Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60, frá 05.04.2017
Málsnúmer 1704001F
Vakta málsnúmer
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60
Þegar tilboðin hafa verið opnuð verður nauðsynlegt að fara yfir fjárþörf verkefnisins og óska eftir viðauka í tíma svo hægt verði að ljúka þeim verkþáttum sem ljúka á á þessu ári.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60
Veitu- og hafnaráð samþykkir að undirbúa þátttöku í verkefninu og felur sviðsstjóra að hafa samband við hagsmunaaðila og bjóða þeim að vera aðilar í því.
Bókun fundar
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Bjarni Th. Bjarnason.
Lagt fram til kynningar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60
Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóstur, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.
Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegafjölda.
Bókun fundar
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Bjarni Th. Bjarnason.
Lagt fram til kynningar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60
Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða deiliskipulagstillögu.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.