Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841, frá 19.10.2017

Málsnúmer 1710009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 296. fundur - 07.11.2017

  • Undir þessum lið komu á fundi byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara, kl. 13:00.

    Samkvæmt samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara, frá 23. mars 2017, þá var stofnaður samráðsvettgangur þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 2 fundum á ári með byggðaráði og sviðsstjóra félagsmálasviðs. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara.

    Fyrri fundur ársins fór fram 30. mars 2017.

    Farið yfir punkta frá eldri borgurum um áherslur og ábendingar. Ákveðið að byggðarráð fari á fund eldri borgara í janúar.

    Kolbrún, Elín Rósa og Þorgerður viku af fundi kl. 13:43.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:43 vegna vanhæfis.

    Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:43.

    Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Kristjánssyni, Hólmfríði Jónsdóttur og Ágústu Bjarnadóttur, dagsett þann 12. október 2017, er varðar umsókn um tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags og ósk um að Dalvíkurbyggð greiði kostnað vegna 2 nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri.

    Á fundi byggðaráðs þann 31. ágúst 2017 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

    Til umræðu ofangreint.

    Magnús og Hlynur viku af fundi kl. 14:09.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ræða við skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri um jákvæða lausn málsins. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi síðan aftur á fund byggðaráðs með tillögu að afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:10.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:11.

    Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökum á Hauganesi, dagsett þann 13. september 2017, þar sem fram kemur að krafist er þess að efnt verði til borgarafundar um hestabúgarð við Árskógarskóla og félagsheimili Árskógsstrandar 29. september 2017 í Félagsheimili Árskógssands kl. 20:00. Farið er fram á að sveitarstjóri geri grein fyrir þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið hefur gert til stofnunar hestabúgarðs á ofangreindum stað og hvers vegna og svarir því hvers vegna beitarlandi í eigur bæjarins er ráðstafað án opinberrar auglýsingar þar sem öllum er gefinn kostur að sækja um. Verði ekki við þessu orðið munu íbúasamtökin knýja fram borgarafund á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga. Þess er krafist að sveitarfélagið stöðvi nú þegar allar aðgerðir vegna ofangreinds málefnis og mótmælt er harðlega að tiltölulega nýlega uppgróið móland í nágrenni Hauganess sé leigt til hrossabeitar. Einnig er mótmælt harðlega byggingu hestabúgarðs á fyrirhuguðum stað. Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Mál er tengjast stækkun lóðar og fyrirhugaðri byggingu hesthúss norðan Árskógarskóla eru enn í skoðun og aflað er upplýsinga og umsagna. Það er því ekki tímabært að gefa út ákveðna dagsetningu fyrir íbúafund að svo stöddu. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála að leggja fram upplýsingar og umsagnir þegar þeirra hefur verið aflað og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um íbúafund." Einnig tóku til máls: Guðmundur St. Jónsson.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:

    Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
    Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
    Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
    Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
    Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.

    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu.

    Börkur vék af fundi kl. 14:38.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum á Árskógsströnd, dagsettur þann 18. september 2017 þar sem segir:

    "Erindi til sveitarstjórnar; Við undirritaðir íbúar á Árskógsströnd viljum að fyrirhugað leyfi á hesthúsabyggingu og landleigu á móunum við Árskóg verði tafarlaust stöðvuð. Við áteljum þau vinnubrögð sem sveitarstjórn hefur viðhaft í þessu máli."

    Undirskriftir eru alls 99, gildar undirskriftir eru 95. Um er að ræða um 7,1% kosningabærra manna í Dalvíkurbyggð.

    Í gildandi Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar segir í b) lið, 2 m.gr.: "10% af þeim sem kosningarétt hafa í Dalvíkurbyggð geta kallað eftir íbúafundi og skal hann þá haldinn svo fljótt sem unnt er. Ef minnst 25% af þeim sem kosningarétt eiga í Dalvíkurbyggð óska almennrar atkvæðagreiðslu er farið með slíka ósk skv. 107. og 108. gr. laga nr. 138/2011."

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Málið er enn í ferli og því ekki tímabært að taka ákvörðun um íbúafund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .5 201701073 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841
  • .6 201708016 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 12. október 2017, þar sem fram kemur að hag- og upplýsingasvið Sambandsins hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2017 og 2018. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 8,0 % á milli ára 2017 og 2018.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Mílu, dagsettur þann 13. október 2017, þar sem kynnt er frétt frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem fram kemur að umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2018 sé hafið. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019 - 2021.

    a) Beiðnir um búnaðarkaup.
    b) Beiðnir um viðbótar stöðugildi.
    c) Beiðnir um viðbót við fjárhagsramma.
    d) Afgreiðslur fagráða.
    e) Yfirlit yfir stöðugildi skv. launaáætlun 2018 í samanburði við 2017.
    f) Yfirlit yfir tillögur að fjárhagsáætlunum deilda og málaflokka í samanburði við úthlutaða ramma, sbr. fundur byggðaráðs þann 31.08.2017.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 841 Tillögum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu. Eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.