Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer
Á 843. fundi byggðaráðs þann 1. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum var lagt fram og kynnt frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Til umræðu ofangreint. a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem birt var á vef Jöfnunarsjóðs í gær, 31.10.2017, þá séu forsendur fyrir því að hækka áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs allt að kr. 76.382.000. b) Uppgjör við Brú lífeyrissjóð: Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir áætluðum fjárhæðum skv. upplýsingum frá Brú þann 1.11.2017 og reikningshaldslegri meðferð í áætlun.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember 2017 með áorðnum breytingum samkvæmt a) lið og b) lið hér að ofan, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og óskar eftir að fært verði til bókar: Ég sit hjá við afgreiðslu á Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 með vísan í fyrri bókun kjörinna fulltrúa J-listans um gervigrasvöll frá 840. byggðaráðsfundi þann 18.10 2017."
Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum fjárhagsáætlunar:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta:
2018: Kr. 94.805.000 jákvæð.
2019: Kr. 122.429.000 jákvæð.
2020: Kr. 123.423.000 jákvæð.
2021: Kr. 125.457.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
2018: Kr. 72.509.000 jákvæð.
2019: Kr. 90.872.000 jákvæð.
2020: Kr. 86.453.000 jákvæð.
2021: Kr. 86.189.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 261.407.000.
2019: Kr. 267.415.000.
2020: Kr. 107.690.000
2021: Kr. 125.270.000
Lántaka Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 169.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
2019: Kr. 0
2020: Kr. 0
2021: Kr. 0
Afborgun langtímalána Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 117.984.000
2019: Kr. 100.228.000
2020: Kr. 79.170.000
2021: Kr. 80.409.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 305.183.000
2019: Kr. 343.382.000
2020: Kr. 348.624.000
2021: Kr. 353.922.000
Einnig tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson.