Íþrótta- og æskulýðsráð - 88, frá 04.04.2017.
Málsnúmer 1703011F
Vakta málsnúmer
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 88
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðuna á framkvæmdum við sundlaugina á Dalvík. Áætluð verklok eru 19. júlí 2017. Framkvæmdir ganga vel og enn hefur ekkert óvænt komið í ljós.
Bókun fundar
Lgt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 88
Íþrótta- og æskulýðsráð telur að með þessari könnun hefði verið hægt að kanna áhugann á öðrum valkostum og auðvelda þar með framtíðaskipulagsvinnu við fólkvanginn. Íþrótta og æskulýðsráð lagði til á 83. fundi ráðsins þann 1. nóvember 2016 að kannaður yrði hugur íbúa varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins og telur ráðið að þeim spurningum sé enn ósvarað.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 88
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 88
Farið var yfir stöðu mála er varðar sameiginlegan starfsmann skíðasvæðis og golfvallar. Einnig rætt um framtíðarstöðu skíðasvæðisins í ljósi dóms Héraðsdóms Noðurlands eystra frá 3. apríl 2017.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu. Eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.