Sveitarstjórn

296. fundur 07. nóvember 2017 kl. 16:15 - 16:52 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Sölvi H Hjaltason varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og í hans stað mætti á fundinn varamaðurinn Sölvi Hjaltason.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 840, frá 18.10.2017

Málsnúmer 1710007FVakta málsnúmer

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

    a) Tillögur frá umhverfis- og tæknisviði vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021; lokayfirferð.

    Á fundinum var farið yfir uppfærðar tillögur frá umhverfis- og tæknisviði vegna fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.

    Farið var yfir eftirfarandi:
    Tillögur að fjárfestingum Eignasjóðs, málaflokkur 32.
    Tillögur að nýframkvæmdum hvað varðar götur, gangstéttar og göngustíga.
    Tillögur að viðhaldi Eignasjóðs.
    Farið var yfir afgreiðslur umhverfisráðs og landbúnaðarráðs á erindum og málum er varðar vinnu við fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.
    Beiðnir um viðbótarstöðugildi.

    Unnið var að og gerðar voru breytingar á fundinum á framlögðum tillögum.

    Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 14:19 og kom inn aftur kl. 14:24 vegna umfjöllunar um erindi frá Golfklúbbnum Hamar.

    Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:33 og kom inn aftur kl. 14:35 vegna umfjöllunar um erindi frá Björgunarsveitinni á Dalvík.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 15:41.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 840 Lagt fram til kynningar.

    Guðmundur St. Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:
    "Bókun kjörinna fulltrúa J-listans vegna gervigrasvallar

    Við tökum heilshugar undir bókun Kristins Inga Valssonar í Íþrótta- og æskulýðsráði um að aðstaða til íþróttaiðkunar í Dalvíkurbyggð eigi að vera eins og góð og fjölbreytt og kostur er.
    Við teljum að gervigrasvöllur í fullri stærð sé of stór fjárfesting fyrir sveitafélagið okkar sem telur innan við 1900 íbúa. Við komum áfram til með að styðja fyrri ákvörðun um hálfan gervigrasvöll sem kæmi til með að fullnægja sem æfingaraðstaða allt árið fyrir þá flokka sem æfa á Dalvíkurbyggð.
    Við teljum að heill gervigrasvöllur með tilheyrandi upphitun og lýsingu komi einungis til með að nýtast í kappleikjum eldri flokka, þ.e 4. flokki til meistaraflokks. Eins og staðan er í dag er ekki 2. og 3. flokkur í Dalvíkurbyggð, sameiginlegur 4. flokkur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar dró sig út úr Íslandsmótinu í sumar sökum fjölda iðkenda og meistarflokkur er að mestu leyti skipaður leikmönnum sem ekki komast í aðallið KA og Þórs á Akureyri. Á þessu ári spilaði meistaraflokkar Dalvík Reynis væntanlega um 10 heimaleiki. Okkar skoðun er að bygging á heilum gervigrasvelli muni ekki hafa mikil áhrif á þá þróun sem verið hefur.
    Að auki teljum við að í viðbót við framkvæmdakostnað við byggingu á heilum gervigrasvelli þurfi að hækka all verulega árlegan rekstarstyrk vegna aukins rekstarkostnaðar og endurnýjunar á gervigrasi þegar þar að kemur en samkvæmt upplýsingum er líftími gervigrass um 10-15 ár."
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er því fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841, frá 19.10.2017

Málsnúmer 1710009FVakta málsnúmer

  • Undir þessum lið komu á fundi byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara, kl. 13:00.

    Samkvæmt samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara, frá 23. mars 2017, þá var stofnaður samráðsvettgangur þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 2 fundum á ári með byggðaráði og sviðsstjóra félagsmálasviðs. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara.

    Fyrri fundur ársins fór fram 30. mars 2017.

    Farið yfir punkta frá eldri borgurum um áherslur og ábendingar. Ákveðið að byggðarráð fari á fund eldri borgara í janúar.

    Kolbrún, Elín Rósa og Þorgerður viku af fundi kl. 13:43.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:43 vegna vanhæfis.

    Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:43.

    Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Kristjánssyni, Hólmfríði Jónsdóttur og Ágústu Bjarnadóttur, dagsett þann 12. október 2017, er varðar umsókn um tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags og ósk um að Dalvíkurbyggð greiði kostnað vegna 2 nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri.

