Umsókn um lóð fyrir seiðaeldi við Árskógssand

Málsnúmer 201611075

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 289. fundur - 05.04.2017

Með innsendu erindi dags. 3. apríl 2017 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir breyttri staðsetningu fyrir seiðaeldisstöð.



Tillaga 1. 17.830 m2 landfylling sunnan ferjubryggju. Tillaga 2. 6.750 m2 landfylling og lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði við Öldugötu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Einnig óskar Guðmundur Valur eftir heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í fyrirhugaðar breytingartillögur á staðsetningu og gerir ekki athugasemd við að veita heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins. Líkt og við gerð fyrri tillagna ber umsækjandi allan deiliskipulagskostnað.

Ráðið leggur áherslu á að íbúar svæðisins verði hafðir með í ráðum frá upphafi málsmeðferðar.

Samþykkt með fimm atkvæðum.







Veitu- og hafnaráð - 65. fundur - 06.09.2017

Til umræðu athugasemdar við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.

Í breyttum áformum felst að stöðinni verður skipt í tvö svæði, áfanga 1 og áfanga 2. Lagt er til að fyrri áfanginn, ferskvatnshluti eða seiðadeild, verði á hluta lóðarinnar Öldugötu 31 og innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi en síðari hlutinn, sjógönguseiðadeild, á nýrri landfyllingu austan við höfnina. Lagnir fyrir frárennsli og flutning seiða þurfa að liggja frá seiðadeild og niður í sjógöngudeild og til sjávar. Að aðskilja ferskvatnshlutann frá sjótengdu eldi er m.a. hentugt í því tilliti að fyrirbyggja sjúkdóma því auðvelt er að loka smitleiðinni á milli þessara deilda.

Með framlagningu og kynningu lýsingar þessarar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun þessarar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags áður en gengið verður frá skipulagstillögum og þær auglýstar.
Veitu- og hafnaráð vill benda á eftirfarandi:
1.
Vatnsveita Dalvíkurbyggðar getur ekki útvegað allt það neysluvatn sem þarf til starfsseminnar.

2.
Hvað varðar fráveitu frá seiðaeldisstöðinni þá bendir ráðið á nauðsyn þess að farið sé að samþykkt um Fráveitu Dalvíkurbyggðar.

3.
Til lengri tíma litið þá hefur tilfærsla á ytri mannvirkjum við ferjubryggju verið til skoðunar til að bæta við viðlegu við höfnina á Árskógssandi og landsvæði fyrir bifreiðastæði vegna ferjuhafnar, því er rétt að taka tillit til þess við gerð deiliskipulagsins.

Að öðru leyti gerir veitu- og hafnaráð ekki aðrar athugasemdir við umrædda lóðaumsókn

Umhverfisráð - 294. fundur - 06.09.2017

Til umræðu umsagnir og ábendingar vegna skipulagslýsingar á aðalskipulagsbreytingum á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.