Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 840, frá 18.10.2017
Málsnúmer 1710007F
Vakta málsnúmer
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 840
Lagt fram til kynningar.
Guðmundur St. Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Bókun kjörinna fulltrúa J-listans vegna gervigrasvallar
Við tökum heilshugar undir bókun Kristins Inga Valssonar í Íþrótta- og æskulýðsráði um að aðstaða til íþróttaiðkunar í Dalvíkurbyggð eigi að vera eins og góð og fjölbreytt og kostur er.
Við teljum að gervigrasvöllur í fullri stærð sé of stór fjárfesting fyrir sveitafélagið okkar sem telur innan við 1900 íbúa. Við komum áfram til með að styðja fyrri ákvörðun um hálfan gervigrasvöll sem kæmi til með að fullnægja sem æfingaraðstaða allt árið fyrir þá flokka sem æfa á Dalvíkurbyggð.
Við teljum að heill gervigrasvöllur með tilheyrandi upphitun og lýsingu komi einungis til með að nýtast í kappleikjum eldri flokka, þ.e 4. flokki til meistaraflokks. Eins og staðan er í dag er ekki 2. og 3. flokkur í Dalvíkurbyggð, sameiginlegur 4. flokkur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar dró sig út úr Íslandsmótinu í sumar sökum fjölda iðkenda og meistarflokkur er að mestu leyti skipaður leikmönnum sem ekki komast í aðallið KA og Þórs á Akureyri. Á þessu ári spilaði meistaraflokkar Dalvík Reynis væntanlega um 10 heimaleiki. Okkar skoðun er að bygging á heilum gervigrasvelli muni ekki hafa mikil áhrif á þá þróun sem verið hefur.
Að auki teljum við að í viðbót við framkvæmdakostnað við byggingu á heilum gervigrasvelli þurfi að hækka all verulega árlegan rekstarstyrk vegna aukins rekstarkostnaðar og endurnýjunar á gervigrasi þegar þar að kemur en samkvæmt upplýsingum er líftími gervigrass um 10-15 ár."
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er því fundargerðin lögð fram til kynningar.