    Á fundi byggðaráðs þann 31. ágúst 2017 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

    Til umræðu ofangreint.

    Magnús og Hlynur viku af fundi kl. 14:09.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ræða við skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri um jákvæða lausn málsins. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi síðan aftur á fund byggðaráðs með tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:10.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:11.

    Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökum á Hauganesi, dagsett þann 13. september 2017, þar sem fram kemur að krafist er þess að efnt verði til borgarafundar um hestabúgarð við Árskógarskóla og félagsheimili Árskógsstrandar 29. september 2017 í Félagsheimili Árskógssands kl. 20:00. Farið er fram á að sveitarstjóri geri grein fyrir þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið hefur gert til stofnunar hestabúgarðs á ofangreindum stað og hvers vegna og svarir því hvers vegna beitarlandi í eigur bæjarins er ráðstafað án opinberrar auglýsingar þar sem öllum er gefinn kostur að sækja um. Verði ekki við þessu orðið munu íbúasamtökin knýja fram borgarafund á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga. Þess er krafist að sveitarfélagið stöðvi nú þegar allar aðgerðir vegna ofangreinds málefnis og mótmælt er harðlega að tiltölulega nýlega uppgróið móland í nágrenni Hauganess sé leigt til hrossabeitar. Einnig er mótmælt harðlega byggingu hestabúgarðs á fyrirhuguðum stað. Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Mál er tengjast stækkun lóðar og fyrirhugaðri byggingu hesthúss norðan Árskógarskóla eru enn í skoðun og aflað er upplýsinga og umsagna. Það er því ekki tímabært að gefa út ákveðna dagsetningu fyrir íbúafund að svo stöddu. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála að leggja fram upplýsingar og umsagnir þegar þeirra hefur verið aflað og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um íbúafund." Einnig tóku til máls: Guðmundur St. Jónsson.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:

    Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
    Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
    Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
    Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
    Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.

    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu.

    Börkur vék af fundi kl. 14:38.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum á Árskógsströnd, dagsettur þann 18. september 2017 þar sem segir:

    "Erindi til sveitarstjórnar; Við undirritaðir íbúar á Árskógsströnd viljum að fyrirhugað leyfi á hesthúsabyggingu og landleigu á móunum við Árskóg verði tafarlaust stöðvuð. Við áteljum þau vinnubrögð sem sveitarstjórn hefur viðhaft í þessu máli."

    Undirskriftir eru alls 99, gildar undirskriftir eru 95. Um er að ræða um 7,1% kosningabærra manna í Dalvíkurbyggð.

    Í gildandi Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar segir í b) lið, 2 m.gr.: "10% af þeim sem kosningarétt hafa í Dalvíkurbyggð geta kallað eftir íbúafundi og skal hann þá haldinn svo fljótt sem unnt er. Ef minnst 25% af þeim sem kosningarétt eiga í Dalvíkurbyggð óska almennrar atkvæðagreiðslu er farið með slíka ósk skv. 107. og 108. gr. laga nr. 138/2011."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Málið er enn í ferli og því ekki tímabært að taka ákvörðun um íbúafund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.5 201701073 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841
  • 2.6 201708016 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 12. október 2017, þar sem fram kemur að hag- og upplýsingasvið Sambandsins hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2017 og 2018. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 8,0 % á milli ára 2017 og 2018.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Mílu, dagsettur þann 13. október 2017, þar sem kynnt er frétt frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem fram kemur að umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2018 sé hafið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019 - 2021.

    a) Beiðnir um búnaðarkaup.
    b) Beiðnir um viðbótar stöðugildi.
    c) Beiðnir um viðbót við fjárhagsramma.
    d) Afgreiðslur fagráða.
    e) Yfirlit yfir stöðugildi skv. launaáætlun 2018 í samanburði við 2017.
    f) Yfirlit yfir tillögur að fjárhagsáætlunum deilda og málaflokka í samanburði við úthlutaða ramma, sbr. fundur byggðaráðs þann 31.08.2017.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Tillögum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu. Eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842, frá 26.10.2017

Málsnúmer 1710010FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður c)
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðröður Ágústsson og Freydís Dana Sigurðardóttir, eigendur að Árskógi lóð 1, Pétur Einarsson f.h. eiganda að Árskógi lóð 1, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs sem staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Forsvarsmenn Íbúasamtakana á Hauganesi voru einnig boðaðir en enginn hafði tök á að mæta á fundinn.

