fleiri tóku ekki til máls.
Varaforseti, Valdamer Þór Viðarsson, stýrði fundi.