Til umræðu athugasemdar við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar á Árskógssandi, Dalvíkurbyggð.
Í breyttum áformum felst að stöðinni verður skipt í tvö svæði, áfanga 1 og áfanga 2. Lagt er til að fyrri áfanginn, ferskvatnshluti eða seiðadeild, verði á hluta lóðarinnar Öldugötu 31 og innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi en síðari hlutinn, sjógönguseiðadeild, á nýrri landfyllingu austan við höfnina. Lagnir fyrir frárennsli og flutning seiða þurfa að liggja frá seiðadeild og niður í sjógöngudeild og til sjávar. Að aðskilja ferskvatnshlutann frá sjótengdu eldi er m.a. hentugt í því tilliti að fyrirbyggja sjúkdóma því auðvelt er að loka smitleiðinni á milli þessara deilda.
Með framlagningu og kynningu lýsingar þessarar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun þessarar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags áður en gengið verður frá skipulagstillögum og þær auglýstar.
Ráðið leggur áherslu á að íbúar svæðisins verði hafðir með í ráðum frá upphafi málsmeðferðar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.