    Á 841. fundi byggðaráðs þann 19.10.2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:
    Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
    Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
    Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
    Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
    Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.

    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu. Börkur vék af fundi kl. 14:38.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint."

    Til umræðu ofangreint.

    Guðröður, Freydís Dana og Pétur viku af fundi kl. 13:52.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:05.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eigendur að Árskógi lóð 1 fái afrit af ofangreindum umsögnum.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að eiga fund með lögmanni eigenda Árskógs lóðar 1, Pétri Einarssyni, um þær tillögur sem fram hafa komið að lausn.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur sem óskað hefur verið eftir verði haldinn fimmtudaginn 9. nóvember n.k. en boða þarf til fundarins ekki síðar en 10 dögum fyrir fund. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að útbúa drög að fundarboði og finna fundarstjóra í samráði við sveitarstjóra.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Bjarni Th. Bjarnason.
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum 1. lið c) með þeirri breytingu að fundurinn fer fram miðvikudaginn 8. nóvember n.k. eins og auglýst hefur verið.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG á Akureyri, kl. 14:06.

    Á 24. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september s.l. var eftirfarandi bókað undir 3. lið:
    "3.
    Skráning Dalbæjar sem sjálfseignastofnunar.
    Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, dags. 29.08.2017 með upplýsingum frá Birgi Knútssyni, starfsmanni KPMG og einnig upplýsingar frá Sveini Jónatanssyni hdl. frá árinu 2009 og varða ofangreint málefin.
    Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar fór yfir sögu þessa máls og þær reglur sem nú gilda um skráningu sjálfseignastofnana. Fyrir liggur að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19.10.2010 samþykktir fyrir Dalbæ þar sem fram kemur að Dalbær heimili aldraðra Dalvík er sjálfseignastofnun samkvæmt lögum nr. 33/1999, en eins og fram kemur í gögnum sem greind eru hér að ofan þá kemur fram, að samkvæmt c. lið 4. gr. laga nr. 33/1999 taka þau lög ekki til öldrunarstofnana.
    Stjórn Dalbæjar beinir því til Sveitasjórnar Dalvíkurbyggðar að taka þetta mál fyrir."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela KPMG að vinna áfram að málinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 22. fundi stjórnar Dalbæjar þann 16. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

    "5.
    Samningar við fjármálaráðuneyti um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga.
    Á fundi stjórnar Dalbæjar þann 10. janúar s.l. var farið yfir upplýsingar um svör fjármálaráðuneytis varðandi lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar gagnvart LSR og LH. Formanni stjórnar og forstöðumanni var falið að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingarnar.
    Með samkomulagi milli fjármálaráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga, sem dagsett er 28. október 2016 er samið um að ríkið yfirtaki 97% af lífeyrisskuldbindingum frá og með 1. janúar 2016.
    Með rafpósti þann 12. janúar 2017 sendi sveitarstjóri fjármálaráðuneytinu samþykktir Dalbæjar og yfirlýsingu þess efnis að Dalbær væri sjálfseignastofnun, en jafnframt var óskað eftir að Dalbær yrði með í þeirri samningalotu, sem fram undan væri varðandi lífeyrisskuldbindingar óháð því hvort heimilið væri skilgreint sem sjálfseignastofnun eða sveitarfélagstofnun. Í svari fjármálaráðuneytis frá 17. febrúar s.l. kemur fram að ekki verði unnt að vinna að samningum við Dalbæ fyrr en að afloknum samningum við hjúkrunarheimili sem rekin eru af sveitarfélögum, en jafnframt staðfest að gildistími yfirtöku verði miðaður við áramót 2015 ? 16.
    Í rafbréfi fjármálaráðuneytis dags. 16. mars 2017 er upplýst að ágreiningur sé milli fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðuneytisins um túlkun samkomulags frá október 2016 og því ekki komið að samningagerð við Dalbæ. "


