Málsnúmer 201610012Vakta málsnúmer
Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
'Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:02. Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun. 'Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna.' Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi: 386 manns tóku þátt. 'Já' sögðu 99 eða 25,65%. 'Nei' sögðu 287 eða 74,35%
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum niðurstaðan verði kynnt á vefmiðlum sveitarfélagsins.'
Samþykkt með fimm atkvæðum