    Á 4. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "4.
    Uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
    Kynnt var bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 21.08.2018 þar sem greint er frá því að í lok júní hafi náðst samkomulag um fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga. Ríkið tekur yfir 97% af nettááföllnum lífeyrirskuldbindingum hjá B-deildum lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og Brúar lífeyrissjóðs eins og þær eru samkvæmt sérstöku tryggingafræðilegu uppgjöri 31. maí 2017. Miðað er við stöðu lífeyrisskuldbindinga í árslok 2015. Tilkynna þarf fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 30. sept. n.k. að gengið verði frá fullnaðaruppgjöri á grundvelli samkomulagsins.
    Stjórn Dalbæjar er sammála því að Dalvíkurbyggð hafi forgöngu í samningagerð vegna lífeyrisskuldbindinga."



    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Dalbæjar að óska eftir upplýsingum um stöðu Dalbæjar hjá Brú lífeyrissjóði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Á 817. fundi byggðaráðs þann 6. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir bréf frá Brú lífeyrissjóði, dagsett þann 31. mars 2017, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997 með setningu laga nr. 127/2016. Breytingarnar taka gildi 1. júní n.k. Við vinnslu laganna var áætlað að heildarframlag launagreiðenda vegna A- deildar Brúar næmi um 36,5 ma.kr. og varúðarsjóðurinn 2,6 ma.kr. Hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjörum launagreiðanda á lífeyrisaukasjóði og varúðarsjóði. Til að vinna uppgjörið hefur sjóðurinn tekið saman gögn úr iðgjaldabókhaldi sjóðsins en auk sveitarfélagsins hafa fyrirtæki / stofnanir sem fram koma í meðfylgjandi skjali greitt í A-deild sjóðsins á árabilinu 1998-2016 og eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Óskað er eftir svari eigi síðar en 30. apríl 2017. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari skýringum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ofangreindum breytingum."

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 15:26
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 842 Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar í fundargerðinni eru því lagðir fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843, frá 1.11.2017.

Málsnúmer 1710012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
3. liður er sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið mætti á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

    Á 65. fundi veitu- og hafnaráðs þann 30. október 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Fyrir fundinum lá bréf frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins sem dagsett er 25.10.2017, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf.Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu siglingasviðs Vegagerðar ríkisns og leggur til að sveitarstjórn staðfesti að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf."

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:16.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 4. október 2017 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla að upphæð 1.782.956 kr. vegna mistaka við yfirskriftar launa í fjárhagsáætlanagerð. Um er að ræða launa- og launatengd gjöld í 3 mánuði.

    Samkvæmt útreikningum launafulltrúa, dagsett þann 19. október 2017, úr launaáætlunarkerfi er upphæðin kr. 1.600.703.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 19/2017 við deild 04210 að upphæð kr. 1.600.703, mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 19/2017 við deild 04210 að upphæð kr. 1.600.703 og mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Á fundinum var lagt fram og kynnt frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

    Til umræðu ofangreint.

    a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem birt var á vef Jöfnunarsjóðs í gær, 31.10.2017, þá séu forsendur fyrir því að hækka áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs allt að kr. 76.382.000.

    b) Uppgjör við Brú lífeyrissjóð: Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir áætluðum fjárhæðum skv. upplýsingum frá Brú þann 1.11.2017 og reikningshaldslegri meðferð í áætlun.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember 2017 með áorðnum breytingum samkvæmt a) lið og b) lið hér að ofan, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og óskar eftir að fært verði til bókar:
    "Ég sit hjá við afgreiðslu á Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 með vísan í fyrri bókun kjörinna fulltrúa J-listans um gervigrasvöll frá 840. byggðaráðsfundi þann 18.10 2017."

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

    Enginn tók til máls og fleira þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

5.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 68, frá 30.10.2017

Málsnúmer 1710011FVakta málsnúmer

  • Fyrir fundinum lá bréf frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins sem dagsett er 25.10.2017, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 68 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu siglingasviðs Vegagerðar ríkisns og leggur til að sveitarstjórn staðfesti að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fram komu upplýsingar um það að ágreiningur væri um efnistöku vegna landfyllingar. Dæling hefur nú verið stöðvuð á svæði sem er innan hafnamarka hafnarinnar á Árskógsandi. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 68 Veitu- og hafnaráð leggur þunga áherslu á að leitað verði allra mögulegra leiða til að leyfi fáist til áframhaldandi dælingu efnis til landfyllingar við Austurgarð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er því fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila

Málsnúmer 201612123Vakta málsnúmer

Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst 2017 var ofangreint mál á dagskrá. Tekið fyrir erindi frá SÍS dags. 21. ágúst 2017 um „Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga“. Í lok júní 2017 náðist samkomulag á milli SÍS og ríkisins um forsendur uppgjörs. Í erindinu kemur m.a. fram að: „Mikilvægt er að hvert og eitt sveitarfélag tilkynni fjármála- og efnahagsráðuneytinu að það hyggist ganga frá samkomulagi á grundvelli framangreinds fyrir 30. september nk. og veiti framkvæmdastjóra þess formlegt umboð til að skrifa undir samkomulag þess efnis og sönnun þess þarf að fylgja tilkynningunni til ráðuneytisins.“ Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar." Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur honum að ganga frá tilkynningu til ráðuneytisins og veitir honum jafnframt umboð til undirritunar samkomulags við ráðuneytið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 1. nóvember 2017, ásamt sýnishornum af samningum til kynningar. Um er að ræða endanlega samninga sem ekki er gert ráð fyrir breytingum á. Samningarnir hafa verið undirritaðir af fjármála- og efnahagsráðherra. Gert er ráð fyrir að sveitarstjórar komi að eigin frumkvæði í húsnæði ráðuneytisins til að undirrita samningana. Æskilegt er að undirritun fari á næstu dögum. Ef hjúkrunarheimili sveitarfélags hefur sjálfstæðan fjárhag, en er ekki rekið sem deild innan sveitarfélags, þarf forstöðumaður hjúkrunarheimilis jafnframt að undirrita samninginn.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Á 843. fundi byggðaráðs þann 1. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum var lagt fram og kynnt frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Til umræðu ofangreint. a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem birt var á vef Jöfnunarsjóðs í gær, 31.10.2017, þá séu forsendur fyrir því að hækka áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs allt að kr. 76.382.000. b) Uppgjör við Brú lífeyrissjóð: Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir áætluðum fjárhæðum skv. upplýsingum frá Brú þann 1.11.2017 og reikningshaldslegri meðferð í áætlun.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember 2017 með áorðnum breytingum samkvæmt a) lið og b) lið hér að ofan, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og óskar eftir að fært verði til bókar: Ég sit hjá við afgreiðslu á Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 með vísan í fyrri bókun kjörinna fulltrúa J-listans um gervigrasvöll frá 840. byggðaráðsfundi þann 18.10 2017."

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum fjárhagsáætlunar:


Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta:
2018: Kr. 94.805.000 jákvæð.
2019: Kr. 122.429.000 jákvæð.
2020: Kr. 123.423.000 jákvæð.
2021: Kr. 125.457.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
2018: Kr. 72.509.000 jákvæð.
2019: Kr. 90.872.000 jákvæð.
2020: Kr. 86.453.000 jákvæð.
2021: Kr. 86.189.000 jákvæð.

Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 261.407.000.
2019: Kr. 267.415.000.
2020: Kr. 107.690.000
2021: Kr. 125.270.000

Lántaka Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 169.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
2019: Kr. 0
2020: Kr. 0
2021: Kr. 0

Afborgun langtímalána Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 117.984.000
2019: Kr. 100.228.000
2020: Kr. 79.170.000
2021: Kr. 80.409.000.

Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 305.183.000
2019: Kr. 343.382.000
2020: Kr. 348.624.000
2021: Kr. 353.922.000

Einnig tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:
"Með vísan til bókunar J listans í byggðaráði um gervigrasvöll sitja fulltrúar listans hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Í áðurnefndri bókun kemur m.a. fram að við teljum að ,,gervigrasvöllur í fullri stærð sé of stór fjárfesting fyrir sveitafélagið okkar sem telur innan við 1900 íbúa.“ Og einnig að við komum til með að ,,styðja fyrri ákvörðun um hálfan gervigrasvöll sem kæmi til með að fullnægja sem æfingaraðstaða allt árið fyrir þá flokka sem æfa í Dalvíkurbyggð.“

8.Sveitarstjórn - 295, frá 17.10.2017

Málsnúmer 1710008FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:52.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Sölvi H Hjaltason varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs